„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. nóvember 2023 06:30 Skjálftavirknin þegar staðan var tekin um klukkan þrjú í nótt. Veðurstofa Íslands Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. Skjálftarnir hafa haldið vöku fyrir íbúum í Grindavík. „Það verður ekki mikið sofið í nótt sýnist mér. Þetta er frekar óhugguleg lífsreynsla,“ sagði Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, á Facebook í nótt. Sagði hann engu líkara en að skjálftarnir ættu upptök sín undir heimili hans og auglýsti það til sölu. „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin,“ sagði hann á léttum nótum. Ef marka má samfélagsmiðla hafa skjálftarnir fundist vel í Keflavík, Njarðvík, Reykjavík, á Akranesi og í Borgarnesi. Stærsti skjálftinn, 5 að stærð, reið yfir klukkan 00:45 í nótt en þrír skjálftar til viðbótar reyndust 4 eða meira að stærð. Síðasti skjálftinn sem var yfir 3 mældist rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Ekkert bendir til gosóróa Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að hrinan kröftuga hafi hafist upp úr miðnætti í nótt. „Þetta hefst í þremur hviðum á tveggja tíma bili og voru sautján skjálftar yfir þremur að stærð á þeim tíma. Þar á meðal stærsti skjálftinn til þessa frá 25. október, fimm stig að stærð. Síðan nokkru seinna komu tveir skjálftar, annar 4,3 og hinn 3,9,“ segir Minney. Hún segir að það hafi fljótt dregið úr að nýju og síðan þá hafi verið heldur rólegt á svæðinu. „Það er hrina í gangi ennþá, það tikka inn smjáskjálftar en það hefur dregið töluvert úr síðan í nótt.“ Minney segir að skjálftarnir séu að raðast á mismunandi dýpi. „Að meðaltali er þetta á fjórum kílómetrum en einnig eitthvað dýpra og eitthvað grynnra. Við leyfum sérfræðingunum að rýna betur í þetta á eftir,“ segir hún og bætir við að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gosórói sé á svæðinu. Hún segir að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um tjón af völdum stóra skjálftans sem mældist 5 stig að stærð en hann mun hafa fundist vel á öllu Suðvesturhorninu og alveg upp í Borgarnes. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Skjálftarnir hafa haldið vöku fyrir íbúum í Grindavík. „Það verður ekki mikið sofið í nótt sýnist mér. Þetta er frekar óhugguleg lífsreynsla,“ sagði Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Grindavík, á Facebook í nótt. Sagði hann engu líkara en að skjálftarnir ættu upptök sín undir heimili hans og auglýsti það til sölu. „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin,“ sagði hann á léttum nótum. Ef marka má samfélagsmiðla hafa skjálftarnir fundist vel í Keflavík, Njarðvík, Reykjavík, á Akranesi og í Borgarnesi. Stærsti skjálftinn, 5 að stærð, reið yfir klukkan 00:45 í nótt en þrír skjálftar til viðbótar reyndust 4 eða meira að stærð. Síðasti skjálftinn sem var yfir 3 mældist rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Ekkert bendir til gosóróa Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að hrinan kröftuga hafi hafist upp úr miðnætti í nótt. „Þetta hefst í þremur hviðum á tveggja tíma bili og voru sautján skjálftar yfir þremur að stærð á þeim tíma. Þar á meðal stærsti skjálftinn til þessa frá 25. október, fimm stig að stærð. Síðan nokkru seinna komu tveir skjálftar, annar 4,3 og hinn 3,9,“ segir Minney. Hún segir að það hafi fljótt dregið úr að nýju og síðan þá hafi verið heldur rólegt á svæðinu. „Það er hrina í gangi ennþá, það tikka inn smjáskjálftar en það hefur dregið töluvert úr síðan í nótt.“ Minney segir að skjálftarnir séu að raðast á mismunandi dýpi. „Að meðaltali er þetta á fjórum kílómetrum en einnig eitthvað dýpra og eitthvað grynnra. Við leyfum sérfræðingunum að rýna betur í þetta á eftir,“ segir hún og bætir við að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gosórói sé á svæðinu. Hún segir að Veðurstofunni hafi ekki borist neinar tilkynningar um tjón af völdum stóra skjálftans sem mældist 5 stig að stærð en hann mun hafa fundist vel á öllu Suðvesturhorninu og alveg upp í Borgarnes.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira