Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu kemur fram að aðgerðastjórn ferðaþjónustunnar (ASF) og framkvæmdahópur ferðaþjónustunnar (FHF) verða kallaðir saman í dag. Það er í samræmi við þróun síðasta sólarhrings og almennt verklag.
Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að helstu þættir áætlunarinnar snúi að því að tryggja öryggi ferðamanna á Íslandi, lágmarka áhrif á för ferðamanna til og frá landinu, tryggja upplýsingaflæði til og frá ferðaþjónustuaðilum til Samhæfingarstöðvar almannavarna, koma upplýsingum til ferðamanna og lágmarka áhrif neyðarvár á ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannalands.
Hægt er að kynna sér viðbragðsáætlun hér.
Fréttatilkynninguna má nálgast á ensku hér.