„Það er reyndar ekki ég sem er geðveik, það ert þú og það er umtalað í hestasamfélaginu“ Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 13:44 Árásin var framin í gerði í hesthúsahverfi í Reykjavík. Þetta hesthúsahverfi tengist fréttinni ekki beint, enda í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið sakfelld fyrir að slá nágrannakonu sína í hesthúsahverfi í Reykjavík tveimur höggum í andlitið. Með vísan til mikils sem gengið hafði á í samskiptum hesthúsaeigenda í hverfinu var konunni ekki gerð refsing fyrir líkamsárásina. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 26. október síðastliðinn en birtur á vef dómstólanna í dag, segir að konunni hafi verið gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist með ofbeldi að nágrannakonunni, rifið í hana og kýlt hana tvisvar sinnum í andlitið. Konan hafi neitað sök og kveðið að til deilna hafi komið milli hennar og brotaþola umrætt sinn en engin líkamleg átök hafi átt sér stað. „Það er reyndar ekki ég sem er geðveik, það ert þú og það er umtalað í hestasamfélaginu. Ekki yrða á mig,“ hafi hún sagst hafa sagt og úr hafi orðið hörkurifrildi. Mikill ágreiningur í hverfinu Samkvæmt framburði fyrir dómi og gögnum málsins sé ljóst að alvarlegur ágreiningur var uppi á milli konunnar, brotaþola og fleiri í hesthúsahverfinu, sem ekki er tilgreint í dóminum. Í framburði brotaþola segir að ágreiningur hafi aðallega snúist um framkvæmdir á hesthúsi nágrannakonunnar. „Framkvæmdirnar hefðu staðið mánuðum saman og verið hávaðasamar. Ástandið hefði orðið það slæmt að brotaþoli hefði þurft að sleppa einum hesti út því hestarnir hefðu tryllst og besti hesturinn hennar hefði farið yfir um. Þögult samkomulag hefði verið um það í hesthúsunum að fara ekki í framkvæmdir sem þessar nema á vissum tíma ársins.“ Þann 4. júní 2021 hafi brotaþoli tilkynnt til lögreglu að hún hefði orðið fyrir líkamsárás fyrr það kvöld. Af framburði fyrir dómi og gögnum málsins virðist sem atvikið hafi átt sér stað um eða upp úr klukkan 18:30 það kvöld en koma brotaþola til lögreglu sé skráð upp úr klukkan 23 það sama kvöld. Vinkona varð vitni að árásinni Fram komi í upplýsingum frá lögreglu að brotaþoli hafi haft sjáanlegan áverka við komu og mynd hafi verið tekin mynd af henni. Í kjölfarið hafi hún farið á slysadeild þar sem áverkar hennar voru metnir og ljósmyndaðir. Þann 9. sama mánaðar hafi hún farið til lögreglu og lagt fram formlega kæru. Brotaþoli hafi lýst því fyrir dómi að eftir orðaskipti á milli hennar og konunnar hefði konan veist að henni og slegið hana tveimur höggum í andlitið. Vinkona brotaþola hafi borið um það fyrir dóminum að hafa séð þessi samskipti. Hún hefði verið inni á gangi hesthússins og séð konuna slá brotaþola. Við upphaf aðalmeðferðar málsins hafi verið gengið á vettvang og meðal annars skoðað sjónarhorn vitnisins. Verði ekki fullyrt að hún hafi ekki getað séð atvikið. Tvö vitni hafi verið í nálægu hesthúsi og segi brotaþola hafa komið til þeirra strax á eftir og greint frá því sem gerðist með þeim hætti að konan hefði veitt henni tvö högg og annað þeirra hafi kveðist hafa séð áverka á brotaþola skömmu síðar. Engir áverkar á höndum nágrannakonunnar Læknisfræðileg gögn málsins staðfesti að brotaþoli hafði áverka sem myndaðist þennan dag og geti hann samræmst því að hafa orðið til við hnefahögg. Fyrir liggi að enga áverka var að finna á höndum ákærðu. Hins vegar útiloki það ekki að hún hafi engu að síður valdið áverkanum Þrátt fyrir að misræmi megi finna í framburði vitna sé það ekki með þeim hætti að valdi því að þau verði ótrúverðug, en langt sé um liðið frá atvikum auk þess sem misræmið varði ekki meginatriði málsins. Ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að áverkar brotaþola hafi komið til fyrir eitthvað annað en ákært hafi verið fyrir, þótt vissulega hafi liðið nokkur tími frá atvikinu þar til brotaþoli mætti á lögreglustöð. Með hliðsjón af framburði brotaþola sem studdur sé framangreindum framburði og gögnum verði að telja að fyrir liggi lögfull sönnun um að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök. Verði hún því sakfelld samkvæmt ákæru. Engin refsing vegna þess sem gengið hafði á „Eins og að framan greinir hefur mikið gengið á í samskiptum hesthúsaeigenda í […] í Reykjavík. Liggja fyrir vottorð sálfræðinga vegna bæði brotaþola og ákærðu, auk fleiri læknisfræðilegra gagna sem sýna að ákærða hefur leitað sér aðstoðar um langt skeið vegna vanlíðunar í kjölfar samskiptanna. Með hliðsjón af því sem fram kemur í gögnum málsins og framburði fyrir dómi um framangreint, auk hreins sakaferils ákærðu, þykir rétt að henni verði ekki gerð refsing.“ Fyrir hönd brotaþola var 1,5 milljóna króna krafist í miskabætur ásamt útlagðs sjúkrakostnaðar upp á 233 þúsund krónur. Þá var í bótakröfu sem tekin var upp í ákæru jafnframt krafist þjáningabóta. Við munnlegan flutning málsins var tekið fram að krafa um þjáningabætur næmi 200 þúsund krónum. Fékk 150 þúsund Í niðurstöðu dómsins segir að krafa um sjúkrakostnað sé studd gögnum og verði fallist á hana. Samkvæmt ákvæði laga um meðferð sakamála skuli dómkröfur að því er einkaréttarkröfur varðar gerðar á sama hátt og í stefnu í einkamáli. Dómkrafa án þess að fjárhæð kröfunnar sé tilgreind sé ekki afmörkuð kröfugerð í einkamáli um ákveðnar skaðabætur. Dómkrafan um þjáningabætur uppfylli því ekki áskilnað laga um meðferð einkamála að þessu leyti. Ekki verði úr þessu bætt í málinu og því sé óhjákvæmilegt að vísa þessum lið kröfunnar frá dómi. Miskabætur þyki, með hliðsjón af atvikum öllum, hæfilega ákveðnar 150 þúsund krónur. Þá var konan dæmd til greiða að brotaþola 700 þúsund krónur í málskostnað, 1,5 milljóna króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og 650 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Hestar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 26. október síðastliðinn en birtur á vef dómstólanna í dag, segir að konunni hafi verið gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist með ofbeldi að nágrannakonunni, rifið í hana og kýlt hana tvisvar sinnum í andlitið. Konan hafi neitað sök og kveðið að til deilna hafi komið milli hennar og brotaþola umrætt sinn en engin líkamleg átök hafi átt sér stað. „Það er reyndar ekki ég sem er geðveik, það ert þú og það er umtalað í hestasamfélaginu. Ekki yrða á mig,“ hafi hún sagst hafa sagt og úr hafi orðið hörkurifrildi. Mikill ágreiningur í hverfinu Samkvæmt framburði fyrir dómi og gögnum málsins sé ljóst að alvarlegur ágreiningur var uppi á milli konunnar, brotaþola og fleiri í hesthúsahverfinu, sem ekki er tilgreint í dóminum. Í framburði brotaþola segir að ágreiningur hafi aðallega snúist um framkvæmdir á hesthúsi nágrannakonunnar. „Framkvæmdirnar hefðu staðið mánuðum saman og verið hávaðasamar. Ástandið hefði orðið það slæmt að brotaþoli hefði þurft að sleppa einum hesti út því hestarnir hefðu tryllst og besti hesturinn hennar hefði farið yfir um. Þögult samkomulag hefði verið um það í hesthúsunum að fara ekki í framkvæmdir sem þessar nema á vissum tíma ársins.