Handbolti

Þriðja árið í röð sem Mag­deburg sigrar HM fé­lags­liða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Janus Daði var frábær í dag.
Janus Daði var frábær í dag. @SCMagdeburg

Í dag lauk Super Globe-keppninni í handbolta, um er að ræða hálfgert HM félagsliða. Fór Íslendingalið Magdeburg með sigur af hólmi eftir framlengdan leik gegn Füchse Berlín. Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru valdir í úrvalslið mótsins.

Super Globe-keppnin í handbolta, HM félagsliða, lauk í dag og fór Íslendingalið Magdeburg með sigur af hólmi eftir framlengdan leik gegn Füchse Berlín. Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru valdir í úrvalslið mótsins.

Lokatölur í úrslitaleiknum 34-32 eftir framlengdan leik en staðan var jöfn 29-29. Magdeburg var að sigra mótið þriðja árið í röð en það fór fram í Sádi-Arabíu að þessu sinni.

Janus Daði var frábær í liði Magdeburgar og skoraði sjö mörk. Ómar Ingi bætti við fjórum. Þeir voru báðir í úrvalsliði mótsins, Janus Smári á miðjunni en Ómar Ingi í stöðu hægri skyttu.

Barcelona lagði Kielce í leik um þriðja sætið, lokatölur 33-30. Haukar Þrastarson skoraði þrjú mörk í liði Kielce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×