Fyrir leikinn í dag var Real Madrid í öðru sæti deildarinnar á eftir girona sem frekar óvænt situr í toppsætinu. Valencia var um miðja deild og því Real sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn.
Það kom líka á daginn. Dani Carvajal kom Real Madrid yfir strax á þriðju mínútu leiksins og Vinicius Jr. kom heimaliðinu í 2-0 skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.
Í síðari hálfleik bætti Real síðan við þremur mörkum. Vincius Jr. skoraði sitt annað mark á 49. mínútu og landi hans frá Brasilíu Rodrygo tók síðan við með tveimur mörkum. Hann skoraði fjórða markið aðeins mínútu eftir þriðja mark Real og 5-0 markið kom síðan undir lokin.
Hugo Duro minnkaði muninn með sárabótamarki á 89. mínútu. Lokatölur 5-1 og Real styrkir stöðu sína í öðru sætinu og er núna tveimur stigum á eftir Girona. Barcelona er í þriðja sæti fimm stigum á eftir Real en á leik til góða.