Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vilhelm

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um stöðuna á Reykjanesskaganum.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í morgun að hleypa hluta bæjarbúa inn í bæinn í fylgd viðbragðsaðila til þess að vitja um heimili sín og bjarga verðmætum. 

Þá reynum við að fá nýjustu upplýsingar um stöðuna á jarðhræringunum en Almannavarnir hafa fundað í allan morgun til að reyna að fá skýrari mynd á stöðuna.

Einnig verður rætt við skólastjóra grunnskóla Grindavíkur sem segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna úr bænum.

Þá segjum við frá Heimsþingi kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun þar sem rúmlega fimmhundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum koma saman.

Í íþróttapakkanum verður svo fjallað tap íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta gegn feiknasterku liði Tyrkja sem fram fór í gær og þá heyrum við í Grindvíkingnum Ingibjörgu Sigurðardóttur sem spilaði mikilvægan leik í Noregi á sama tíma og verið var að rýma heimabæ hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×