Sjáðu myndirnar frá fyrsta sigri Snorra Steins sem landsliðsþjálfari
Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan sigur í gær.Vísir/Hulda Margrét
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan 15 marka sigur er liðið tók á móti Færeyingum í vináttulandsleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Lokatölur 39-24, en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar.
Eins og gefur að skilja var mikil eftirvænting fyrir fyrsta leik liðsins undir stjórn nýs þjálfara. Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var í höllinni og fangaði stemninguna á filmu eins og sjá má hér fyrir neðan.
Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk, bæði úr hraðaupphlaupi.Vísir/Hulda MargrétElliði Snær Viðarsson greiðir markverði færeyska liðsins.Vísir/Hulda MargrétFyrirliðin Aron Pálmarsson lyftir sér upp.Vísir/Hulda MargrétKristján Örn Kristjánsson brýtur sér leið í gegnum vörn Færeyinga.Vísir/Hulda MargrétSelfyssingarnir Janus Daði Smárason og Elvar Örn Jónsson leggja á ráðin.Vísir/Hulda MargrétViktor Gísli Hallgrímsson varði tuttugu skot í leiknum.Vísir/Hulda MargrétOg endaði með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu.Vísir/Hulda MargrétElliði Snær Viðarsson fékk lyftu.Vísir/Hulda MargrétJanus Daði Smárason byrjaði á miðjunni hjá íslenska liðinu.Vísir/Hulda MargrétHaukur Þrastarson lék sinn fyrsta landsleik í of langan tíma eftir löng og erfið meiðsli.Vísir/Hulda MargrétÓmar Ingi Magnússon er kominn á fullt eftir meiðsli.Vísir/Hulda MargrétBrúnaþungur Snorri Steinn Guðjónsson. Hann var heldur glaðari eftir leik.Vísir/Hulda MargrétSigvaldi Björn Guðjónsson lét taka af sér myndir eftir leik.Vísir/Hulda MargrétForsetinn lét sig ekki vanta.Vísir/Hulda MargrétÞað var stemning í höllinni.Vísir/Hulda MargrétVísir/Hulda Margrét