„Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 16:01 Arnar Pétursson stýrir hér leik með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, tilkynnti í gær hópinn sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í nóvember og desember. Íslenska liðið tekur þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn í tólf ár (Brasilía 2011) en liðið tók síðast þátt á stórmóti á EM í Serbíu 2012. Íslensku stelpurnar spila í D-riðli með Frakklandi, Slóveníu og Angóla. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Arnar valdi átján leikmenn í lokahóp sinn. Stefán Árni Pálsson fjallaði um liðsvalið í kvöldfréttum Stöðvar tvö og spurði Arnar út í þá ákvörðun sína að velja bara tvo markmenn í hópinn, þær Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og Hafdísi Renötudóttur. Oftast eru þrír markmenn valdir í landsliðshópa á stórmótum. „Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum. Við lítum á það þannig að það er stutt yfir til Noregs því við erum sem betur fer ekki að fara langt að þessu sinni. Við getum því brugðist við með mjög skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Arnar Pétursson. „Ég er búinn að ræða það við Söru Sif (Helgadóttur) að vera til taks hérna heima ef eitthvað kemur upp á. Hún kemur þá bara yfir mjög auðveldlega ef á þarf að halda,“ sagði Arnar. Íslenska liðið tekur þátt í æfingamóti í Noregi fyrir mótið og mætir þar meðal annars Angóla sem er með Íslandi í riðli. Arnar segist ekki hafa áhyggjur af því að sýna öll spilin gegn Angóla á því móti. „Við fengum boð í þetta mót og þær eru þarna. Í staðinn fyrir að fara í tvo æfingarleiki við Noreg-b þá tókum við þess ákvörðun þó að Angóla sé þarna. Ég held að við höfum bara mjög gott af því að fá alla þessa alvöru leiki sem við erum að fara út í og það sé gott skref á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Arnar. Arnar hlýtur samt ætla að passa sig á því að sýna Angólabúum ekki alla ásana í undirbúningsleiknum. „Við erum alveg búin að hugsa það hvernig við mætum þeim. Ég lít frekar á það þannig að við séum að fara inn í þetta mót og þessa undirbúningsleiki til að prufa og spila okkar leik eins vel og við getum,“ sagði Arnar. En á íslenska liðið möguleika á því að komast upp úr þessum riðli? „Auðvitað er alltaf möguleiki en til þess þurfum við að ná góðum úrslitum á móti Frökkum, Slóvenum eða Angóla. Fyrir fram eru þessar þjóðir töluvert sterkari en við,“ sagði Arnar en það má sjá fréttina hér fyrir ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Íslenska liðið tekur þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn í tólf ár (Brasilía 2011) en liðið tók síðast þátt á stórmóti á EM í Serbíu 2012. Íslensku stelpurnar spila í D-riðli með Frakklandi, Slóveníu og Angóla. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Arnar valdi átján leikmenn í lokahóp sinn. Stefán Árni Pálsson fjallaði um liðsvalið í kvöldfréttum Stöðvar tvö og spurði Arnar út í þá ákvörðun sína að velja bara tvo markmenn í hópinn, þær Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og Hafdísi Renötudóttur. Oftast eru þrír markmenn valdir í landsliðshópa á stórmótum. „Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum. Við lítum á það þannig að það er stutt yfir til Noregs því við erum sem betur fer ekki að fara langt að þessu sinni. Við getum því brugðist við með mjög skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Arnar Pétursson. „Ég er búinn að ræða það við Söru Sif (Helgadóttur) að vera til taks hérna heima ef eitthvað kemur upp á. Hún kemur þá bara yfir mjög auðveldlega ef á þarf að halda,“ sagði Arnar. Íslenska liðið tekur þátt í æfingamóti í Noregi fyrir mótið og mætir þar meðal annars Angóla sem er með Íslandi í riðli. Arnar segist ekki hafa áhyggjur af því að sýna öll spilin gegn Angóla á því móti. „Við fengum boð í þetta mót og þær eru þarna. Í staðinn fyrir að fara í tvo æfingarleiki við Noreg-b þá tókum við þess ákvörðun þó að Angóla sé þarna. Ég held að við höfum bara mjög gott af því að fá alla þessa alvöru leiki sem við erum að fara út í og það sé gott skref á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Arnar. Arnar hlýtur samt ætla að passa sig á því að sýna Angólabúum ekki alla ásana í undirbúningsleiknum. „Við erum alveg búin að hugsa það hvernig við mætum þeim. Ég lít frekar á það þannig að við séum að fara inn í þetta mót og þessa undirbúningsleiki til að prufa og spila okkar leik eins vel og við getum,“ sagði Arnar. En á íslenska liðið möguleika á því að komast upp úr þessum riðli? „Auðvitað er alltaf möguleiki en til þess þurfum við að ná góðum úrslitum á móti Frökkum, Slóvenum eða Angóla. Fyrir fram eru þessar þjóðir töluvert sterkari en við,“ sagði Arnar en það má sjá fréttina hér fyrir ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira