„Aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd“ Sunna Sæmundsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 10. nóvember 2023 22:16 Valgerður Vilmundardóttir. vísir/skjáskot Mikil eyðilegging blasti við þegar Valgerður Vilmundardóttir gekk inn á heimili sitt í Grindavík fyrr í kvöld. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins og skjálftann sem reið yfir þegar hún var stödd í Lyfju um klukkan sex. „Þetta var bara hræðileg aðkoma að koma hingað heim. Það var bara allt í maski hérna inni hjá okkur,“ segir Valgerður og bendir fréttamanni á brotna tertudiska á gólfinu á heimili sínu. Tjónið er töluvert og Valgerður bendir til dæmis á að ein styttan sem datt á gólfið og brotnaði hafi kostað um hundrað þúsund krónur. Þegar Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í heimsókn hjá Valgerði reið snarpur skjálfti yfir en líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan hélt Valgerður ró sinni á meðan fréttamanni stóð ekki á sama. Valgerður er enda öllu vön eftir skjálftavirknina undanfarið og gerir helst ráð fyrir að gosið komi upp í bakgarðinum hjá sér. „Ég held að þetta sé búið og að eldgosið verði síðan bara hérna í baksýn hjá mér. Og hraunið fer svo eitthvert annað en til mín,“ segir Valgerður kímin og bætir við að ekkert hús sé á bak við hennar eign. „Ég mun bara hafa útsýni úr sólstofunni.“ Hjartað á milljón Valgerður starfar í Lyfju og hún segir að skjálfti sem reið yfir þegar hún var stödd þar inni um klukkan sex hafi verið verulega óþægilegur. „Það var það versta og ég fór alveg undir hurðarkarm. Ég hef aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd. Hjartað var bara á milljón.“ Hér að neðan má sjá myndband úr Lyfju eftir skjálftann fyrrnefnda. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Þetta var bara hræðileg aðkoma að koma hingað heim. Það var bara allt í maski hérna inni hjá okkur,“ segir Valgerður og bendir fréttamanni á brotna tertudiska á gólfinu á heimili sínu. Tjónið er töluvert og Valgerður bendir til dæmis á að ein styttan sem datt á gólfið og brotnaði hafi kostað um hundrað þúsund krónur. Þegar Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í heimsókn hjá Valgerði reið snarpur skjálfti yfir en líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan hélt Valgerður ró sinni á meðan fréttamanni stóð ekki á sama. Valgerður er enda öllu vön eftir skjálftavirknina undanfarið og gerir helst ráð fyrir að gosið komi upp í bakgarðinum hjá sér. „Ég held að þetta sé búið og að eldgosið verði síðan bara hérna í baksýn hjá mér. Og hraunið fer svo eitthvert annað en til mín,“ segir Valgerður kímin og bætir við að ekkert hús sé á bak við hennar eign. „Ég mun bara hafa útsýni úr sólstofunni.“ Hjartað á milljón Valgerður starfar í Lyfju og hún segir að skjálfti sem reið yfir þegar hún var stödd þar inni um klukkan sex hafi verið verulega óþægilegur. „Það var það versta og ég fór alveg undir hurðarkarm. Ég hef aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd. Hjartað var bara á milljón.“ Hér að neðan má sjá myndband úr Lyfju eftir skjálftann fyrrnefnda.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira