Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 10:31 Ari Freyr Skúlason er tilfinningavera eins og hann hefur sýnt áður. Þetta var mjög dramatísk stund fyrir hann í gærkvöld. Getty/Michael Regan Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. Lokaleikur Ara á Östgötaporten, heimavelli Norrköping, bætist örugglega í hóp með þeim eftirminnilegri á ferli Ara. Norrköping vann þá dramatískan 4-3 sigur á Varberg. Norrköping lenti 3-0 undir í leiknum og var 2-0 undir þegar Ari Freyr kom inn á sem varamaður í hálfleik. Norrköping liðinu tókst aftur á móti að skora fjögur mörk á síðustu 25 mínútum leiksins og tryggja sér sigur. Landar Ara áttu líka þátt í því að öll þrjú stigin komu í höfn en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn í 2-3 á 70. mínútu, Ísak Andri Sigurgeirsson jafnaði metin í 3-3 á 83. mínútu og Ísak lagði líka upp sigurmarkið fyrir Maic Sema á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Maic Sema hafði einmitt komið inn á í hálfleik alveg eins og Ari Freyr. Ari átti erfitt með sig í leikslok þegar hann þakkaði stuðningsmönnum Norrköping fyrir stuðninginn. Það mátti ská tárin renna hjá Ara eins og sést vel á myndbandinu á miðlum félagsins sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. Ari var í stóru hlutverki í gullkynslóð íslenska landsliðsins sem fór bæði á EM og HM. Hann lék alls 83 A-landsleiki fyrir Ísland og alls 108 leiki fyrir öll íslensku landsliðin. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð, Belgíu og svo aftur Svíþjóð undanfarin sautján ár. Ari kom til Norrköping árið 2021 og lék þar síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Ari Freyr mun nú reyna fyrir sér sem þjálfari hjá Norrköping en hann verður svokallaður „transitional“ þjálfari og á með því að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. Ari Freyr Skulason med tårar i ögonen efter att han tackats av av hemmapubliken pic.twitter.com/Nv0L3WmK1S— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 6, 2023 Sænski boltinn Tengdar fréttir Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01 Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Lokaleikur Ara á Östgötaporten, heimavelli Norrköping, bætist örugglega í hóp með þeim eftirminnilegri á ferli Ara. Norrköping vann þá dramatískan 4-3 sigur á Varberg. Norrköping lenti 3-0 undir í leiknum og var 2-0 undir þegar Ari Freyr kom inn á sem varamaður í hálfleik. Norrköping liðinu tókst aftur á móti að skora fjögur mörk á síðustu 25 mínútum leiksins og tryggja sér sigur. Landar Ara áttu líka þátt í því að öll þrjú stigin komu í höfn en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn í 2-3 á 70. mínútu, Ísak Andri Sigurgeirsson jafnaði metin í 3-3 á 83. mínútu og Ísak lagði líka upp sigurmarkið fyrir Maic Sema á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Maic Sema hafði einmitt komið inn á í hálfleik alveg eins og Ari Freyr. Ari átti erfitt með sig í leikslok þegar hann þakkaði stuðningsmönnum Norrköping fyrir stuðninginn. Það mátti ská tárin renna hjá Ara eins og sést vel á myndbandinu á miðlum félagsins sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. Ari var í stóru hlutverki í gullkynslóð íslenska landsliðsins sem fór bæði á EM og HM. Hann lék alls 83 A-landsleiki fyrir Ísland og alls 108 leiki fyrir öll íslensku landsliðin. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð, Belgíu og svo aftur Svíþjóð undanfarin sautján ár. Ari kom til Norrköping árið 2021 og lék þar síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Ari Freyr mun nú reyna fyrir sér sem þjálfari hjá Norrköping en hann verður svokallaður „transitional“ þjálfari og á með því að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. Ari Freyr Skulason med tårar i ögonen efter att han tackats av av hemmapubliken pic.twitter.com/Nv0L3WmK1S— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 6, 2023
Sænski boltinn Tengdar fréttir Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01 Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01
Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00
Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02