Um 250 gæludýr enn í Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2023 00:01 Sjálfboðaliðar Dýrfinnu hafa tekið saman lista með þeim gæludýrum sem urðu eftir í Grindavík þegar bærinn var rýmdur. Dýrfinna Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hafa safnað lista með tæplega 250 dýrum sem eru enn í Grindavík. Sjálfboðaliði segir samtökin tilbúin að fara inn í bæinn til að bjarga dýrum um leið og aðstæður leyfa. Samtökin geri sér grein fyrir því að ekki muni öll dýrin koma heil út úr ástandinu. Töluverður fjöldi gæludýra varð eftir í Grindavík þegar bærinn var rýmdur í gær. Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hvöttu íbúa Grindavíkur í dag til að tilkynna dýr sín svo hægt væri að fá yfirsýn yfir fjöldann og mögulega sækja dýrin. „Við byrjuðum strax í gær að fá símtöl frá eigendum um að þeir hefðu gleymt hinu og þessu þegar það var verið að rýma bæinn. Við vissum ekkert hvað við ættum að gera en sendum ábendingu á Neyðarlínuna og óskuðum eftir aðstoð,“ segir Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Hún segir að Dýrfinna hafi í kjölfarið byrjað að búa til lista yfir þau dýr sem væru eftir á svæðinu. Samkvæmt núverandi samantekt hefur Dýrfinnu borist tilkynning um tæplega 250 dýr sem urðu eftir og þar er sauðfé ótalið. „Þetta eru 20 hross sem við höfum fengið tilkynningu um, 58 kisur, 90 bréfdúfur, 28 hænur, tvær kanínur og tveir hamstrar, þrettán páfagaukar og 40 dúfur. Svo er það allt sauðféð sem er eftir,“ segir Eygló um dýrafjöldann. Vona að landið hagi sér „Við erum núna eiginlega að vona að landið okkar hagi sér þannig það sé hægt að fara og bjarga þessum dýrum,“ segir Eygló og að þau hafi fengið að vita frá neyðarlínunni að „ef það gerist þá fái hópurinn að fara og bjarga þessum dýrum með aðstoð björgunarsveitarmanna.“ Eygló segir að sjálfboðaliðar Dýrfinnu voni það besta en séu undirbúnir fyrir það versta.Dýrfinna „Við höldum bara áfram að safna saman upplýsingum um hvar þessi dýr eru staðsett og við erum búin að búa til kort með staðsetningunum,“ segir hún um framhaldið. Á ellefta tímanum í kvöld tilkynntu almannavarnir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði ákveðið að ekki sé unnt að bjarga búfénaði og húsdýrum af skilgreindu hættusvæði vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að svo stöddu. Var það þá ekki högg að sjá að almannavarnir ætluðu ekki að bjarga dýrunum? „Það var mikið högg að lesa þetta vitandi að dýrin eru allslaus, mörg án matar og vatns og eru í rauninni að berjast fyrir lífi sínu. Á sama tíma erum við rosalega ánægð að það sé verið að hlusta á okkur. Að það sé ekki verið að gleyma þessum dýrum,“ segir Eygló. „Það fór aðeins í okkur að það væri talað um að Grindavík væri orðin draugabær. Það er ennþá fullt af lífi í bænum þar sem þessi dýr bíða eftir aðstoð okkar,“ segir hún. Undirbúin fyrir það versta Hver eru þá næstu skref? „Næstu skref eru að halda áfram biðja fólk um að fylla inn í listann ef það eru fleiri dýr á staðnum þannig ef það verður farið inn í bæinn fyrir gos, eftir gos eða á meðan á gosi stendur þá verði hægt að bjarga sem flestum í þessu glugga ef hann gefst. „Við erum komin með fullt af búrum, hestakerru og allt þetta þannig við erum tilbúin,“ segir Eygló um undirbúning Dýrfinnu fyrir mögulegar björgunaraðgerðir. „Við vonum það besta en við gerum okkur alveg grein fyrir því að það munu ekki öll dýrin koma heil út úr þessu,“ segir hún aðspurð út í mögulegar sviðsmyndir. „Við höldum áfram að hafa hátt og að reyna að standa upp fyrir þessum dýrum. En við erum undirbúin fyrir það versta líka,“ segir hún að lokum. Dýrfinna hvetur fólk til að senda ábendingar um dýr sem eru enn í Grindavík inn í hópinn Gæludýr í Grindavík en annars er Dýrfinna með símana 842-5460 og 775-4234 sem hægt er að hafa samband við. Dýr Eldgos og jarðhræringar Grindavík Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Hundar Kettir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Sjá meira
Töluverður fjöldi gæludýra varð eftir í Grindavík þegar bærinn var rýmdur í gær. Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hvöttu íbúa Grindavíkur í dag til að tilkynna dýr sín svo hægt væri að fá yfirsýn yfir fjöldann og mögulega sækja dýrin. „Við byrjuðum strax í gær að fá símtöl frá eigendum um að þeir hefðu gleymt hinu og þessu þegar það var verið að rýma bæinn. Við vissum ekkert hvað við ættum að gera en sendum ábendingu á Neyðarlínuna og óskuðum eftir aðstoð,“ segir Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Hún segir að Dýrfinna hafi í kjölfarið byrjað að búa til lista yfir þau dýr sem væru eftir á svæðinu. Samkvæmt núverandi samantekt hefur Dýrfinnu borist tilkynning um tæplega 250 dýr sem urðu eftir og þar er sauðfé ótalið. „Þetta eru 20 hross sem við höfum fengið tilkynningu um, 58 kisur, 90 bréfdúfur, 28 hænur, tvær kanínur og tveir hamstrar, þrettán páfagaukar og 40 dúfur. Svo er það allt sauðféð sem er eftir,“ segir Eygló um dýrafjöldann. Vona að landið hagi sér „Við erum núna eiginlega að vona að landið okkar hagi sér þannig það sé hægt að fara og bjarga þessum dýrum,“ segir Eygló og að þau hafi fengið að vita frá neyðarlínunni að „ef það gerist þá fái hópurinn að fara og bjarga þessum dýrum með aðstoð björgunarsveitarmanna.“ Eygló segir að sjálfboðaliðar Dýrfinnu voni það besta en séu undirbúnir fyrir það versta.Dýrfinna „Við höldum bara áfram að safna saman upplýsingum um hvar þessi dýr eru staðsett og við erum búin að búa til kort með staðsetningunum,“ segir hún um framhaldið. Á ellefta tímanum í kvöld tilkynntu almannavarnir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði ákveðið að ekki sé unnt að bjarga búfénaði og húsdýrum af skilgreindu hættusvæði vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að svo stöddu. Var það þá ekki högg að sjá að almannavarnir ætluðu ekki að bjarga dýrunum? „Það var mikið högg að lesa þetta vitandi að dýrin eru allslaus, mörg án matar og vatns og eru í rauninni að berjast fyrir lífi sínu. Á sama tíma erum við rosalega ánægð að það sé verið að hlusta á okkur. Að það sé ekki verið að gleyma þessum dýrum,“ segir Eygló. „Það fór aðeins í okkur að það væri talað um að Grindavík væri orðin draugabær. Það er ennþá fullt af lífi í bænum þar sem þessi dýr bíða eftir aðstoð okkar,“ segir hún. Undirbúin fyrir það versta Hver eru þá næstu skref? „Næstu skref eru að halda áfram biðja fólk um að fylla inn í listann ef það eru fleiri dýr á staðnum þannig ef það verður farið inn í bæinn fyrir gos, eftir gos eða á meðan á gosi stendur þá verði hægt að bjarga sem flestum í þessu glugga ef hann gefst. „Við erum komin með fullt af búrum, hestakerru og allt þetta þannig við erum tilbúin,“ segir Eygló um undirbúning Dýrfinnu fyrir mögulegar björgunaraðgerðir. „Við vonum það besta en við gerum okkur alveg grein fyrir því að það munu ekki öll dýrin koma heil út úr þessu,“ segir hún aðspurð út í mögulegar sviðsmyndir. „Við höldum áfram að hafa hátt og að reyna að standa upp fyrir þessum dýrum. En við erum undirbúin fyrir það versta líka,“ segir hún að lokum. Dýrfinna hvetur fólk til að senda ábendingar um dýr sem eru enn í Grindavík inn í hópinn Gæludýr í Grindavík en annars er Dýrfinna með símana 842-5460 og 775-4234 sem hægt er að hafa samband við.
Dýr Eldgos og jarðhræringar Grindavík Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Hundar Kettir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Sjá meira