Rannsaka hvort Tonali hafi brotið veðmálareglur eftir að hann fór til Newcastle Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. nóvember 2023 17:45 Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú hvort Sandro Tonali hafi haldið áfram að brjóta veðmálareglur eftir að hann gekk í raðir Newcastle frá AC Milan. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Enska knattspyrnusambandið, FA, rannsakar nú hvort Sandro Tonali, leikmaður Newcastle, hafi brotið veðmálareglur eftir að hann gekk í raðir liðsins frá AC Milan í sumar. Tonali gekk í raðir Newcastle frá AC Milan í sumar og hafði aðeins leikið tólf leiki fyrir enska úrvalsdeildarfélagið þegar hann var fundinn sekur um brot á veðmálareglum og í kjlfarið dæmdur í tíu mánaða bann frá knattspyrnuiðkun af ítalska knattspyrnusambandinu. Stuttu síðar var bannið svo staðfest af FIFA og Tonali mun því ekki leika með Newcastle á ný fyrr en á næsta tímabili. Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú hvort Tonali hafi einnig brotið veðmálareglur eftir að hann gekk í raðir Newcastle frá ítalska stórveldinu, en Newcastle greiddi um 55 milljónir punda fyrir leikmanninn í júlí á þessu ári. Þá segir Dan Ashworth, yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcaslte, að félagið geti ekki gert sér grein fyrir því að svo stöddu hvort forráðamenn AC Milan hafi vitað af brotum Tonali þegar hann var keyptur í sumar. „Það er erfitt fyrir mig að fara út í það hvað önnur félög vita og vita ekki,“ sagði Ashworth í samtali við BBC. „Það eina sem við getum gert er að skoða okkar eigin rannsókn á málinu innanhúss. Þetta er mjög erfið spurning fyrir mig því ég einfaldlega veit það ekki.“ „Þetta kom okkur auðvitað í opna skjöldu og við vorum mjög hissa. Að eiga við þetta er nýtt fyrir okkur öllum. Þetta kom upp úr þurru.“ Þá hefur BBC einnig sent fyrirspurn til forráðamanna AC Milan þar sem þeir eru spurðir út í það hvort þeir hafi vitað af brotum leikmannsins, en ekkert svar hefur borist. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Tonali gekk í raðir Newcastle frá AC Milan í sumar og hafði aðeins leikið tólf leiki fyrir enska úrvalsdeildarfélagið þegar hann var fundinn sekur um brot á veðmálareglum og í kjlfarið dæmdur í tíu mánaða bann frá knattspyrnuiðkun af ítalska knattspyrnusambandinu. Stuttu síðar var bannið svo staðfest af FIFA og Tonali mun því ekki leika með Newcastle á ný fyrr en á næsta tímabili. Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú hvort Tonali hafi einnig brotið veðmálareglur eftir að hann gekk í raðir Newcastle frá ítalska stórveldinu, en Newcastle greiddi um 55 milljónir punda fyrir leikmanninn í júlí á þessu ári. Þá segir Dan Ashworth, yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcaslte, að félagið geti ekki gert sér grein fyrir því að svo stöddu hvort forráðamenn AC Milan hafi vitað af brotum Tonali þegar hann var keyptur í sumar. „Það er erfitt fyrir mig að fara út í það hvað önnur félög vita og vita ekki,“ sagði Ashworth í samtali við BBC. „Það eina sem við getum gert er að skoða okkar eigin rannsókn á málinu innanhúss. Þetta er mjög erfið spurning fyrir mig því ég einfaldlega veit það ekki.“ „Þetta kom okkur auðvitað í opna skjöldu og við vorum mjög hissa. Að eiga við þetta er nýtt fyrir okkur öllum. Þetta kom upp úr þurru.“ Þá hefur BBC einnig sent fyrirspurn til forráðamanna AC Milan þar sem þeir eru spurðir út í það hvort þeir hafi vitað af brotum leikmannsins, en ekkert svar hefur borist.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira