Afhverju strætó? Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2023 07:01 Strætó, stundum kallaður bussinn eða Gula limman, brunar um göturnar allan liðlangan daginn. Bílstjórarnir setjast upp í bílana fyrir sólarupprás og eru ekki farnir af götunum fyrr en komið er að háttatíma. Svo ekki sé minnst á sniðuga næturstrætóinn. Þrátt fyrir að bjóða auðveldan kost til þess að bæta umhverfisáhrif er aðeins brot af landsbúum sem nýta sér þessi fríðindi. Sum segja strætó of óútreiknanlegan, en bílar geta verið það líka og ef bíllinn bilar þá er nú alveg víst að það mætir ekki annar korteri seinna til að bjarga málunum. Stundum eru hnökrar sem leiðinlegt er að lenda í, en ef fleiri nýta sér Strætó er miklu meira rými fyrir bætingu. Ef farþegarnir vinna með strætókerfinu, láta heyra í sér þegar þarf og senda inn tillögur, þá er mun líklegra að eitthvað breytist. Ein ástæða fyrir seinagangi vagnanna er dagleg umferðarteppa sem bílandi fólk lendir líka í. Meira að segja má líta á það þannig að við sem keyrum bíl erum ekki að lenda í umferð heldur erum við umferðin. Klukkan hálf átta til hálf níu eru þúsundir bíla stopp á brautum höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma eru fleiri strætóar kallaðir inn til að koma til móts við álagstíma dagsins. Strætóinn er seinn út af bílaumferð og bílandi fólkið er það líka. Hvað ef fleiri skildu bílinn sinn eftir heima og nýttu sér almenningssamgöngur í staðinn? Það gæti minnkað umferð og aukið líkur á bætingu strætókerfisins. Svo má ekki gleyma sérstökum strætóbrautum í umferðinni, sem gera það að verkum að farþegar gulu limmunnar eru jafnvel í betri málum en bípandi reiðir einkabílar. Fyrir nokkru hækkaði bensínið gríðarlega í verði en svo virðist sem það hafi ekki breytt okkur miklu. Enda er mengandi spilliefnislosun mannréttindi, eða hitt þó heldur. Bensín er flokkað sem hættulegt umhverfinu af mörgum ástæðum, en auðvitað höfum við vanið okkur á óneitanleg þægindi einkabílsins og erfitt er að segja skilið við þau sí svona. Það þýðir samt ekki að það sé ómögulegt eða of erfitt til þess að taka eitt skref í einu. Ekki vita margir að auk gróðurhúsalofttegunda úr bensíninu þá kemur 75% af örplastinu í sjónum frá dekkjum bílanna á götunni. Þetta mengar fyrir sjávarlífi og hefur áhrif á hringrás lífsins. Bílar eru alger tískuvara sem skreyta okkur eins og litríkar páfagauksfjaðrir en eru vissulega þáttur í því að skemma umhverfið okkar. Það má færa rök fyrir því að í staðinn fyrir að kaupa nýjan bíl sé miklu meira cool að fjárfesta í einu strætókorti, hagstætt, umhverfisvænt og sýnir skynsaman karakter. Við þekkjum öll klisjurnar “Þetta reddast” og “Ég byrja bara á morgun” en það tekur tíma að byggja upp vana. Það að flokka, borða hollt, lesa meira og nota minna bensín eru vissulega venjur sem við verðum að tileinka okkur með því að byrja smátt. Það að nenna ekki er ekki góð afsökun alltaf því “þetta reddast” ekki nema að einhver “reddi því”. Húsið okkar brennur og við verðum að líta innávið og vera tilbúin að taka skrefin. Eitt skref í einu. Skvísurök fyrir því að taka strætó Ég skipulegg daginn minn betur. Ég held mér í betra formi. Ég er líklegri til að gera það sem ég ætlaði mér að gera Ég kom með ræktardót og skóladót svo get to work girl. Ég get svarað emailum í strætónum (time management queen) Ég þarf ekki að eyða pening í bensín ég þarf ekki að fara með bílinn í skoðum Ég þarf ekki að skafa, moka, hita hann upp Ég er umhverfisqueen sem er einu skrefi nær því að bjarga heiminum Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Strætó Samgöngur Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Strætó, stundum kallaður bussinn eða Gula limman, brunar um göturnar allan liðlangan daginn. Bílstjórarnir setjast upp í bílana fyrir sólarupprás og eru ekki farnir af götunum fyrr en komið er að háttatíma. Svo ekki sé minnst á sniðuga næturstrætóinn. Þrátt fyrir að bjóða auðveldan kost til þess að bæta umhverfisáhrif er aðeins brot af landsbúum sem nýta sér þessi fríðindi. Sum segja strætó of óútreiknanlegan, en bílar geta verið það líka og ef bíllinn bilar þá er nú alveg víst að það mætir ekki annar korteri seinna til að bjarga málunum. Stundum eru hnökrar sem leiðinlegt er að lenda í, en ef fleiri nýta sér Strætó er miklu meira rými fyrir bætingu. Ef farþegarnir vinna með strætókerfinu, láta heyra í sér þegar þarf og senda inn tillögur, þá er mun líklegra að eitthvað breytist. Ein ástæða fyrir seinagangi vagnanna er dagleg umferðarteppa sem bílandi fólk lendir líka í. Meira að segja má líta á það þannig að við sem keyrum bíl erum ekki að lenda í umferð heldur erum við umferðin. Klukkan hálf átta til hálf níu eru þúsundir bíla stopp á brautum höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma eru fleiri strætóar kallaðir inn til að koma til móts við álagstíma dagsins. Strætóinn er seinn út af bílaumferð og bílandi fólkið er það líka. Hvað ef fleiri skildu bílinn sinn eftir heima og nýttu sér almenningssamgöngur í staðinn? Það gæti minnkað umferð og aukið líkur á bætingu strætókerfisins. Svo má ekki gleyma sérstökum strætóbrautum í umferðinni, sem gera það að verkum að farþegar gulu limmunnar eru jafnvel í betri málum en bípandi reiðir einkabílar. Fyrir nokkru hækkaði bensínið gríðarlega í verði en svo virðist sem það hafi ekki breytt okkur miklu. Enda er mengandi spilliefnislosun mannréttindi, eða hitt þó heldur. Bensín er flokkað sem hættulegt umhverfinu af mörgum ástæðum, en auðvitað höfum við vanið okkur á óneitanleg þægindi einkabílsins og erfitt er að segja skilið við þau sí svona. Það þýðir samt ekki að það sé ómögulegt eða of erfitt til þess að taka eitt skref í einu. Ekki vita margir að auk gróðurhúsalofttegunda úr bensíninu þá kemur 75% af örplastinu í sjónum frá dekkjum bílanna á götunni. Þetta mengar fyrir sjávarlífi og hefur áhrif á hringrás lífsins. Bílar eru alger tískuvara sem skreyta okkur eins og litríkar páfagauksfjaðrir en eru vissulega þáttur í því að skemma umhverfið okkar. Það má færa rök fyrir því að í staðinn fyrir að kaupa nýjan bíl sé miklu meira cool að fjárfesta í einu strætókorti, hagstætt, umhverfisvænt og sýnir skynsaman karakter. Við þekkjum öll klisjurnar “Þetta reddast” og “Ég byrja bara á morgun” en það tekur tíma að byggja upp vana. Það að flokka, borða hollt, lesa meira og nota minna bensín eru vissulega venjur sem við verðum að tileinka okkur með því að byrja smátt. Það að nenna ekki er ekki góð afsökun alltaf því “þetta reddast” ekki nema að einhver “reddi því”. Húsið okkar brennur og við verðum að líta innávið og vera tilbúin að taka skrefin. Eitt skref í einu. Skvísurök fyrir því að taka strætó Ég skipulegg daginn minn betur. Ég held mér í betra formi. Ég er líklegri til að gera það sem ég ætlaði mér að gera Ég kom með ræktardót og skóladót svo get to work girl. Ég get svarað emailum í strætónum (time management queen) Ég þarf ekki að eyða pening í bensín ég þarf ekki að fara með bílinn í skoðum Ég þarf ekki að skafa, moka, hita hann upp Ég er umhverfisqueen sem er einu skrefi nær því að bjarga heiminum Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar