„Staðan á Austurlandi er mjög viðkvæm“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 12:56 Staðan á Austurlandi er viðkvæm á meðan unnið er að viðgerðum á tveimur aðallínum Austurlands. Landsnet Víðtækt rafmagnsleysi varð á Austurlandi í gærkvöldi og nótt þegar tvær aðalraflínurnur á Austurlandi löskuðust vegna ísingar. Rafmagn er komið aftur á eftir bráðabirgðaviðgerð í nótt en staðan er og verður áfram viðkvæm í landshlutanum á meðan á viðgerð stendur og rafmagnstruflanir gætu orðið. Fyrst fór rafmagnið af á Egilstöðum í gærkvöldi en í nótt varð síðan mun umfangsmeira rafmagnsleysi þegar stór hluti Austurlands sló út. Steinunn Þorsteinsdóttir er upplýsingafulltrúi Landsnets. „Það var rafmagnslaust á öllu Austurlandi og það var rafmagnslaust í hátt í tvo tíma og ástæðan fyrir því var að við vorum með tvær línur úti, Fljótsdalslínu 2 sem laskaðist mjög mikið í þessari ísingu og svo Teigarhornslínu 1 þannig að við vorum með tvær aðallínurnar á Austurlandi bilaðar og það er ástæðan fyrir því að það varð svona víðtækt rafmagnsleysi.“ Steinunn Þorsteinsdóttir er upplýsingafulltrúi Landsnets. Ráðist var í bráðabirgðaviðgerðir í gærkvöldi og fram eftir nóttu. Fljótsdalslína 2 er enn löskuð og þarfnast viðgerðar. „Rafmagn var alls staðar komið á undir morgun en eftir stendur að við erum með bilaðar línur sem við þurfum að fara í viðgerðir á í dag og við erum nú þegar byrjuð á viðgerð á Teigarhornslínu 1 en staðan á Austurlandi er mjög viðkvæm eins og stendur og það gætu orðið rafmagnstruflanir í dag á meðan á viðgerðum stendur.“ Steinunn bendir á að í ljósi þess að skemmdir eru enn á línunum gætu rafmagnstruflanir orðið. Því sé rétt að fylgjast vel með þróun mála á heimasíðu Landsnets þar sem upplýsingar verða birtar um leið og rafmagnstruflana gætir. Múlaþing Fjarðabyggð Tengdar fréttir Rafmagn komið á fyrir austan Rafmagnið fór af stórum hluta Austurlands í gærkvöldi og í nótt. Fljótsdalslína 2 og Hólasandslína 3 voru úti í gær sem og Kröflulína 1. 7. nóvember 2023 07:35 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Fyrst fór rafmagnið af á Egilstöðum í gærkvöldi en í nótt varð síðan mun umfangsmeira rafmagnsleysi þegar stór hluti Austurlands sló út. Steinunn Þorsteinsdóttir er upplýsingafulltrúi Landsnets. „Það var rafmagnslaust á öllu Austurlandi og það var rafmagnslaust í hátt í tvo tíma og ástæðan fyrir því var að við vorum með tvær línur úti, Fljótsdalslínu 2 sem laskaðist mjög mikið í þessari ísingu og svo Teigarhornslínu 1 þannig að við vorum með tvær aðallínurnar á Austurlandi bilaðar og það er ástæðan fyrir því að það varð svona víðtækt rafmagnsleysi.“ Steinunn Þorsteinsdóttir er upplýsingafulltrúi Landsnets. Ráðist var í bráðabirgðaviðgerðir í gærkvöldi og fram eftir nóttu. Fljótsdalslína 2 er enn löskuð og þarfnast viðgerðar. „Rafmagn var alls staðar komið á undir morgun en eftir stendur að við erum með bilaðar línur sem við þurfum að fara í viðgerðir á í dag og við erum nú þegar byrjuð á viðgerð á Teigarhornslínu 1 en staðan á Austurlandi er mjög viðkvæm eins og stendur og það gætu orðið rafmagnstruflanir í dag á meðan á viðgerðum stendur.“ Steinunn bendir á að í ljósi þess að skemmdir eru enn á línunum gætu rafmagnstruflanir orðið. Því sé rétt að fylgjast vel með þróun mála á heimasíðu Landsnets þar sem upplýsingar verða birtar um leið og rafmagnstruflana gætir.
Múlaþing Fjarðabyggð Tengdar fréttir Rafmagn komið á fyrir austan Rafmagnið fór af stórum hluta Austurlands í gærkvöldi og í nótt. Fljótsdalslína 2 og Hólasandslína 3 voru úti í gær sem og Kröflulína 1. 7. nóvember 2023 07:35 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Rafmagn komið á fyrir austan Rafmagnið fór af stórum hluta Austurlands í gærkvöldi og í nótt. Fljótsdalslína 2 og Hólasandslína 3 voru úti í gær sem og Kröflulína 1. 7. nóvember 2023 07:35