Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Oddur Ævar Gunnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. nóvember 2023 11:31 Íbúi í blokkinni sá mann færðan í sjúkrabíl í nótt á meðan tveir ungir fáklæddir karlmenn fylgdust með. Vísir/Vilhelm Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að tilkynning hafi borist um málið klukkan 04:54 í nótt. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir árásina hafa átt sér stað utanhúss. Samkvæmt heimildum fréttastofu var árásin fyrir utan fjölbýlishús við Silfratjörn í austurhluta Úlfarsárdals. Blóðbletti má sjá við innganginn á húsinu við Silfratjörn.Vísir/Berghildur „Þar var skotið á karlmann við hús í hverfinu og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Líðan mannsins er eftir atvikum, en hann er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn fór af vettvangi og er hans leitað,“ segir í tilkynningu lögreglu. Grímur segir líðan mannsins góða eftir atvikum. Lögregla leiti allra leiða til að hafa uppi á þeim sem þarna komu við sögu. Nokkrum skotum var hleypt af Rannsóknin er sögð á frumstigi og því ekki með öllu ljóst hvað hafi búið að baki árásinni. Grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Grímur segir ekki mikla áhættu fyrir almenning vegna þess að átökin tengist útistöðum hópanna. Grímur Grímsson er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Vísir/ARnar „Fyrir liggur að nokkrum skotum var hleypt af á vettvangi og hafnaði eitt þeirra í manninum eins og áður sagði. Annað skot hafnaði enn fremur í íbúð fólks, sem er með öllu ótengt málinu.“ Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Hér má sjá blóðslettur í anddyrinu.vísir/berghildur „Um er að ræða tímann frá miðnætti í gærkvöld og til klukkan sjö i morgun, en í þágu rannsóknarinnar er verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra eru með mikinn viðbúnað vegna málsins.“ Kennarar hvattir til að hlúa að börnum Tölvupóstur var sendur í morgun á starfsfólk í Dalskóla í Úlfarsárdal vegna árásarinnar og hefur fréttastofa póstinn undir höndum. Þar segir að árásin hafi átt sér stað í fjölbýlishúsi. „Elsku starfsfólk. Í morgun varð skotárás í einni af blokkinni í hverfinu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli, sáu sjúkrabíla, löggubíla og blóð á vettvangi,“ segir í tölvupóstinum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. „Börnin eru mörg hver í uppnámi og ræða þennan atburð sín á milli. Nokkur hafa talað um að sá sem var skotinn væri dáinn. Við þurfum að hlúa vel að börnunum og ef barn er mjög óttaslegið hafið þá samband heim og látið vita.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mátti sjá blóðför bæði innanhúss og utan í morgun. Dæmi eru um að börn hafi vaknað við lætin í nótt og vakið foreldra sína. Einn íbúi hússins sá tvo unga karlmenn á nærfötum utandyra á meðan einn var fluttur um borð í sjúkrabíl. Tilkynning lögreglu klukkan 11:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 4.54. Þar var skotið á karlmann við hús í hverfinu og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Líðan mannsins er eftir atvikum, en hann er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn fór af vettvangi og er hans leitað. Rannsóknin er á frumstigi og því er ekki með öllu ljóst hvað bjó að baki árásinni, en grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Fyrir liggur að nokkrum skotum var hleypt af á vettvangi og hafnaði eitt þeirra í manninum eins og áður sagði. Annað skot hafnaði enn fremur í íbúð fólks, sem er með öllu ótengt málinu. Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Um er að ræða tímann frá miðnætti í gærkvöld og til klukkan sjö i morgun, en í þágu rannsóknarinnar er verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra eru með mikinn viðbúnað vegna málsins og svo verður áfram, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Fréttin var uppfærð með tilkynningu lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42 Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að tilkynning hafi borist um málið klukkan 04:54 í nótt. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir árásina hafa átt sér stað utanhúss. Samkvæmt heimildum fréttastofu var árásin fyrir utan fjölbýlishús við Silfratjörn í austurhluta Úlfarsárdals. Blóðbletti má sjá við innganginn á húsinu við Silfratjörn.Vísir/Berghildur „Þar var skotið á karlmann við hús í hverfinu og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Líðan mannsins er eftir atvikum, en hann er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn fór af vettvangi og er hans leitað,“ segir í tilkynningu lögreglu. Grímur segir líðan mannsins góða eftir atvikum. Lögregla leiti allra leiða til að hafa uppi á þeim sem þarna komu við sögu. Nokkrum skotum var hleypt af Rannsóknin er sögð á frumstigi og því ekki með öllu ljóst hvað hafi búið að baki árásinni. Grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Grímur segir ekki mikla áhættu fyrir almenning vegna þess að átökin tengist útistöðum hópanna. Grímur Grímsson er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Vísir/ARnar „Fyrir liggur að nokkrum skotum var hleypt af á vettvangi og hafnaði eitt þeirra í manninum eins og áður sagði. Annað skot hafnaði enn fremur í íbúð fólks, sem er með öllu ótengt málinu.“ Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Hér má sjá blóðslettur í anddyrinu.vísir/berghildur „Um er að ræða tímann frá miðnætti í gærkvöld og til klukkan sjö i morgun, en í þágu rannsóknarinnar er verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra eru með mikinn viðbúnað vegna málsins.“ Kennarar hvattir til að hlúa að börnum Tölvupóstur var sendur í morgun á starfsfólk í Dalskóla í Úlfarsárdal vegna árásarinnar og hefur fréttastofa póstinn undir höndum. Þar segir að árásin hafi átt sér stað í fjölbýlishúsi. „Elsku starfsfólk. Í morgun varð skotárás í einni af blokkinni í hverfinu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli, sáu sjúkrabíla, löggubíla og blóð á vettvangi,“ segir í tölvupóstinum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. „Börnin eru mörg hver í uppnámi og ræða þennan atburð sín á milli. Nokkur hafa talað um að sá sem var skotinn væri dáinn. Við þurfum að hlúa vel að börnunum og ef barn er mjög óttaslegið hafið þá samband heim og látið vita.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mátti sjá blóðför bæði innanhúss og utan í morgun. Dæmi eru um að börn hafi vaknað við lætin í nótt og vakið foreldra sína. Einn íbúi hússins sá tvo unga karlmenn á nærfötum utandyra á meðan einn var fluttur um borð í sjúkrabíl. Tilkynning lögreglu klukkan 11:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 4.54. Þar var skotið á karlmann við hús í hverfinu og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Líðan mannsins er eftir atvikum, en hann er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn fór af vettvangi og er hans leitað. Rannsóknin er á frumstigi og því er ekki með öllu ljóst hvað bjó að baki árásinni, en grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Fyrir liggur að nokkrum skotum var hleypt af á vettvangi og hafnaði eitt þeirra í manninum eins og áður sagði. Annað skot hafnaði enn fremur í íbúð fólks, sem er með öllu ótengt málinu. Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Um er að ræða tímann frá miðnætti í gærkvöld og til klukkan sjö i morgun, en í þágu rannsóknarinnar er verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra eru með mikinn viðbúnað vegna málsins og svo verður áfram, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Fréttin var uppfærð með tilkynningu lögreglu.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 4.54. Þar var skotið á karlmann við hús í hverfinu og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Líðan mannsins er eftir atvikum, en hann er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn fór af vettvangi og er hans leitað. Rannsóknin er á frumstigi og því er ekki með öllu ljóst hvað bjó að baki árásinni, en grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Fyrir liggur að nokkrum skotum var hleypt af á vettvangi og hafnaði eitt þeirra í manninum eins og áður sagði. Annað skot hafnaði enn fremur í íbúð fólks, sem er með öllu ótengt málinu. Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Um er að ræða tímann frá miðnætti í gærkvöld og til klukkan sjö i morgun, en í þágu rannsóknarinnar er verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra eru með mikinn viðbúnað vegna málsins og svo verður áfram, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42 Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2. nóvember 2023 10:42
Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2. nóvember 2023 06:28