Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Hádegisfréttir Bylgjunnar Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um hina umdeildu ákvörðun Íslands að sitja hjá á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum þegar ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa var samþykkt. 

Einnig fjöllum við um slys á rafhlaupahjólum sem hafa aukist mikið undanfarin misseri eins og fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kompás í gær.

Að auki verður rætt við forstjóra Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands sem segir ófremdarástand ríkja hjá heyrnarlausum og að heilbrigðiskerfið hafi sofið á verðinum.

Þá tökum við stöðuna á skjálftavirkninni á Reykjanesi og heyrum í innviðaráðherra um þá ógn sem gæti stafað að innviðum á svæðinu.

Í íþróttafréttum verður síðan fjallað um landsleikinn sem framundan er í Þjóðadeildinni í kvöld gegn Þýskalandi og Lionel Messi sem í gær var valinn knattspyrnumaður ársins í áttunda sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×