„Við verðum að nýta tímann vel“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 16:01 Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnússon Vísir/Einar Íslenski atvinnumaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnússon, er kominn aftur á fullt skrið í boltanum eftir smá meiðslatímabil og nálgast nú hraðbyri toppform. Hann verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í kvöld þegar að liðið leikur sinn fyrsta leik undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Snorra Steins Guðjónssonar gegn Færeyjum. Aðspurður hvort greina mætti einhverjar áherslubreytingar hjá landsliðinu með tilkomu Snorra Steins þessa fyrstu daga sem liðið hefur æft saman undir hans stjórn hafði Ómar Ingi þetta að segja: „Það eiga sér náttúrulega alltaf stað einhverjar áherslubreytingar þegar að þjálfarabreytingar verða hjá liðum. Íslenska landsliðið er ekki undanskilið því. Okkar leikur verður hins vegar ekkert eitthvað svart og hvítt miðað við áður. Við viljum bara gera betur á öllum sviðum. Ég tel okkur geta náð því.“ Honum lýst vel á nýja þjálfarann. „Mjög vel. Ég er mjög jákvæður fyrir þessu og hlakka til að spila leikina um helgina sem og að fara á Evrópumótið í janúar. Þetta verður mjög spennandi.“ Eins og fyrr sagði er Ómar Ingi byrjaður að spila aftur reglulega eftir að hafa glímt við meiðsli. Hann er orðinn góður af meiðslunum og vinnur nú í því að komast aftur í sitt besta form. „Ég er bara orðinn góður og líður vel. Formið er svona að koma til baka hægt og rólega. Verður betra með hverjum deginum sem líður. Því meira sem ég spila því betra verður það. Vonandi verð ég bara kominn í mitt besta form í janúar.“ Íslenska landsliðið á ekki marga daga saman fram að Evrópumótinu í Þýskalandi og því er hver dagur sem liðið er saman gríðarlega mikilvægur. „Það er alltaf lítill tími sem maður hefur í undirbúning þegar kemur að landsliðinu. Núna fáum við fjórar æfingar saman þar sem við höfum þurft að fara yfir ákveðin atriði. Við höfum gert það vel. Það er alltaf sama klisjan í kringum landsliðsverkefnin, við verðum að nýta tímann vel. Þessir æfingarleikir sem við eigum fram að EM eru mikilvægir. Við verðum að nýta þetta vel, gera þetta vel.“ Hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu í leiknum gegn Færeyjum í kvöld? „Við þurfum góða spilamennsku í öllu þáttum okkar leiks. Vörn, hraðaupphlaupum, sókn og markvörslu. Við þurfum allir að vera á sömu blaðsíðunni, spila saman sem lið og halda uppi góðri orku. Með því kemur góð frammistaða.“ Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Aðspurður hvort greina mætti einhverjar áherslubreytingar hjá landsliðinu með tilkomu Snorra Steins þessa fyrstu daga sem liðið hefur æft saman undir hans stjórn hafði Ómar Ingi þetta að segja: „Það eiga sér náttúrulega alltaf stað einhverjar áherslubreytingar þegar að þjálfarabreytingar verða hjá liðum. Íslenska landsliðið er ekki undanskilið því. Okkar leikur verður hins vegar ekkert eitthvað svart og hvítt miðað við áður. Við viljum bara gera betur á öllum sviðum. Ég tel okkur geta náð því.“ Honum lýst vel á nýja þjálfarann. „Mjög vel. Ég er mjög jákvæður fyrir þessu og hlakka til að spila leikina um helgina sem og að fara á Evrópumótið í janúar. Þetta verður mjög spennandi.“ Eins og fyrr sagði er Ómar Ingi byrjaður að spila aftur reglulega eftir að hafa glímt við meiðsli. Hann er orðinn góður af meiðslunum og vinnur nú í því að komast aftur í sitt besta form. „Ég er bara orðinn góður og líður vel. Formið er svona að koma til baka hægt og rólega. Verður betra með hverjum deginum sem líður. Því meira sem ég spila því betra verður það. Vonandi verð ég bara kominn í mitt besta form í janúar.“ Íslenska landsliðið á ekki marga daga saman fram að Evrópumótinu í Þýskalandi og því er hver dagur sem liðið er saman gríðarlega mikilvægur. „Það er alltaf lítill tími sem maður hefur í undirbúning þegar kemur að landsliðinu. Núna fáum við fjórar æfingar saman þar sem við höfum þurft að fara yfir ákveðin atriði. Við höfum gert það vel. Það er alltaf sama klisjan í kringum landsliðsverkefnin, við verðum að nýta tímann vel. Þessir æfingarleikir sem við eigum fram að EM eru mikilvægir. Við verðum að nýta þetta vel, gera þetta vel.“ Hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu í leiknum gegn Færeyjum í kvöld? „Við þurfum góða spilamennsku í öllu þáttum okkar leiks. Vörn, hraðaupphlaupum, sókn og markvörslu. Við þurfum allir að vera á sömu blaðsíðunni, spila saman sem lið og halda uppi góðri orku. Með því kemur góð frammistaða.“
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira