Styður héraðsdómur þjóðarmorð? Ástþór Magnússon skrifar 2. nóvember 2023 11:00 Í dag fer fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur sem snýst um hvort Íslenskt þjóðfélag sé svo gegnumsýrt af hernaðarhyggju að það teljist hér eðlilegt að ræna matarpeningum af einstaklingum sem eiga um sárt að binda vegna hernaðaraðgerða sem þeir eru ekki þátttakendur í eða geta haft nein áhrif á. Snýst um grundvallarmannréttindi Um er ræða þrjú hundruð dollara peningasendingu til einstaklings í landi sem Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint sem einræðisríki. Undir stjórn einræðisherra sem fyrrum utanríkisráðherra Íslands sagði “vega að þeim gildum sem við byggjum tilveru okkar á - grundvallarmannréttindum” Í hátíðisræðum vísa ráðamenn á að Ísland sé í fararbroddi í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. En hátíðarræðurnar virðast ekki eiga við þá sjálfa eða okkar litla Ísland þegar kemur að því að virða mannréttindi. Sömu stjórnmálaforingjar virðast telja það fullkomlega eðlilegt að hafa af sveltandi fólki matarpeninga m.a. greiðslu fyrir fjarvinnu í þágu Íslensks fyrirtækis. Heimavinnandi húsmóður refsað Heimavinnandi húsmóðir sem hefur engar tengingar við hernað eða stjórnmál, búsett í landi sem Íslenskir ráðamenn hafa sagt stríð á hendur og segja stjórnað af miskunnarlausum einræðisherra. Vilja Íslensk stjórnvöld refsa þessari húsmóður fyrir gjörðir einræðisherrans? Arionbanki tók við 300 bandaríkjadölum sem áttu að sendast til einstaklings í Rússlandi þann 4 apríl 2022. Átján mánuðum síðar hefur bankinn hvorki skilað greiðslunni til viðtakanda í Rússlandi né skilað peningum til sendanda á Íslandi. Íslandi stjórnað frá Bandaríkjunum Bankinn ber fyrir sig viðskiptaþvingunum bandaríkjanna og segist hvorki geta komið peningunum áfram né skilað þeim til baka, peningarnir séu fastir hjá viðskiptafélögum sínum, Bank of America. Peningana sendi Arionbanki til vesturs í stað austurs. Þann 8 apríl 2022 segir starfsmaður Arionbanka: “Greiðslan er örugglega stopp hjá Regluvörslu Bank of America því það er ekki búið að skuldfæra okkar reikning fyrir þessari greiðslu.” Samkvæmt þessu fóru peningarnir aldrei út af reikningi Arionbanka sem virðast einfaldlega hafa dregið að sér þessa fjármuni sveltandi einstaklings í Rússlandi. Ekki aðeins fjárdráttur, einnig þátttaka í þjóðarmorði gegn rússneskum almenningi. Glæpur gegn mannúð Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu geta ekki haft þau áhrif að verktakagreiðslum til almennra borgara í Rússlandi sé ekki komið til skila með þeim afleiðingum að óbreyttir borgarar kunni að svelta eða verða fyrir miklu óhagræði vegna þess. Sjá til hliðsjónar y-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018144.html Athygli starfsmanna bankans var vakin á þessu með tölvupósti 17 ágúst 2022: “Mín skoðun á þessu máli og skoðun flestra í Friði 2000 að stöðva svona litlar launagreiðslur til almennra borgara í Rússlandi sé þjóðarmorð og með því að taka þátt í þessu séuð þið að brjóta lög.” Hvað gerir Héraðsdómur? Eftir ítrekaðar tilraunir til að leysa úr málinu var Arionbanka stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í janúar 2022. Bankinn skilaði síðan greinagerð í málinu uppá fleiri blaðsíður af froðu og útúrsnúningum sem lýsir ótrúlegu missamræmi í starfsháttum bankans enda reynt að verja óverjanlegt og svívirðilegt athæfi bankans og þátttöku starfsmanna í þjóðarmorði. Áhugavert verður að fylgjast með hvort Héraðsdómur Reykjavíkur heldur uppi sama tvískinnungnum og stjórnvöld þegar kemur að baráttunni um mannréttindi fyrir alla jarðarbúa. Þetta mál snýst um að fá úrskurð um sjálfstæði Íslands í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. Mál nr. E-549/2023 Héraðsdómi Reykjavíkur Kl. 13:15 Dómsal 402 Höfundur er Stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Íslenskir bankar Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í dag fer fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur sem snýst um hvort Íslenskt þjóðfélag sé svo gegnumsýrt af hernaðarhyggju að það teljist hér eðlilegt að ræna matarpeningum af einstaklingum sem eiga um sárt að binda vegna hernaðaraðgerða sem þeir eru ekki þátttakendur í eða geta haft nein áhrif á. Snýst um grundvallarmannréttindi Um er ræða þrjú hundruð dollara peningasendingu til einstaklings í landi sem Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint sem einræðisríki. Undir stjórn einræðisherra sem fyrrum utanríkisráðherra Íslands sagði “vega að þeim gildum sem við byggjum tilveru okkar á - grundvallarmannréttindum” Í hátíðisræðum vísa ráðamenn á að Ísland sé í fararbroddi í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. En hátíðarræðurnar virðast ekki eiga við þá sjálfa eða okkar litla Ísland þegar kemur að því að virða mannréttindi. Sömu stjórnmálaforingjar virðast telja það fullkomlega eðlilegt að hafa af sveltandi fólki matarpeninga m.a. greiðslu fyrir fjarvinnu í þágu Íslensks fyrirtækis. Heimavinnandi húsmóður refsað Heimavinnandi húsmóðir sem hefur engar tengingar við hernað eða stjórnmál, búsett í landi sem Íslenskir ráðamenn hafa sagt stríð á hendur og segja stjórnað af miskunnarlausum einræðisherra. Vilja Íslensk stjórnvöld refsa þessari húsmóður fyrir gjörðir einræðisherrans? Arionbanki tók við 300 bandaríkjadölum sem áttu að sendast til einstaklings í Rússlandi þann 4 apríl 2022. Átján mánuðum síðar hefur bankinn hvorki skilað greiðslunni til viðtakanda í Rússlandi né skilað peningum til sendanda á Íslandi. Íslandi stjórnað frá Bandaríkjunum Bankinn ber fyrir sig viðskiptaþvingunum bandaríkjanna og segist hvorki geta komið peningunum áfram né skilað þeim til baka, peningarnir séu fastir hjá viðskiptafélögum sínum, Bank of America. Peningana sendi Arionbanki til vesturs í stað austurs. Þann 8 apríl 2022 segir starfsmaður Arionbanka: “Greiðslan er örugglega stopp hjá Regluvörslu Bank of America því það er ekki búið að skuldfæra okkar reikning fyrir þessari greiðslu.” Samkvæmt þessu fóru peningarnir aldrei út af reikningi Arionbanka sem virðast einfaldlega hafa dregið að sér þessa fjármuni sveltandi einstaklings í Rússlandi. Ekki aðeins fjárdráttur, einnig þátttaka í þjóðarmorði gegn rússneskum almenningi. Glæpur gegn mannúð Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu geta ekki haft þau áhrif að verktakagreiðslum til almennra borgara í Rússlandi sé ekki komið til skila með þeim afleiðingum að óbreyttir borgarar kunni að svelta eða verða fyrir miklu óhagræði vegna þess. Sjá til hliðsjónar y-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018144.html Athygli starfsmanna bankans var vakin á þessu með tölvupósti 17 ágúst 2022: “Mín skoðun á þessu máli og skoðun flestra í Friði 2000 að stöðva svona litlar launagreiðslur til almennra borgara í Rússlandi sé þjóðarmorð og með því að taka þátt í þessu séuð þið að brjóta lög.” Hvað gerir Héraðsdómur? Eftir ítrekaðar tilraunir til að leysa úr málinu var Arionbanka stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í janúar 2022. Bankinn skilaði síðan greinagerð í málinu uppá fleiri blaðsíður af froðu og útúrsnúningum sem lýsir ótrúlegu missamræmi í starfsháttum bankans enda reynt að verja óverjanlegt og svívirðilegt athæfi bankans og þátttöku starfsmanna í þjóðarmorði. Áhugavert verður að fylgjast með hvort Héraðsdómur Reykjavíkur heldur uppi sama tvískinnungnum og stjórnvöld þegar kemur að baráttunni um mannréttindi fyrir alla jarðarbúa. Þetta mál snýst um að fá úrskurð um sjálfstæði Íslands í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. Mál nr. E-549/2023 Héraðsdómi Reykjavíkur Kl. 13:15 Dómsal 402 Höfundur er Stofnandi Friðar 2000.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun