Fyrir leikinn var Juventus tveimur stigum á eftir toppliði Inter sem á leik gegn Frosinone á morgun.
Fyrri hálfleikur í dag var markalaus en í síðari hálfleik voru það tveir af miðvörðum Juventus sem skoruðu mörk með tíu mínútna millibili. Fyrst skoraði hinn brasilíski Bremer áður en Daniel Rugani bætti öðru marki við á 70. mínútu.
Alberto Dossena minnkaði muninn fimm mínútum síðar en þar við sat. Juventus fagnaði 2-1 sigri og tyllir sér þar með í toppsæti deildarinnar að minnsta kosti þar til á morgun.