“ Þann 4. júní 2021 hafi brotaþoli tilkynnt til lögreglu að hún hefði orðið fyrir líkamsárás fyrr það kvöld. Af framburði fyrir dómi og gögnum málsins virðist sem atvikið hafi átt sér stað um eða upp úr klukkan 18:30 það kvöld en koma brotaþola til lögreglu sé skráð upp úr klukkan 23 það sama kvöld. Vinkona varð vitni að árásinni Fram komi í upplýsingum frá lögreglu að brotaþoli hafi haft sjáanlegan áverka við komu og mynd hafi verið tekin mynd af henni. Í kjölfarið hafi hún farið á slysadeild þar sem áverkar hennar voru metnir og ljósmyndaðir. Þann 9. sama mánaðar hafi hún farið til lögreglu og lagt fram formlega kæru. Brotaþoli hafi lýst því fyrir dómi að eftir orðaskipti á milli hennar og konunnar hefði konan veist að henni og slegið hana tveimur höggum í andlitið. Vinkona brotaþola hafi borið um það fyrir dóminum að hafa séð þessi samskipti. Hún hefði verið inni á gangi hesthússins og séð konuna slá brotaþola. Við upphaf aðalmeðferðar málsins hafi verið gengið á vettvang og meðal annars skoðað sjónarhorn vitnisins. Verði ekki fullyrt að hún hafi ekki getað séð atvikið. Tvö vitni hafi verið í nálægu hesthúsi og segi brotaþola hafa komið til þeirra strax á eftir og greint frá því sem gerðist með þeim hætti að konan hefði veitt henni tvö högg og annað þeirra hafi kveðist hafa séð áverka á brotaþola skömmu síðar. Engir áverkar á höndum nágrannakonunnar Læknisfræðileg gögn málsins staðfesti að brotaþoli hafði áverka sem myndaðist þennan dag og geti hann samræmst því að hafa orðið til við hnefahögg. Fyrir liggi að enga áverka var að finna á höndum ákærðu. Hins vegar útiloki það ekki að hún hafi engu að síður valdið áverkanum Þrátt fyrir að misræmi megi finna í framburði vitna sé það ekki með þeim hætti að valdi því að þau verði ótrúverðug, en langt sé um liðið frá atvikum auk þess sem misræmið varði ekki meginatriði málsins. Ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að áverkar brotaþola hafi komið til fyrir eitthvað annað en ákært hafi verið fyrir, þótt vissulega hafi liðið nokkur tími frá atvikinu þar til brotaþoli mætti á lögreglustöð. Með hliðsjón af framburði brotaþola sem studdur sé framangreindum framburði og gögnum verði að telja að fyrir liggi lögfull sönnun um að ákærða hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök. Verði hún því sakfelld samkvæmt ákæru. Engin refsing vegna þess sem gengið hafði á „Eins og að framan greinir hefur mikið gengið á í samskiptum hesthúsaeigenda í […] í Reykjavík. Liggja fyrir vottorð sálfræðinga vegna bæði brotaþola og ákærðu, auk fleiri læknisfræðilegra gagna sem sýna að ákærða hefur leitað sér aðstoðar um langt skeið vegna vanlíðunar í kjölfar samskiptanna. Með hliðsjón af því sem fram kemur í gögnum málsins og framburði fyrir dómi um framangreint, auk hreins sakaferils ákærðu, þykir rétt að henni verði ekki gerð refsing.“ Fyrir hönd brotaþola var 1,5 milljóna króna krafist í miskabætur ásamt útlagðs sjúkrakostnaðar upp á 233 þúsund krónur. Þá var í bótakröfu sem tekin var upp í ákæru jafnframt krafist þjáningabóta. Við munnlegan flutning málsins var tekið fram að krafa um þjáningabætur næmi 200 þúsund krónum. Fékk 150 þúsund Í niðurstöðu dómsins segir að krafa um sjúkrakostnað sé studd gögnum og verði fallist á hana. Samkvæmt ákvæði laga um meðferð sakamála skuli dómkröfur að því er einkaréttarkröfur varðar gerðar á sama hátt og í stefnu í einkamáli. Dómkrafa án þess að fjárhæð kröfunnar sé tilgreind sé ekki afmörkuð kröfugerð í einkamáli um ákveðnar skaðabætur. Dómkrafan um þjáningabætur uppfylli því ekki áskilnað laga um meðferð einkamála að þessu leyti. Ekki verði úr þessu bætt í málinu og því sé óhjákvæmilegt að vísa þessum lið kröfunnar frá dómi. Miskabætur þyki, með hliðsjón af atvikum öllum, hæfilega ákveðnar 150 þúsund krónur. Þá var konan dæmd til greiða að brotaþola 700 þúsund krónur í málskostnað, 1,5 milljóna króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og 650 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Hestar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira