Á vef Veðurstofunnar segir að almennt sé frekar lítil úrkoma á landinu þótt viðvarandi sé dálítil úrkoma á víð og dreif en svo megi búast við þurru veðri og yfirleitt björtu um landið vestanvert.
Gera má ráð fyrir hita á bilinu núll til sjö stig að deginum þar sem mildast verður á Suðausturlandi.
Næstu dagar verða á svipuðum nótum, en um helgina er útlit fyrir að hlýni heldur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðaustan 10-18 m/s og rigning með köflum, hvassast við suðausturströndina, en yfirleitt bjart á vestanverðu landinu. Hiti víða 2 til 6 stig að deginum.
Á fimmtudag: Norðaustan 5-13 m/s og dálitlar skúrir eða él norðaustantil, en annars bjartviðri. Hiti 0 til 5 stig.
Á föstudag: Hæg austlæg eða breytileg átt, og lítilsháttar væta á víð og dreif, en þurrt fyrir austan. Hiti 0 til 5 stig suðvestantil, en annars um og undir frostmarki.
Á laugardag: Suðaustanátt og dálítil rigning eða slydda með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan og austan. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag og mánudag: Austanátt með dálítilli rigningu suðaustantil, annars yfirleitt þurrt. Heldur hlýnandi veður.