Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um aukningu slysa á rafhlaupahjólum sem er mikil síðustu misserin. 

Það sem af er þessu ári hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kært og sektað um hundrað einstaklinga sem hafa dottið á slíkum hjólum og verið undir áhrifum. 

Þá fjöllum við um ástandið á Gasa og tökum stöðuna á jarðskjálftunum á Reykjanesi. 

Einnig fjöllum við um mótmælastöðu hælisleitenda í Hafnarfirði og fjöllum um bænastund sem haldin verður í Ástjarnarkirkju í kvöld vegna banaslyssins sem varð í bænum í fyrradag.

Í íþróttapakkanum verður landsleikur Íslands og Þýskalands frá því í gær gerður upp og þá fjöllum við um góða innkomu Ísaks Bergmann í þýsku bikarkeppninni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×