Sporhundurinn Alma kominn til starfa Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2023 23:18 Þórir þjálfari og Alma. Þjálfunin tekur um tvö ár. Vísir/Arnar Björgunarsveit Hafnarfjarðar fékk nýlega til liðs við sig sporhundinn Ölmu. Björgunarsveitin hefur verið með sporhunda síðan 1962 Alma er aðeins níu mánaða og telst því enn vera hvolpur. Hún hefur þjálfun sína í næstu viku og lýkur henni eftir um tvö ár. „Núna erum við með hana í umhverfisþjálfun, að þora að vera innan um farartæki og fólk. Svo þegar við byrjum á sporunum sem slíkum gengur þetta út á að láta hana spora og tengja saman lykt frá þeim týnda, við sporið,“ segir Þórir Sigurhansson sporhundaþjálfari hjá björgunarsveitinni. Þórir segir góðan árangur af notkun slíkra hunda við leit. Oft rammi þeir inn svæðið sem gott er að leita á. „Við reynum yfirleitt að byrja með þær ungar og hafa þær þannig að þær komi til landsins ekkert þjálfaðar. Þannig getum við mótað þær eftir okkar eigin höfði.“ Þórir segir hundana nýtast í allt að tíu ár í vinnu en búi áfram hjá björgunarsveitinni eftir það. Þau haldi áfram að sjá um hundana og haldi þeim í þjálfun. „Það er mjög stutt vinnuævi hjá þeim. Í kringum tíu ára aldur höfum við verið að gefa þeim lífeyri.“ Þórir segir alla hunda sem björgunarsveitin hafi verið með hafa verið innflutta, og alla nema einn vera tíkur. Eins og stendur er sveitin með þrjá hunda í vinnu. Alma á eftir að bæta á sig vöðva á meðan þjálfunin fer fram. Vísir/Arnar „Við erum sem sagt með einn sem er rúmlega sjö ára og kominn á seinni stigin. Við erum með eina sem er þriggja ára sem er okkar aðalhundur og svo erum við með hana Ölmu sem á að taka við í framtíðinni.“ Verkefnin eru fjölbreytt hjá hundunum en felast aðallega í því að leita að fólki. Stundum aðstoða þeir þó einnig við verkefni hjá lögreglunni. En fá þeir einhvern tímann frí, svona vinnuhundar? „Nei, þetta er þeirra líf. Þær eru fluttar inn í þetta. Ég er í fullu starfi við að sinna þessum hundum. Bæði að þær fái nóg af hreyfingu, þjálfun til að geta svarað ótrúlega ólíkum verkefnum sem við fáum.“ Björgunarsveitir Hundar Dýr Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Alma er aðeins níu mánaða og telst því enn vera hvolpur. Hún hefur þjálfun sína í næstu viku og lýkur henni eftir um tvö ár. „Núna erum við með hana í umhverfisþjálfun, að þora að vera innan um farartæki og fólk. Svo þegar við byrjum á sporunum sem slíkum gengur þetta út á að láta hana spora og tengja saman lykt frá þeim týnda, við sporið,“ segir Þórir Sigurhansson sporhundaþjálfari hjá björgunarsveitinni. Þórir segir góðan árangur af notkun slíkra hunda við leit. Oft rammi þeir inn svæðið sem gott er að leita á. „Við reynum yfirleitt að byrja með þær ungar og hafa þær þannig að þær komi til landsins ekkert þjálfaðar. Þannig getum við mótað þær eftir okkar eigin höfði.“ Þórir segir hundana nýtast í allt að tíu ár í vinnu en búi áfram hjá björgunarsveitinni eftir það. Þau haldi áfram að sjá um hundana og haldi þeim í þjálfun. „Það er mjög stutt vinnuævi hjá þeim. Í kringum tíu ára aldur höfum við verið að gefa þeim lífeyri.“ Þórir segir alla hunda sem björgunarsveitin hafi verið með hafa verið innflutta, og alla nema einn vera tíkur. Eins og stendur er sveitin með þrjá hunda í vinnu. Alma á eftir að bæta á sig vöðva á meðan þjálfunin fer fram. Vísir/Arnar „Við erum sem sagt með einn sem er rúmlega sjö ára og kominn á seinni stigin. Við erum með eina sem er þriggja ára sem er okkar aðalhundur og svo erum við með hana Ölmu sem á að taka við í framtíðinni.“ Verkefnin eru fjölbreytt hjá hundunum en felast aðallega í því að leita að fólki. Stundum aðstoða þeir þó einnig við verkefni hjá lögreglunni. En fá þeir einhvern tímann frí, svona vinnuhundar? „Nei, þetta er þeirra líf. Þær eru fluttar inn í þetta. Ég er í fullu starfi við að sinna þessum hundum. Bæði að þær fái nóg af hreyfingu, þjálfun til að geta svarað ótrúlega ólíkum verkefnum sem við fáum.“
Björgunarsveitir Hundar Dýr Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40