Slökkviliðið gefur fréttastofu þær upplýsingar að eflaust hafi hvellurinn eða hvellirnir orsakast af flugeldum. Líklega hafi þeir verið sprengdir í Breiðholti. Slökkvilið hefur þó ekki farið í útkall vegna málsins.
Í Facebook-hverfahópum er þetta til umtals. Fólk í Breiðholti, Múlahverfinu og Vogunum kannast við að hafa heyrt hávaðann. Þá virðast óhljóðin hafa náð til nágranna Breiðhyltinga í Kópapvogi.
Þar talar fólk um að hafa heyrt sprengingu eða hvell. Íbúar í Breiðholtinu fullyrða að íbúðir þeirra hafi nötrað og skolfið vegna þessa.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.