Þriggja ára dómur fyrir brot gegn stjúpdóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2023 06:45 Lögregubíll fyrir utan Landsrétt í Kársnesinu í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað og reglulega beitt stjúpdóttur sína kynferðisofbeldi á þriggja ára tímabili. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í apríl í fyrra. Forsaga málsins er sú að í maí 2019 fór barnaverndarnefnd fram á lögreglurannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn stúlkunni sem var þá þrettán ára gömul. Fram kom í bréfinu að tilkynning hefði borist frá móður vinkonu stúlkunnar, en stúlkan hafði þá sagt vinkonu sinni frá því að stjúpfaðir hennar hefði misnotað hana kynferðislega í fjögur ár. Kom inn til hennar á nóttunni og lét hana snerta sig Skýrsla var tekin af stúlkunni í Barnahúsi síðar sama mánuð þar sem hún greindi frá því að stjúpfaðirinn kæmi inn til hennar á næturnar, snerti hana og léti hana snerta hann. Hún svæfi alltaf í nærfötum og náttfötum en hann snerti hana undir fötunum og læti hana snerta á honum typpið. Stúlkan greindi jafnframt frá því í skýrslutökunni að þetta hefði fyrst gerst þegar hún var ellefu eða tólf ára. Hún léti oft sem hún væri sofandi þegar hann kæmi inn til hennar. Frá því að hann hefði komið inn til hennar í fyrsta sinn hafi hún ekki treyst honum og talaði varla við hann lengur. Þá hefði hann eitt sinn farið að gráta og lofað að snerta hana ekki aftur en hann hefði ekki staðið við það. Sömuleiðis að hann gerði þetta ekki við hana þær helgar sem stjúpsystir hennar væri hjá þeim, en hún gisti í sama herbergi og stúlkan. „Eitt atvik hefði verið það versta en þá hefði ákærði látið hana snerta typpið á sér og á meðan hefði hann snert brjóst hennar og svo hefði hann sett typpið í munn hennar. Hún hefði verið mjög hrædd og farið að gráta eftir að hann fór. Innt eftir því hvernig typpið á honum væri þegar hann léti hana snerta það sagði brotaþoli að það væri stórt og hart og hann léti hana snerta það með því að ýta fram og til baka,“ sagði í dómi héraðsdóms. Hafði sýnt óvenjulega kynferðislega hegðun frá barnæsku Við yfirheyrslu neitaði stjúpfaðirinn sök og sagðist einungis hafa farið inn í herbergi stúlkunnar til þess að setja síma hennar í hleðslu og opna glugga en aldrei á nóttunni. Tekin var skýrsla af fjölda vitna sem studdu framburð stúlkunnar og niðurstöður úr sálfræðimati sem studdu hana sömuleiðis. Flest vitna voru vinkonur hennar, sem hún hafði sagt frá hvað væri í gangi. Þá kom fram í vitnisburði móður stúlkunnar að stjúpfaðirinn, sambýlismaður móðurinnar, hafi sýnt óvenjulega kynferðislega hegðun. Hann hafi sagt henni að hann hafi gert það frá unga aldri og verið í sálfræðimeðferð að frumkvæði foreldra hans. Hann hafi sömleiðis sótt meðferðarfundi fyrir kynlífsfíkla og endurtekið haldið fram hjá henni. Vegna alvarleika brotanna mat dómurinn svo að ekki bæri að skilyrðisbinda dóminn. Rannsókn málsins hafi hins vegar verið að mestu lokið árið 2019 en málið ekki sent héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2021 og ákæra gefin út í desember. Því hafi hæfileg refsing verið metin þrjú ár í fangelsi. Landsréttur féllst ekki á neina af þeim athugasemdum sem lögmaður karlmannsins gerði við áfrýjun málsins til Landsréttar. Var dómurinn því staðfestur. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í apríl í fyrra. Forsaga málsins er sú að í maí 2019 fór barnaverndarnefnd fram á lögreglurannsókn vegna gruns um kynferðisofbeldi gegn stúlkunni sem var þá þrettán ára gömul. Fram kom í bréfinu að tilkynning hefði borist frá móður vinkonu stúlkunnar, en stúlkan hafði þá sagt vinkonu sinni frá því að stjúpfaðir hennar hefði misnotað hana kynferðislega í fjögur ár. Kom inn til hennar á nóttunni og lét hana snerta sig Skýrsla var tekin af stúlkunni í Barnahúsi síðar sama mánuð þar sem hún greindi frá því að stjúpfaðirinn kæmi inn til hennar á næturnar, snerti hana og léti hana snerta hann. Hún svæfi alltaf í nærfötum og náttfötum en hann snerti hana undir fötunum og læti hana snerta á honum typpið. Stúlkan greindi jafnframt frá því í skýrslutökunni að þetta hefði fyrst gerst þegar hún var ellefu eða tólf ára. Hún léti oft sem hún væri sofandi þegar hann kæmi inn til hennar. Frá því að hann hefði komið inn til hennar í fyrsta sinn hafi hún ekki treyst honum og talaði varla við hann lengur. Þá hefði hann eitt sinn farið að gráta og lofað að snerta hana ekki aftur en hann hefði ekki staðið við það. Sömuleiðis að hann gerði þetta ekki við hana þær helgar sem stjúpsystir hennar væri hjá þeim, en hún gisti í sama herbergi og stúlkan. „Eitt atvik hefði verið það versta en þá hefði ákærði látið hana snerta typpið á sér og á meðan hefði hann snert brjóst hennar og svo hefði hann sett typpið í munn hennar. Hún hefði verið mjög hrædd og farið að gráta eftir að hann fór. Innt eftir því hvernig typpið á honum væri þegar hann léti hana snerta það sagði brotaþoli að það væri stórt og hart og hann léti hana snerta það með því að ýta fram og til baka,“ sagði í dómi héraðsdóms. Hafði sýnt óvenjulega kynferðislega hegðun frá barnæsku Við yfirheyrslu neitaði stjúpfaðirinn sök og sagðist einungis hafa farið inn í herbergi stúlkunnar til þess að setja síma hennar í hleðslu og opna glugga en aldrei á nóttunni. Tekin var skýrsla af fjölda vitna sem studdu framburð stúlkunnar og niðurstöður úr sálfræðimati sem studdu hana sömuleiðis. Flest vitna voru vinkonur hennar, sem hún hafði sagt frá hvað væri í gangi. Þá kom fram í vitnisburði móður stúlkunnar að stjúpfaðirinn, sambýlismaður móðurinnar, hafi sýnt óvenjulega kynferðislega hegðun. Hann hafi sagt henni að hann hafi gert það frá unga aldri og verið í sálfræðimeðferð að frumkvæði foreldra hans. Hann hafi sömleiðis sótt meðferðarfundi fyrir kynlífsfíkla og endurtekið haldið fram hjá henni. Vegna alvarleika brotanna mat dómurinn svo að ekki bæri að skilyrðisbinda dóminn. Rannsókn málsins hafi hins vegar verið að mestu lokið árið 2019 en málið ekki sent héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2021 og ákæra gefin út í desember. Því hafi hæfileg refsing verið metin þrjú ár í fangelsi. Landsréttur féllst ekki á neina af þeim athugasemdum sem lögmaður karlmannsins gerði við áfrýjun málsins til Landsréttar. Var dómurinn því staðfestur.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira