Engum lækni datt í hug að hún væri ólétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 10:06 Helena og Kári kærasti hennar verða foreldrar nú í janúar og eru spennt að fá drenginn sin í fangið. Á myndinni til hægri var Helena komin um fimm mánuði á leið en hélt að hún væri aðeins uppþembd vegna meltingartruflana, sem hún fékk enga bót á hjá læknum. Átján ára stúlka, sem fór ítrekað til læknis vegna magaverkja og var send í röntgenmyndatöku og ristilspeglun, kveðst reið og pirruð út í heilbrigðiskerfið eftir að í ljós kom að hún var ófrísk - og komin sex mánuði á leið. Hún segist aldrei hafa verið spurð út í möguleikann á þungun í öll þau skipti sem hún leitaði til læknis. Við hittum hina átján ára Helenu Rut í Íslandi í dag. Helena Rut Hallgrímsdóttir fór fyrst til læknis vegna verkjanna í júní og var þá sett á lyf við hægðatregðu. Hún segir læknisheimsóknirnar hafa alls orðið fimm, auk röntgenmyndatöku og ristilspeglunar. Það var ekki fyrr en nú í október, eftir að Helena ákvað sjálf fyrir rælni að taka þungunarpróf, að upp komst að hún var ófrísk. Þungun var ekki möguleiki sem hvarflaði að Helenu sjálfri af ýmsum ástæðum. Hún byrjaði til dæmis að taka getnaðarvarnarpillu að læknisráði rétt um það leyti sem getnaður hefur átt sér stað. Helena tók engin pilluhlé - og það að hún hafði ekki blæðingar allan þennan tíma hringdi því ekki viðvörunarbjöllum. Það sást einnig lítið á Helenu til að byrja með og þegar loksins byrjaði að sjást á henni taldi Helena að hún væri bara uppþembd vegna meltingartruflana. Fylgjan reyndist auk þess liggja þannig að hún dempaði hreyfingar í fóstrinu. Ótrúlegt sjokk fyrir unga parið Þar sem Helena var gengin svo langt með barnið, 25 vikur eru rúmir sex mánuðir, var ekkert annað í stöðunni en að klára meðgönguna. Helena og Kári Rafn Snæbjörnsson kærasti hennar stóðu allt í einu frammi fyrir því að eftir þrjá stutta mánuði yrðu þau foreldrar. „Þetta var náttúrulega ógeðslega mikið sjokk fyrir mig og Kára. Bara ógeðslega mikill pirringur. Við vorum ótrúlega týnd, einhvern veginn. Við sáum líf okkar þjóta fyrir augunum. Ég er átján ára, hann er að verða tvítugur. Okkur líður bara [á þessum tímapunkti] eins og líf okkar sé að verða búið,“ segir Helena. „Við vorum eiginlega bara mállaus. Og eiginlega bara lúmskt í afneitun. Bara, hvernig getur þetta gerst?“ bætir Kári við. Erfið bið í óvissu Biðin eftir fyrstu almennilegu mæðraskoðuninni til að fá úr því skorið hvort væri í lagi með barnið var þeim jafnframt mjög erfið. Unga parið hafði þungar áhyggjur af heilsu barnsins, enda Helena sett á ýmiss konar lyf þessa fyrstu mánuði meðgöngunnar - og var, eins og fram hefur komið, algjörlega ómeðvituð um ástand sitt. „Sá tími var bara svo pirrandi. Erfitt að komast yfir það. Ég var alltaf að hugsa: Ég var að gera þetta og þetta og þetta. Allt sem óléttar konur ættu ekki að vera að gera, borða hrátt og svoleiðis. Ég var að gera allt þetta á meðan meðgöngunni stóð.“ Er einhver sem vekur máls á því við þig hvort það gætir verið að þú værir ólétt? „Nei, nefnilega ekki. Ég var ekki spurð í tengslum við kviðverkina, hvort ég væri á getnaðarvörn, hvort ég væri í sambandi eða hvenær ég fór síðast á túr. Ekki neitt með það að gera.“ Aldrei? Ekki einu sinni? „Ekki einu sinni.“ Brot úr viðtalinu við Helenu og Kára má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag þátt gærkvöldsins með viðtalinu í heild má nálgast á Stöð 2+. Ísland í dag Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Hún segist aldrei hafa verið spurð út í möguleikann á þungun í öll þau skipti sem hún leitaði til læknis. Við hittum hina átján ára Helenu Rut í Íslandi í dag. Helena Rut Hallgrímsdóttir fór fyrst til læknis vegna verkjanna í júní og var þá sett á lyf við hægðatregðu. Hún segir læknisheimsóknirnar hafa alls orðið fimm, auk röntgenmyndatöku og ristilspeglunar. Það var ekki fyrr en nú í október, eftir að Helena ákvað sjálf fyrir rælni að taka þungunarpróf, að upp komst að hún var ófrísk. Þungun var ekki möguleiki sem hvarflaði að Helenu sjálfri af ýmsum ástæðum. Hún byrjaði til dæmis að taka getnaðarvarnarpillu að læknisráði rétt um það leyti sem getnaður hefur átt sér stað. Helena tók engin pilluhlé - og það að hún hafði ekki blæðingar allan þennan tíma hringdi því ekki viðvörunarbjöllum. Það sást einnig lítið á Helenu til að byrja með og þegar loksins byrjaði að sjást á henni taldi Helena að hún væri bara uppþembd vegna meltingartruflana. Fylgjan reyndist auk þess liggja þannig að hún dempaði hreyfingar í fóstrinu. Ótrúlegt sjokk fyrir unga parið Þar sem Helena var gengin svo langt með barnið, 25 vikur eru rúmir sex mánuðir, var ekkert annað í stöðunni en að klára meðgönguna. Helena og Kári Rafn Snæbjörnsson kærasti hennar stóðu allt í einu frammi fyrir því að eftir þrjá stutta mánuði yrðu þau foreldrar. „Þetta var náttúrulega ógeðslega mikið sjokk fyrir mig og Kára. Bara ógeðslega mikill pirringur. Við vorum ótrúlega týnd, einhvern veginn. Við sáum líf okkar þjóta fyrir augunum. Ég er átján ára, hann er að verða tvítugur. Okkur líður bara [á þessum tímapunkti] eins og líf okkar sé að verða búið,“ segir Helena. „Við vorum eiginlega bara mállaus. Og eiginlega bara lúmskt í afneitun. Bara, hvernig getur þetta gerst?“ bætir Kári við. Erfið bið í óvissu Biðin eftir fyrstu almennilegu mæðraskoðuninni til að fá úr því skorið hvort væri í lagi með barnið var þeim jafnframt mjög erfið. Unga parið hafði þungar áhyggjur af heilsu barnsins, enda Helena sett á ýmiss konar lyf þessa fyrstu mánuði meðgöngunnar - og var, eins og fram hefur komið, algjörlega ómeðvituð um ástand sitt. „Sá tími var bara svo pirrandi. Erfitt að komast yfir það. Ég var alltaf að hugsa: Ég var að gera þetta og þetta og þetta. Allt sem óléttar konur ættu ekki að vera að gera, borða hrátt og svoleiðis. Ég var að gera allt þetta á meðan meðgöngunni stóð.“ Er einhver sem vekur máls á því við þig hvort það gætir verið að þú værir ólétt? „Nei, nefnilega ekki. Ég var ekki spurð í tengslum við kviðverkina, hvort ég væri á getnaðarvörn, hvort ég væri í sambandi eða hvenær ég fór síðast á túr. Ekki neitt með það að gera.“ Aldrei? Ekki einu sinni? „Ekki einu sinni.“ Brot úr viðtalinu við Helenu og Kára má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag þátt gærkvöldsins með viðtalinu í heild má nálgast á Stöð 2+.
Ísland í dag Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira