Slysin vaxtaverkir: Innviðirnir vandamálið en ekki hlaupahjólin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 12:54 Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðsend Holur, þverhníptir kantar og umferðaskilti á gangstéttum skapa ökumönnum rafhlaupahjóla óöruggt umhverfi, segir formaður Samtaka um bíllausan lífstíl. Á þéttari svæðum eigi að skilgreina hvar hjólin megi vera en há slysatíðni sé hluti af vaxtaverkjum. Fjórðungur alvarlegra slysa á síðasta ári varð á rafhlaupahjólum og í sumar leituðu um tveir til þrír á hverjum degi á bráðamóttöku vegna slysa á hjólunum. Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, segist harma öll slys. Mikilvægt sé að fækka þeim en hins vegar sé samgöngumátinn nýr og hann telur að fólk muni læra betur á hann. Bílslysum hafi til að mynda fækkað verulega þrátt fyrir að bílum hafi ekki fækkað. „Þannig að ég held að þetta séu vaxtaverkir sem munu á endanum rétta sig af og að slysatíðni muni lækka,“ segir Sindri. Í könnun Maskínu sagðist meirihluti aðspurðra vilja einhvers konar takmarkanir á notkun rafhlaupahjóla, til að mynda vill fjórðungur að leiguhjól séu ekki í boði á nóttunni. Sindri segist ekki sammála því. „Við getum alveg eins haft þau aðgengileg á nóttunni fyrir þau sem geta notað þau. Fólk metur þá hvort það sé í standi til að aka þessum hlaupahjólum eða ekki. Ég held að stærra vandamálið sé, eins og staðan er í dag, innviðir fyrir þennan samgöngumáta. Eins og fyrir mig, sem kom á hlaupahjóli í vinnuna í morgun, þekki ég þennan raunveruleika. Það eru holur í gangstéttum, þverhníptir kantar hér og þar og gönguljós og umferðarskilti á miðjum gangstéttum. Þannig þetta er ekki mjög öruggt umhverfi fyrir hlaupahjólin. Auðvitað þyrfti að bæta þetta fyrst til að gera hlaupahjólin öruggari.“ Þrátt fyrir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið ágætt starf í að fjölga hjólreiðastígum þurfi að gera enn betur. „Mér finnst allt skipulag samgangna hafa verið svo miðað út frá bílnum að þessir hlutir hafa gleymst. Þurfum að átta okkur á því að við þurfum að búa til pláss fyrir alla. Bæði gangandi, hjólandi og hlaupahjól. Ef það er ekki til staðar er fólk ekki að fara hætta nota þá, heldur að nota þá í óöruggu umhverfi,“ segir Sindri. Einnig mætti skilgreina hvar hlaupahjólin megi vera og hvar þeim megi leggja. „Ég held að þau sem hafa hjólað Laugaveginn eftir að það varð göngugata hafi áttað sig á því að þar ekki mikil ástæða fyrir mann að vera á hlaupahjóli,“ segir Sindri. „Ég þeirrar skoðunar að það ætti í þéttari svæðum, þar sem það er meiri tengsl milli allra ferðamáta, eins og í miðbænum og í kjörnum hér, að það mætti skilgreina betur hvar hjólin eiga að vera.“ Brotið almenningssamgöngukerfi Eigi að auka væri annarra ferðamáta en bílsins þurfi að leggja raunverulega áherslu á það. „Ef það væri fyrsta flokks hjólreiðastígskerfi hér og almenningssamgöngur held ég að fólk myndi ekki nota hjólin jafn mikið en á meðan við erum með svona brotið almennigsamgöngukerfi og hjólreiðastígakerfi held ég að það sé ekki lausnin að banna rafhlaupahjólin í von um að fólk velji sér aðra ferðamáta.“ Rafhlaupahjól Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Fjórðungur alvarlegra slysa á síðasta ári varð á rafhlaupahjólum og í sumar leituðu um tveir til þrír á hverjum degi á bráðamóttöku vegna slysa á hjólunum. Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, segist harma öll slys. Mikilvægt sé að fækka þeim en hins vegar sé samgöngumátinn nýr og hann telur að fólk muni læra betur á hann. Bílslysum hafi til að mynda fækkað verulega þrátt fyrir að bílum hafi ekki fækkað. „Þannig að ég held að þetta séu vaxtaverkir sem munu á endanum rétta sig af og að slysatíðni muni lækka,“ segir Sindri. Í könnun Maskínu sagðist meirihluti aðspurðra vilja einhvers konar takmarkanir á notkun rafhlaupahjóla, til að mynda vill fjórðungur að leiguhjól séu ekki í boði á nóttunni. Sindri segist ekki sammála því. „Við getum alveg eins haft þau aðgengileg á nóttunni fyrir þau sem geta notað þau. Fólk metur þá hvort það sé í standi til að aka þessum hlaupahjólum eða ekki. Ég held að stærra vandamálið sé, eins og staðan er í dag, innviðir fyrir þennan samgöngumáta. Eins og fyrir mig, sem kom á hlaupahjóli í vinnuna í morgun, þekki ég þennan raunveruleika. Það eru holur í gangstéttum, þverhníptir kantar hér og þar og gönguljós og umferðarskilti á miðjum gangstéttum. Þannig þetta er ekki mjög öruggt umhverfi fyrir hlaupahjólin. Auðvitað þyrfti að bæta þetta fyrst til að gera hlaupahjólin öruggari.“ Þrátt fyrir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið ágætt starf í að fjölga hjólreiðastígum þurfi að gera enn betur. „Mér finnst allt skipulag samgangna hafa verið svo miðað út frá bílnum að þessir hlutir hafa gleymst. Þurfum að átta okkur á því að við þurfum að búa til pláss fyrir alla. Bæði gangandi, hjólandi og hlaupahjól. Ef það er ekki til staðar er fólk ekki að fara hætta nota þá, heldur að nota þá í óöruggu umhverfi,“ segir Sindri. Einnig mætti skilgreina hvar hlaupahjólin megi vera og hvar þeim megi leggja. „Ég held að þau sem hafa hjólað Laugaveginn eftir að það varð göngugata hafi áttað sig á því að þar ekki mikil ástæða fyrir mann að vera á hlaupahjóli,“ segir Sindri. „Ég þeirrar skoðunar að það ætti í þéttari svæðum, þar sem það er meiri tengsl milli allra ferðamáta, eins og í miðbænum og í kjörnum hér, að það mætti skilgreina betur hvar hjólin eiga að vera.“ Brotið almenningssamgöngukerfi Eigi að auka væri annarra ferðamáta en bílsins þurfi að leggja raunverulega áherslu á það. „Ef það væri fyrsta flokks hjólreiðastígskerfi hér og almenningssamgöngur held ég að fólk myndi ekki nota hjólin jafn mikið en á meðan við erum með svona brotið almennigsamgöngukerfi og hjólreiðastígakerfi held ég að það sé ekki lausnin að banna rafhlaupahjólin í von um að fólk velji sér aðra ferðamáta.“
Rafhlaupahjól Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira