„Aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd“ Sunna Sæmundsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 10. nóvember 2023 22:16 Valgerður Vilmundardóttir. vísir/skjáskot Mikil eyðilegging blasti við þegar Valgerður Vilmundardóttir gekk inn á heimili sitt í Grindavík fyrr í kvöld. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins og skjálftann sem reið yfir þegar hún var stödd í Lyfju um klukkan sex. „Þetta var bara hræðileg aðkoma að koma hingað heim. Það var bara allt í maski hérna inni hjá okkur,“ segir Valgerður og bendir fréttamanni á brotna tertudiska á gólfinu á heimili sínu. Tjónið er töluvert og Valgerður bendir til dæmis á að ein styttan sem datt á gólfið og brotnaði hafi kostað um hundrað þúsund krónur. Þegar Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í heimsókn hjá Valgerði reið snarpur skjálfti yfir en líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan hélt Valgerður ró sinni á meðan fréttamanni stóð ekki á sama. Valgerður er enda öllu vön eftir skjálftavirknina undanfarið og gerir helst ráð fyrir að gosið komi upp í bakgarðinum hjá sér. „Ég held að þetta sé búið og að eldgosið verði síðan bara hérna í baksýn hjá mér. Og hraunið fer svo eitthvert annað en til mín,“ segir Valgerður kímin og bætir við að ekkert hús sé á bak við hennar eign. „Ég mun bara hafa útsýni úr sólstofunni.“ Hjartað á milljón Valgerður starfar í Lyfju og hún segir að skjálfti sem reið yfir þegar hún var stödd þar inni um klukkan sex hafi verið verulega óþægilegur. „Það var það versta og ég fór alveg undir hurðarkarm. Ég hef aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd. Hjartað var bara á milljón.“ Hér að neðan má sjá myndband úr Lyfju eftir skjálftann fyrrnefnda. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Þetta var bara hræðileg aðkoma að koma hingað heim. Það var bara allt í maski hérna inni hjá okkur,“ segir Valgerður og bendir fréttamanni á brotna tertudiska á gólfinu á heimili sínu. Tjónið er töluvert og Valgerður bendir til dæmis á að ein styttan sem datt á gólfið og brotnaði hafi kostað um hundrað þúsund krónur. Þegar Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í heimsókn hjá Valgerði reið snarpur skjálfti yfir en líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan hélt Valgerður ró sinni á meðan fréttamanni stóð ekki á sama. Valgerður er enda öllu vön eftir skjálftavirknina undanfarið og gerir helst ráð fyrir að gosið komi upp í bakgarðinum hjá sér. „Ég held að þetta sé búið og að eldgosið verði síðan bara hérna í baksýn hjá mér. Og hraunið fer svo eitthvert annað en til mín,“ segir Valgerður kímin og bætir við að ekkert hús sé á bak við hennar eign. „Ég mun bara hafa útsýni úr sólstofunni.“ Hjartað á milljón Valgerður starfar í Lyfju og hún segir að skjálfti sem reið yfir þegar hún var stödd þar inni um klukkan sex hafi verið verulega óþægilegur. „Það var það versta og ég fór alveg undir hurðarkarm. Ég hef aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd. Hjartað var bara á milljón.“ Hér að neðan má sjá myndband úr Lyfju eftir skjálftann fyrrnefnda.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira