Kynnisferðir hætta ferðum í Bláa lónið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 20:46 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Fyrirtækið hefur hætt ferðum í Bláa lónið í bili. Vísir/Arnar/Egill. Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga. Starfsfólki kynnisferða barst tölvupóstur í dag þar sem tilkynnt var að frá og með morgundeginum muni Kynnisferðir ekki keyra í Bláa lónið vegna þeirrar stöðu sem komin er upp á Reykjanesi. Í samtali við fréttastofu segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að staðan verði endurmetin eftir þrjá daga. „Það hafa auðvitað miklar upplýsingar komið fram síðustu daga varðandi stöðuna, og með heildarhagsmuni okkar að leiðarljósi mátum við það sem svo að setja þetta á hold í bili.“ Björn segir ákvörðunina ekki tekna vegna afbókanna. Eftirspurnin væri næg eftir ferðum í lónið. „Við töldum að þetta væri skynsamleg ákvörðun eins og staðan er núna. Eins og allir, erum við að reyna átta okkur á því sem vísindamenn eru að segja og hvaða hraði er á þessu. Við leggjum mikið upp úr öryggi starfsmanna og viðskiptavina og ákváðum út frá okkar hagsmunum sem fyrirtæki að taka þessa ákvörðun í dag.“ Ferðamenn almennt ekki meðvitaðir um stöðuna Aðspurður segir Björn ekki telja að ferðamenn séu almennt mjög meðvitaðir um stöðuna. Flestir sem koma til Íslands séu að koma í fyrsta sinn og þekki ekki til jarðhræringa. „Á föstudaginn settum við inn almenna tilkynningu til viðskiptavina á heimasíðuna okkar. Flestir vita af þeim eldgosum sem hafa verið en ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hvað er á gangi akkúrat þarna og að það sé óvissustig, eða hvað það þá þýðir,“ segir Björn. Þá sé mörgum spurningum ósvarað. „Hvað gerist þetta hratt? Vísindamenn eru að ræða um nokkra klukkutíma, eru það tveir eða tuttugu? Það hefur komið fram að þetta sé þynnri kvika sem getur runnið hraðar. Við erum að kalla eftir og reyna fá betri upplýsingar frá Almannavörnum, en okkur fannst miðað við stöðuna að það væri réttast ýta á pásu.“ Við erum ekki búin að taka ákvörðun lengra en næstu þrjá daga. Þá verður staðan endurmetin. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Starfsfólki kynnisferða barst tölvupóstur í dag þar sem tilkynnt var að frá og með morgundeginum muni Kynnisferðir ekki keyra í Bláa lónið vegna þeirrar stöðu sem komin er upp á Reykjanesi. Í samtali við fréttastofu segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins að staðan verði endurmetin eftir þrjá daga. „Það hafa auðvitað miklar upplýsingar komið fram síðustu daga varðandi stöðuna, og með heildarhagsmuni okkar að leiðarljósi mátum við það sem svo að setja þetta á hold í bili.“ Björn segir ákvörðunina ekki tekna vegna afbókanna. Eftirspurnin væri næg eftir ferðum í lónið. „Við töldum að þetta væri skynsamleg ákvörðun eins og staðan er núna. Eins og allir, erum við að reyna átta okkur á því sem vísindamenn eru að segja og hvaða hraði er á þessu. Við leggjum mikið upp úr öryggi starfsmanna og viðskiptavina og ákváðum út frá okkar hagsmunum sem fyrirtæki að taka þessa ákvörðun í dag.“ Ferðamenn almennt ekki meðvitaðir um stöðuna Aðspurður segir Björn ekki telja að ferðamenn séu almennt mjög meðvitaðir um stöðuna. Flestir sem koma til Íslands séu að koma í fyrsta sinn og þekki ekki til jarðhræringa. „Á föstudaginn settum við inn almenna tilkynningu til viðskiptavina á heimasíðuna okkar. Flestir vita af þeim eldgosum sem hafa verið en ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hvað er á gangi akkúrat þarna og að það sé óvissustig, eða hvað það þá þýðir,“ segir Björn. Þá sé mörgum spurningum ósvarað. „Hvað gerist þetta hratt? Vísindamenn eru að ræða um nokkra klukkutíma, eru það tveir eða tuttugu? Það hefur komið fram að þetta sé þynnri kvika sem getur runnið hraðar. Við erum að kalla eftir og reyna fá betri upplýsingar frá Almannavörnum, en okkur fannst miðað við stöðuna að það væri réttast ýta á pásu.“ Við erum ekki búin að taka ákvörðun lengra en næstu þrjá daga. Þá verður staðan endurmetin.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ferðamenn ekki upplýstir um jarðhræringar við komuna í Bláa lónið: „Nei, alls ekki“ Ferðamenn sem voru ný komnir úr Bláa lóninu virtust mis vel upplýstir um jarðhræringarnar á Reykjanesi þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Fáir segjast hafa verið látnir vita af stöðunni við komuna í lónið. 4. nóvember 2023 19:11