Hundrað grunnskólanemar keppa í byggingu LEGO Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 14:52 Liðin takast á við fjölbreytt verkefni. ©Kristinn Ingvarsson Ríflega 100 grunnskólanemar á aldrinum 10 til 16 ára alls staðar af landinu taka um helgina þátt í hinni árlegu tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League sem fram fer í Háskólabíói í dag. Keppnin var opnuð almenningi eftir hádegi og þá jafnframt í Vísindasmiðju Háskóla Íslands í bíóinu. Alls eru sextán lið grunnskólanema skráð til leiks að þessu sinni, þar á meðal nokkur lið sem eru að taka þátt í fyrsta sinn. Í þeirra hópi er lið frá STEM Húsavík sem er fyrsta þverfaglega STEM fræðslunetið á Íslandi með áherslu á samfélagsþátttöku. Háskóli Íslands heldur utan um keppnina en markmið hennar er að auka áhuga ungs fólks á tækni og vísindum og efla færni og lausnarmiðaða hugsun. Í keppninni reynir á nýsköpunarhugsun og samskipta- og samstarfshæfni liða en um leið er ætlunin að byggja upp sjálfstraust ungs fólks. Engin smá bygging. ©Kristinn Ingvarsson Keppnin skiptist í nokkra hluta þar sem þátttökulið glíma við fjölbreytt verkefni, þar á meðal að forrita vélmenni úr tölvustýrðu LEGOi til að leysa tilteknar þrautir á þrautabraut. Þá vinna liðin nýsköpunarverkefni sem tengist þema keppninnar í ár, en að þessu sinni er það tengt samspili vísinda og tækni við listir og menningu og ber heitið Meistaraverkefni (MASTERPIECE). ©Kristinn Ingvarsson Þannig munu keppnisliðin kanna listheiminn, hvaðan list er sprottin og hvernig henni er miðlað og beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar og ímyndunaraflinu við að finna nýjar leiðir til að skapa og miðla list um heim allan. Auk framangreinds þurfa keppnisliðin að gera grein fyrir því hvernig þau hanna og forrita vélmennið og loks er horft sérstaklega til liðsheildar. Það getur tekið á að keppa. ©Kristinn Ingvarsson Sigurvegurum í tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League býðst að taka þátt í norrænni keppni FIRST LEGO League síðar í vetur. Valið stendur á milli Skandinavísku keppninnar í Noregi, þar sem norsk og sænsk lið taka þátt, og Dönsku lokakeppninnar þar sem dönsk og færeysk lið etja kappi. Tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League hófst klukkan 9.30 og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu: https://vimeo.com/event/3859712. Börn og uppeldi Krakkar Grunnskólar Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Alls eru sextán lið grunnskólanema skráð til leiks að þessu sinni, þar á meðal nokkur lið sem eru að taka þátt í fyrsta sinn. Í þeirra hópi er lið frá STEM Húsavík sem er fyrsta þverfaglega STEM fræðslunetið á Íslandi með áherslu á samfélagsþátttöku. Háskóli Íslands heldur utan um keppnina en markmið hennar er að auka áhuga ungs fólks á tækni og vísindum og efla færni og lausnarmiðaða hugsun. Í keppninni reynir á nýsköpunarhugsun og samskipta- og samstarfshæfni liða en um leið er ætlunin að byggja upp sjálfstraust ungs fólks. Engin smá bygging. ©Kristinn Ingvarsson Keppnin skiptist í nokkra hluta þar sem þátttökulið glíma við fjölbreytt verkefni, þar á meðal að forrita vélmenni úr tölvustýrðu LEGOi til að leysa tilteknar þrautir á þrautabraut. Þá vinna liðin nýsköpunarverkefni sem tengist þema keppninnar í ár, en að þessu sinni er það tengt samspili vísinda og tækni við listir og menningu og ber heitið Meistaraverkefni (MASTERPIECE). ©Kristinn Ingvarsson Þannig munu keppnisliðin kanna listheiminn, hvaðan list er sprottin og hvernig henni er miðlað og beita aðferðum rannsókna og nýsköpunar og ímyndunaraflinu við að finna nýjar leiðir til að skapa og miðla list um heim allan. Auk framangreinds þurfa keppnisliðin að gera grein fyrir því hvernig þau hanna og forrita vélmennið og loks er horft sérstaklega til liðsheildar. Það getur tekið á að keppa. ©Kristinn Ingvarsson Sigurvegurum í tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League býðst að taka þátt í norrænni keppni FIRST LEGO League síðar í vetur. Valið stendur á milli Skandinavísku keppninnar í Noregi, þar sem norsk og sænsk lið taka þátt, og Dönsku lokakeppninnar þar sem dönsk og færeysk lið etja kappi. Tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League hófst klukkan 9.30 og er hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu á netinu: https://vimeo.com/event/3859712.
Börn og uppeldi Krakkar Grunnskólar Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira