Verða sængur og koddar viðriðin næsta Met Gala? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2023 13:30 Fyrirsæta á sýningu Viktor & Rolf árið 2005 klæðist tískulegum svefnpoka með kodda fasta við hárið. Ætli stjörnurnar skarti einhverju svipuðu á næsta Met Gala? Michel Dufour/WireImage Fyrsta mánudag maí mánaðar koma stjörnurnar árlega saman í glæsilegum klæðnaði í tilefni af viðburðinum Met Gala, sem er gjarnan talinn stærsti tískuviðburður ársins. Met Gala verður haldið á Metropolitan safninu í New York 6. maí næstkomandi og árlega er gefið út ákveðið þema. Viðburðurinn virkar sem svo að stærstu tískuhönnuðir heimsins bjóða stjörnunum að klæðast flíkum eftir sig. Í kjölfar viðburðarins opnar sýning á safninu sem einkennist af þemanu en nýlega gáfu skipuleggjendur viðburðarins út að árið 2024 einkennist hann af einhvers konar endurvakningu á sofandi fegurð, þar sem titillinn er Sleeping Beauties: Reawakening Fashion. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Má gera ráð fyrir að einhver tískutrend verði endurvakin í tilefni af þessu en netverjar hafa leikið sér að því að hugsa hvernig klæðnaður einkennir þemað og velta meðal annars fyrir sér hvort tískurisarnir bjóði stjörnum upp á flíkur sem minna á sæng og kodda. Tónlistarmaðurinn Tommy Ca$h skartaði einmitt slíkum klæðaburði á tískusýningu fyrr á árinu. View this post on Instagram A post shared by TOMM¥ A$H (@tommycashworld) Forsvarsmenn þessarar tískuhátíðar eiga þó eftir að útskýra þemað og bíða tískuunnendur eflaust spenntir eftir að sjá fjölbreyttar útfærslur stærstu hönnuða heims á þemanu. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þessi klæðnaður Viktor & Rolf frá árinu 2005 verði endurvakinn á Met Gala næstkomandi vor.Michel Dufour/WireImage Tíska og hönnun Hollywood Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Met Gala verður haldið á Metropolitan safninu í New York 6. maí næstkomandi og árlega er gefið út ákveðið þema. Viðburðurinn virkar sem svo að stærstu tískuhönnuðir heimsins bjóða stjörnunum að klæðast flíkum eftir sig. Í kjölfar viðburðarins opnar sýning á safninu sem einkennist af þemanu en nýlega gáfu skipuleggjendur viðburðarins út að árið 2024 einkennist hann af einhvers konar endurvakningu á sofandi fegurð, þar sem titillinn er Sleeping Beauties: Reawakening Fashion. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Má gera ráð fyrir að einhver tískutrend verði endurvakin í tilefni af þessu en netverjar hafa leikið sér að því að hugsa hvernig klæðnaður einkennir þemað og velta meðal annars fyrir sér hvort tískurisarnir bjóði stjörnum upp á flíkur sem minna á sæng og kodda. Tónlistarmaðurinn Tommy Ca$h skartaði einmitt slíkum klæðaburði á tískusýningu fyrr á árinu. View this post on Instagram A post shared by TOMM¥ A$H (@tommycashworld) Forsvarsmenn þessarar tískuhátíðar eiga þó eftir að útskýra þemað og bíða tískuunnendur eflaust spenntir eftir að sjá fjölbreyttar útfærslur stærstu hönnuða heims á þemanu. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þessi klæðnaður Viktor & Rolf frá árinu 2005 verði endurvakinn á Met Gala næstkomandi vor.Michel Dufour/WireImage
Tíska og hönnun Hollywood Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög