Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2023 10:05 Úr kjallaranum í Sóltúni 20. Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. Þetta segir í yfirlýsingu, sem sögð er send í ljósi umræðu sem hefur myndast í samfélaginu um vörulagerinn. Mikið hefur verið fjallað um vörulagerinn, þar sem fannst mikið magn matvæla ásamt meindýraúrgangi og öðru ólystugu. „Wok On hefur ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í vöruhúsinu í Sóltúni. Wok On kaupir nautakjöt frá Esju, kjúkling frá Stjörnugrís, rækjur frá Norðanfisk, egg frá Nesbú og þurrmat aðallega frá Garra en einnig frá Eir, Ekrunni og ÓJK. Grænmetið kemur frá Mata. Allar þær vörur sem Wok On kaupir fyrir alla veitingastaði sína er hægt að rekja til viðeigandi birgja með kvittunum og reikningum. Við áréttum því að allar vörur frá Wok On koma frá viðurkenndum birgjum.“ Davíð hafi komið að opnun á Höfða og eigi húsnæðið í Hafnarfirði Þá segir að Wok On ehf. sé eini eigandi og eini rekstraraðili sjö Wok On veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Vík og Hveragerði. Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, sem er skráður eigandi lagersins, eigi fjörutíu prósent í Wok On Mathöll ehf., sem starfræki veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og hann hafi aðstoðað hann opnun þeirra. Einnig eigi hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og veitingastaðurinn leigi það rými frá Davíð. „Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna.“ Davíð hefur ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Hann sagði í skriflegri orðsendingu á dögunum að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið meðan það væri til rannsóknar. Flúðu á hlaupum Fram kom í frétt Vísis í gær að í heimsókn Heilbrigðiseftirlitsins í kjallarann í Sóltúni 20 þann 26. september, vegna gruns um ólöglega matvælageymslu, hefði fólk ýmist flúið undan starfsfólki eftirlitsins á hlaupum eða akandi. Húsið hefði verið innsiglað og svo skoðað daginn eftir með fulltrúum Vy-þrifa. Þar hefði meðal annars fundist fimm tonn af matvælum, sem voru nýlega flutt til landsins, innan um dauðar rottur og rottuskít. Þar var einnig uppsett tjald og dýnur. Grunur leikur á um að fólk hafi sofið í rýminu og hefur sá þáttur málsins verið sendur lögreglu til rannsóknar. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Heilbrigðiseftirlitið telur að koma hafi átt hluta matvælanna í dreifingu sem er í mótsögn við skýringar Vy-þrifa sem segjast hafa verið að geyma matvæli sem til hafi staðið að farga. Við förgun hafi starfsfólk Vy-þrifa reynt að koma matvælum undan. Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu, sem sögð er send í ljósi umræðu sem hefur myndast í samfélaginu um vörulagerinn. Mikið hefur verið fjallað um vörulagerinn, þar sem fannst mikið magn matvæla ásamt meindýraúrgangi og öðru ólystugu. „Wok On hefur ekki keypt neinar vörur sem geymdar voru í vöruhúsinu í Sóltúni. Wok On kaupir nautakjöt frá Esju, kjúkling frá Stjörnugrís, rækjur frá Norðanfisk, egg frá Nesbú og þurrmat aðallega frá Garra en einnig frá Eir, Ekrunni og ÓJK. Grænmetið kemur frá Mata. Allar þær vörur sem Wok On kaupir fyrir alla veitingastaði sína er hægt að rekja til viðeigandi birgja með kvittunum og reikningum. Við áréttum því að allar vörur frá Wok On koma frá viðurkenndum birgjum.“ Davíð hafi komið að opnun á Höfða og eigi húsnæðið í Hafnarfirði Þá segir að Wok On ehf. sé eini eigandi og eini rekstraraðili sjö Wok On veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Vík og Hveragerði. Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, sem er skráður eigandi lagersins, eigi fjörutíu prósent í Wok On Mathöll ehf., sem starfræki veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og hann hafi aðstoðað hann opnun þeirra. Einnig eigi hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og veitingastaðurinn leigi það rými frá Davíð. „Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna.“ Davíð hefur ekki orðið við viðtalsbeiðnum fréttastofu. Hann sagði í skriflegri orðsendingu á dögunum að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið meðan það væri til rannsóknar. Flúðu á hlaupum Fram kom í frétt Vísis í gær að í heimsókn Heilbrigðiseftirlitsins í kjallarann í Sóltúni 20 þann 26. september, vegna gruns um ólöglega matvælageymslu, hefði fólk ýmist flúið undan starfsfólki eftirlitsins á hlaupum eða akandi. Húsið hefði verið innsiglað og svo skoðað daginn eftir með fulltrúum Vy-þrifa. Þar hefði meðal annars fundist fimm tonn af matvælum, sem voru nýlega flutt til landsins, innan um dauðar rottur og rottuskít. Þar var einnig uppsett tjald og dýnur. Grunur leikur á um að fólk hafi sofið í rýminu og hefur sá þáttur málsins verið sendur lögreglu til rannsóknar. Tjald ofan á sekkjum í geymslurýminu.HER Heilbrigðiseftirlitið telur að koma hafi átt hluta matvælanna í dreifingu sem er í mótsögn við skýringar Vy-þrifa sem segjast hafa verið að geyma matvæli sem til hafi staðið að farga. Við förgun hafi starfsfólk Vy-þrifa reynt að koma matvælum undan.
Veitingastaðir Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira