Sýndi áhorfendum fingurinn eftir leik Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 23:32 Medvedev var ekki sáttur með baul áhorfenda á meðan á leik stóð og kvartaði í dómara leiksins. Vísir/Getty Rússinn Daniil Medvedev er einn af sterkustu tennisleikurum heims. Í gær sýndi hann áhorfendum á móti í Frakklandi dónaskap eftir að baulað hafði verið á hann. Daniil Medvedev er í þriðja sæti heimslistans en hann vann meðal annars sigur á opna bandaríska meistaramótinu árið 2021. Medvedev er búsettur í Mónakó og talar reiprennandi frönsku. Það kom þó ekki í veg fyrir að áhorfendur á móti í París bauluðu duglega á Rússann í gær. Í öðru setti byrjuðu áhorfendur að hrópa nafn andstæðingsins Grigor Dimitrov frá Búlgaríu og baula hátt og snjallt á Medvedev. Medvedev var ekki sáttur og sagði við yfirdómarann að hann myndi hætta keppni ef baulið myndi halda áfram. Dimitrov fór að lokum með sigur af hólmi í leiknum. Á leið sinni til búningsherbergja sást þegar Medvedev lyfti löngutöng í átt að áhorfendum sem bauluðu duglega. Medvedev reaction after booed him in Paris-Bercy pic.twitter.com/TcNGyYBdfM— João Pinto (@joaopintoatp) November 1, 2023 „Nei nei, ég var bara að skoða neglurnar mínar. Af hverju ætti ég að sýna þessum frábæru áhorfendum fingurinn?“ sagði Medvedev á mjög svo kaldhæðnislegan hátt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem baulað er á Medvedev í Frakklandi. „Ég held að það sé ekki af þeirri ástæðu að við spilum í Frakklandi. Þetta snýst meira um á hvaða móti við erum að spila og hvaða hegðun ég sýni úti á vellinum. Ég á marga franska vini og margir þeirra eru ekki ánægðir með þeta mót. Kannski er ástæða fyrir því. Margir leikmenn vilja ekki spila hérna af þeirri ástæðu. Sjálfur lék ég miklu betur á þessu móti í faraldrinum þegar stúkurnar voru tómar,“ sagði Rússinn eftir leikinn í gær. Tennis Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sjá meira
Daniil Medvedev er í þriðja sæti heimslistans en hann vann meðal annars sigur á opna bandaríska meistaramótinu árið 2021. Medvedev er búsettur í Mónakó og talar reiprennandi frönsku. Það kom þó ekki í veg fyrir að áhorfendur á móti í París bauluðu duglega á Rússann í gær. Í öðru setti byrjuðu áhorfendur að hrópa nafn andstæðingsins Grigor Dimitrov frá Búlgaríu og baula hátt og snjallt á Medvedev. Medvedev var ekki sáttur og sagði við yfirdómarann að hann myndi hætta keppni ef baulið myndi halda áfram. Dimitrov fór að lokum með sigur af hólmi í leiknum. Á leið sinni til búningsherbergja sást þegar Medvedev lyfti löngutöng í átt að áhorfendum sem bauluðu duglega. Medvedev reaction after booed him in Paris-Bercy pic.twitter.com/TcNGyYBdfM— João Pinto (@joaopintoatp) November 1, 2023 „Nei nei, ég var bara að skoða neglurnar mínar. Af hverju ætti ég að sýna þessum frábæru áhorfendum fingurinn?“ sagði Medvedev á mjög svo kaldhæðnislegan hátt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem baulað er á Medvedev í Frakklandi. „Ég held að það sé ekki af þeirri ástæðu að við spilum í Frakklandi. Þetta snýst meira um á hvaða móti við erum að spila og hvaða hegðun ég sýni úti á vellinum. Ég á marga franska vini og margir þeirra eru ekki ánægðir með þeta mót. Kannski er ástæða fyrir því. Margir leikmenn vilja ekki spila hérna af þeirri ástæðu. Sjálfur lék ég miklu betur á þessu móti í faraldrinum þegar stúkurnar voru tómar,“ sagði Rússinn eftir leikinn í gær.
Tennis Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sjá meira