Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 10:31 Ari Freyr Skúlason er tilfinningavera eins og hann hefur sýnt áður. Þetta var mjög dramatísk stund fyrir hann í gærkvöld. Getty/Michael Regan Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. Lokaleikur Ara á Östgötaporten, heimavelli Norrköping, bætist örugglega í hóp með þeim eftirminnilegri á ferli Ara. Norrköping vann þá dramatískan 4-3 sigur á Varberg. Norrköping lenti 3-0 undir í leiknum og var 2-0 undir þegar Ari Freyr kom inn á sem varamaður í hálfleik. Norrköping liðinu tókst aftur á móti að skora fjögur mörk á síðustu 25 mínútum leiksins og tryggja sér sigur. Landar Ara áttu líka þátt í því að öll þrjú stigin komu í höfn en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn í 2-3 á 70. mínútu, Ísak Andri Sigurgeirsson jafnaði metin í 3-3 á 83. mínútu og Ísak lagði líka upp sigurmarkið fyrir Maic Sema á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Maic Sema hafði einmitt komið inn á í hálfleik alveg eins og Ari Freyr. Ari átti erfitt með sig í leikslok þegar hann þakkaði stuðningsmönnum Norrköping fyrir stuðninginn. Það mátti ská tárin renna hjá Ara eins og sést vel á myndbandinu á miðlum félagsins sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. Ari var í stóru hlutverki í gullkynslóð íslenska landsliðsins sem fór bæði á EM og HM. Hann lék alls 83 A-landsleiki fyrir Ísland og alls 108 leiki fyrir öll íslensku landsliðin. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð, Belgíu og svo aftur Svíþjóð undanfarin sautján ár. Ari kom til Norrköping árið 2021 og lék þar síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Ari Freyr mun nú reyna fyrir sér sem þjálfari hjá Norrköping en hann verður svokallaður „transitional“ þjálfari og á með því að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. Ari Freyr Skulason med tårar i ögonen efter att han tackats av av hemmapubliken pic.twitter.com/Nv0L3WmK1S— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 6, 2023 Sænski boltinn Tengdar fréttir Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01 Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Lokaleikur Ara á Östgötaporten, heimavelli Norrköping, bætist örugglega í hóp með þeim eftirminnilegri á ferli Ara. Norrköping vann þá dramatískan 4-3 sigur á Varberg. Norrköping lenti 3-0 undir í leiknum og var 2-0 undir þegar Ari Freyr kom inn á sem varamaður í hálfleik. Norrköping liðinu tókst aftur á móti að skora fjögur mörk á síðustu 25 mínútum leiksins og tryggja sér sigur. Landar Ara áttu líka þátt í því að öll þrjú stigin komu í höfn en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn í 2-3 á 70. mínútu, Ísak Andri Sigurgeirsson jafnaði metin í 3-3 á 83. mínútu og Ísak lagði líka upp sigurmarkið fyrir Maic Sema á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Maic Sema hafði einmitt komið inn á í hálfleik alveg eins og Ari Freyr. Ari átti erfitt með sig í leikslok þegar hann þakkaði stuðningsmönnum Norrköping fyrir stuðninginn. Það mátti ská tárin renna hjá Ara eins og sést vel á myndbandinu á miðlum félagsins sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. Ari var í stóru hlutverki í gullkynslóð íslenska landsliðsins sem fór bæði á EM og HM. Hann lék alls 83 A-landsleiki fyrir Ísland og alls 108 leiki fyrir öll íslensku landsliðin. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð, Belgíu og svo aftur Svíþjóð undanfarin sautján ár. Ari kom til Norrköping árið 2021 og lék þar síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Ari Freyr mun nú reyna fyrir sér sem þjálfari hjá Norrköping en hann verður svokallaður „transitional“ þjálfari og á með því að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. Ari Freyr Skulason med tårar i ögonen efter att han tackats av av hemmapubliken pic.twitter.com/Nv0L3WmK1S— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 6, 2023
Sænski boltinn Tengdar fréttir Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01 Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Allt það flottasta úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01
Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00
Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02