Icebox haldið í fimmta sinn: „Mæta nógu snemma og sjá alla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2023 08:01 Það verður boðið til veislu í Kaplakrika í kvöld. Icebox Icebox verður haldið í 5. sinn í Kaplakrika í kvöld. Uppselt er á viðburðinn og mælt er með því að gestir mæti fyrr heldur en seinna til að ná sem bestum sætum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá aðalbardögum kvöldsins og hefst útsending klukkan 20.00. „Undirbúningurinn hefur gengið rosalega vel, það er allt uppselt og áhuginn aldrei verið meiri,“ segir Davíð Rúnar en hann fékk hugmyndina að Icebox fyrir nokkrum árum síðan. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. „Viðburðurinn hefur aldrei verið stærri, erum með leyfi fyrir fleiri áhorfendum en samt er uppselt. Eftirspurnin rosalega og gríðarlegur áhugi.“ Þetta er í fimmta sinn sem viðburðurinn er haldinn og vinsældir hans hafa aukist milli ára. Davíð Rúnar segir hann orðinn einn þann vinsælasta sinnar tegundar. “Eftir því sem við best vitum er Icebox stærsti áhuga-boxviðburður í Evrópu.” Dagskrá Icebox má sjá hér að neðan en fyrsti bardaginn hefst klukkan 18.00. Það er því nóg um að vera áður en útsending Stöðvar 2 hefst kl. 20.00. „Bara mæta nógu snemma og sjá alla. Það er mikið af efnilegum krökkum sem munu ná langt í byrjun kvöldsins. Aðalbardagi kvöldsins (e. Main event) er rematch frá því í fyrra, á undan honum er yfirþungavigtarbardagi en þeir eru alltaf skemmtilegir. Svo eru landsliðsstrákar að keppa á móti öðrum reyndum hnefaleikaköppum þar á undan.“ Ísland vs. Svíþjóð Erika Nótt Einarsdóttir og Arina Vakili mætast í alþjóðlegum bardaga en Vakili kemur frá Svíþjóð og er „helvíti spræk“ segir Davíð Rúnar. Bardaginn þeirra er sá fyrsti sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Viljið alls ekki missa af því en ég átti mjög erfitt með að raða bardögum niður og ákveða hvaða bardagi væri hvar í röðinni því þeir eru hver öðrum flottari.“ Davíð Rúnar sagði að endingu að það væri greinilegt að hnefaleikar væru á uppleið á Íslandi, að gott starf væri unnið í hnefaleikaþjálfun hér á landi og það væri að klárlega að skila sér í viðburðum eins og Icebox. Þá mælti hann eindregið með því að fólk kæmi tímanlega þar sem það þýðir að fólk fær betri sæti. Einnig minnti hann á að það verður boðið upp á tónlistarveislu milli atriða og ef að fólk á ekki miða þá er um að gera að stilla á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 og mæta svo hreinlega næst þegar Icebox verður haldið. Box Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
„Undirbúningurinn hefur gengið rosalega vel, það er allt uppselt og áhuginn aldrei verið meiri,“ segir Davíð Rúnar en hann fékk hugmyndina að Icebox fyrir nokkrum árum síðan. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. „Viðburðurinn hefur aldrei verið stærri, erum með leyfi fyrir fleiri áhorfendum en samt er uppselt. Eftirspurnin rosalega og gríðarlegur áhugi.“ Þetta er í fimmta sinn sem viðburðurinn er haldinn og vinsældir hans hafa aukist milli ára. Davíð Rúnar segir hann orðinn einn þann vinsælasta sinnar tegundar. “Eftir því sem við best vitum er Icebox stærsti áhuga-boxviðburður í Evrópu.” Dagskrá Icebox má sjá hér að neðan en fyrsti bardaginn hefst klukkan 18.00. Það er því nóg um að vera áður en útsending Stöðvar 2 hefst kl. 20.00. „Bara mæta nógu snemma og sjá alla. Það er mikið af efnilegum krökkum sem munu ná langt í byrjun kvöldsins. Aðalbardagi kvöldsins (e. Main event) er rematch frá því í fyrra, á undan honum er yfirþungavigtarbardagi en þeir eru alltaf skemmtilegir. Svo eru landsliðsstrákar að keppa á móti öðrum reyndum hnefaleikaköppum þar á undan.“ Ísland vs. Svíþjóð Erika Nótt Einarsdóttir og Arina Vakili mætast í alþjóðlegum bardaga en Vakili kemur frá Svíþjóð og er „helvíti spræk“ segir Davíð Rúnar. Bardaginn þeirra er sá fyrsti sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Viljið alls ekki missa af því en ég átti mjög erfitt með að raða bardögum niður og ákveða hvaða bardagi væri hvar í röðinni því þeir eru hver öðrum flottari.“ Davíð Rúnar sagði að endingu að það væri greinilegt að hnefaleikar væru á uppleið á Íslandi, að gott starf væri unnið í hnefaleikaþjálfun hér á landi og það væri að klárlega að skila sér í viðburðum eins og Icebox. Þá mælti hann eindregið með því að fólk kæmi tímanlega þar sem það þýðir að fólk fær betri sæti. Einnig minnti hann á að það verður boðið upp á tónlistarveislu milli atriða og ef að fólk á ekki miða þá er um að gera að stilla á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 og mæta svo hreinlega næst þegar Icebox verður haldið.
Box Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira