„Sorgleg“ staða uppi hjá leiðsögumönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2023 15:05 Jóna Fanney Friðriksdóttir formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna og Snorri Steinn Sigurðsson einn þeirra stjórnarmanna sem kröfðust afsagnar hennar á mánudaginn. Vísir/Samsett Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið. Fréttastofa hafði samband við Halldór Kolbeins, stjórnarmann í félaginu, sem er meðal fyrrnefndra ósáttra fimm. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að málið sé ekki persónulegt. Hann segir jafnframt að uppreisnarhópurinn telji Jónu ekki hafa starfað samkvæmt samþykktum stjórnar og að ákveðin vinnubrögð hafi viðhafst undir stjórn hennar sem þau séu afar ósátt með. Halldór nefnir sérstaklega eineltismál í yfirlýsingunni sem einnig er fjallað um í bókun hópsins á stjórnarfundinum. Hann segir það hafa farið á versta veg. Hópurinn sakar Jónu um að hafa hundsað það og gefur það í skyn að hún hafi viljandi „týnt“ bókun sem varðaði málið. Vísar öllu á bug Jóna Fanney vildi ekki ræða málið í samtali við fréttastofu. Hún sagði bara að henni fyndist staðan sem upp er komin „sorgleg.“ Jóna og tveir stjórnarmenn, gjaldkeri og ritari, sem studdu ekki afsagnarkröfuna taka fyrir ásakanirnar sem þar koma fram og vísa þeim alfarið á bug. Í bókun sem þau skrifuðu segir að með þessum „dylgjum sé ætlunin að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins.“ Þar að auki sakar Jóna og hennar stuðningsmenn uppreisnarhópinn um beiskju og segir ætlunina vera „eingöngu þá að hrekja þau sem hlutu flest atkvæði félagsmanna í vor á brott með óréttmætum ásökunum.“ „Mál sem fór á versta veg“ „Nú þarf að koma í ljós hvort félagsmenn telji að boða eigi til félagsfundar til þess að félagsmenn í Leiðsögn geti tekið afstöðu til þeirrar stöðu sem er uppi. Það er mikilvægt að traust og trygg forysta og stjórn starfi í félaginu á komandi kjaravetri og ég tel eins og áður segir best að félagsmenn taki afstöðu til þessarar bókunar okkar á opnum félagsfundi,“ segir í lok yfirlýsingunnar sem Halldór sendi fréttastofu. „Þetta er mjög viðkvæmt mál en brýnt mál. Það gerir enginn svona að leik sínum. Þetta mál á langan aðdraganda. Það verður bara að fá niðurstöðu í þessu máli. Þetta er mál sem fór á versta veg. Þetta þarf að klárast, það er ekkert hægt að láta snjóa yfir þetta,“ segir Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var sagt að rætt hefði verið við Snorra Stein stjórnarmann en ekki Halldór. Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Halldór Kolbeins, stjórnarmann í félaginu, sem er meðal fyrrnefndra ósáttra fimm. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að málið sé ekki persónulegt. Hann segir jafnframt að uppreisnarhópurinn telji Jónu ekki hafa starfað samkvæmt samþykktum stjórnar og að ákveðin vinnubrögð hafi viðhafst undir stjórn hennar sem þau séu afar ósátt með. Halldór nefnir sérstaklega eineltismál í yfirlýsingunni sem einnig er fjallað um í bókun hópsins á stjórnarfundinum. Hann segir það hafa farið á versta veg. Hópurinn sakar Jónu um að hafa hundsað það og gefur það í skyn að hún hafi viljandi „týnt“ bókun sem varðaði málið. Vísar öllu á bug Jóna Fanney vildi ekki ræða málið í samtali við fréttastofu. Hún sagði bara að henni fyndist staðan sem upp er komin „sorgleg.“ Jóna og tveir stjórnarmenn, gjaldkeri og ritari, sem studdu ekki afsagnarkröfuna taka fyrir ásakanirnar sem þar koma fram og vísa þeim alfarið á bug. Í bókun sem þau skrifuðu segir að með þessum „dylgjum sé ætlunin að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins.“ Þar að auki sakar Jóna og hennar stuðningsmenn uppreisnarhópinn um beiskju og segir ætlunina vera „eingöngu þá að hrekja þau sem hlutu flest atkvæði félagsmanna í vor á brott með óréttmætum ásökunum.“ „Mál sem fór á versta veg“ „Nú þarf að koma í ljós hvort félagsmenn telji að boða eigi til félagsfundar til þess að félagsmenn í Leiðsögn geti tekið afstöðu til þeirrar stöðu sem er uppi. Það er mikilvægt að traust og trygg forysta og stjórn starfi í félaginu á komandi kjaravetri og ég tel eins og áður segir best að félagsmenn taki afstöðu til þessarar bókunar okkar á opnum félagsfundi,“ segir í lok yfirlýsingunnar sem Halldór sendi fréttastofu. „Þetta er mjög viðkvæmt mál en brýnt mál. Það gerir enginn svona að leik sínum. Þetta mál á langan aðdraganda. Það verður bara að fá niðurstöðu í þessu máli. Þetta er mál sem fór á versta veg. Þetta þarf að klárast, það er ekkert hægt að láta snjóa yfir þetta,“ segir Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var sagt að rætt hefði verið við Snorra Stein stjórnarmann en ekki Halldór.
Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira