Davíð loksins á Bessastaði eftir langa bið Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2023 11:53 Davíð fór ásamt fríðu föruneyti til fundar við forseta Íslands og eftir því sem Vísir kemst næst fór ágætlega á með þeim Guðna við þetta tækifæri sem var að fagna því að Morgunblaðið er nú 110 ára gamalt. forseti íslands Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fór ásamt fríðu föruneyti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Tilefnið var 110 ára afmæli Morgunblaðsins. En með Davíð voru þeir Haraldur Johannessen, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, Sigurbjörn Magnússon, formaður útgáfustjórnar, og Magnús Kristjánsson auglýsingastjóri. Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu forsetans var rætt vítt og breytt staða fjölmiðla að fornu og nýju í íslensku samfélagi og framtíðarhorfur í þeim efnum. „Einnig var rætt um ýmsa þætti í íslenskri stjórnskipun og atvik í sögu forsetaembættisins.“ Davíð hefur í gegnum tíðina eldað grátt silfur við forseta Íslands. Honum til hrellingar var Ólafur Ragnar Grímsson, hans helsti pólitíski andstæðingur á þingi þegar hann var forsætisráðherra, kosinn forseti 1996 en skömmu áður hafði Ólafur Ragnar látið fleyg orð falla um Davíð á þingi: „Ég hélt satt að segja ekki og vona, að mér fyrirgefist, að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inní hæstvirtum forsætisráðherra.“ Ólafur Ragnar Grímsson háði marga hildi við Davíð.Stöð 2/Arnar Ólafur Ragnar lét ekki þar við sitja heldur virkjaði 26. grein stjórnarskrárinnar, staf sem margir töldu dauðan og neitaði að samþykkja umdeild fjölmiðlalög Davíðs 2004. Afskiptum Davíðs af forsetaembættinu var ekki lokið því árið 2016 bauð hann sig sjálfan fram til forsetaembættisins. Í sjónvarpskappræðum ákvað Davíð að sókn væri besta vörnin og veittist harkalega að Guðna og vildi fátt annað ræða en Icesave-samninginn. Að Guðni hafi verið hlynntur því að „greiða upp skuldir óreiðumanna,“ sem var frasi sem Davíð kom á flot í Icesavedeilunni og virkaði vel. „Hefur þú enga sómakennd?,“ spurði Guðni á móti. „Ég hef ekki talað um kollvörpun stjórnarskrárinnar. Ég hef talað um endurbætur. Leyfum fólkinu að ráða. Forseti hefur ekki neitt með þetta að segja.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Davíð fer á Bessastaði eftir að þessi köpuryrði flugu en engum sögum fer af því að þeir Guðni hafi tekið upp Icesave-þráðinn. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Tilefnið var 110 ára afmæli Morgunblaðsins. En með Davíð voru þeir Haraldur Johannessen, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, Sigurbjörn Magnússon, formaður útgáfustjórnar, og Magnús Kristjánsson auglýsingastjóri. Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu forsetans var rætt vítt og breytt staða fjölmiðla að fornu og nýju í íslensku samfélagi og framtíðarhorfur í þeim efnum. „Einnig var rætt um ýmsa þætti í íslenskri stjórnskipun og atvik í sögu forsetaembættisins.“ Davíð hefur í gegnum tíðina eldað grátt silfur við forseta Íslands. Honum til hrellingar var Ólafur Ragnar Grímsson, hans helsti pólitíski andstæðingur á þingi þegar hann var forsætisráðherra, kosinn forseti 1996 en skömmu áður hafði Ólafur Ragnar látið fleyg orð falla um Davíð á þingi: „Ég hélt satt að segja ekki og vona, að mér fyrirgefist, að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inní hæstvirtum forsætisráðherra.“ Ólafur Ragnar Grímsson háði marga hildi við Davíð.Stöð 2/Arnar Ólafur Ragnar lét ekki þar við sitja heldur virkjaði 26. grein stjórnarskrárinnar, staf sem margir töldu dauðan og neitaði að samþykkja umdeild fjölmiðlalög Davíðs 2004. Afskiptum Davíðs af forsetaembættinu var ekki lokið því árið 2016 bauð hann sig sjálfan fram til forsetaembættisins. Í sjónvarpskappræðum ákvað Davíð að sókn væri besta vörnin og veittist harkalega að Guðna og vildi fátt annað ræða en Icesave-samninginn. Að Guðni hafi verið hlynntur því að „greiða upp skuldir óreiðumanna,“ sem var frasi sem Davíð kom á flot í Icesavedeilunni og virkaði vel. „Hefur þú enga sómakennd?,“ spurði Guðni á móti. „Ég hef ekki talað um kollvörpun stjórnarskrárinnar. Ég hef talað um endurbætur. Leyfum fólkinu að ráða. Forseti hefur ekki neitt með þetta að segja.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Davíð fer á Bessastaði eftir að þessi köpuryrði flugu en engum sögum fer af því að þeir Guðni hafi tekið upp Icesave-þráðinn.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira