Óljóst hvort umfangsmiklar aðgerðir skili árangri Jón Þór Stefánsson skrifar 13. nóvember 2023 18:17 Ekki er víst hvort umfangsmiklar aðgerðir muni bera árangur, þó telur forsætisráðherra mikilvægt að bregðast við. Vísir/Vilhelm „Staðan er þannig núna að við verðum bara að gera hvað við getum til að tryggja þessa mikilvægu innviði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við mögulegu gosi á Reykjanesskaga, í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag. Hún mælti í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem gefur dómsmálaráðherra heimild til að fela almannavörnum að hefja gerð á varnarmannvirkjum til að verja mikilvæga innviði, líkt og Grindavíkurbæ og orkuverið í Svartsengi. „Þetta er auðvitað flókið því við vitum ekki hvar mögulegt eldgos getur komið upp. Slík aðgerð væri forvarnaraðgerð, en það er ekki hægt að ábyrgjast að hún beri árangur,“ segir Katrín, sem bendir á að Alþingi hafi sópað öðrum málum af borði sínu í dag til að einblína á stöðuna í Grindavík. Katrín segir samstöðu á Alþingi um að standa með Grindvíkingum.Vísir/Vilhelm Þá leggur Katrín til sérstaka skattlagningu vegna þessa. Gjald yrði sett á hverja brunatryggða fasteign. Hún segir að gjaldið myndi nema um átta þúsund krónum á ári á fasteign sem væri metin hundrað milljónir. Þá vill hún meina að aðgerðin yrði tímabundin, núna sé horft til þriggja ára. „Þetta yrði gert til þess svo við höfum tekjustofn til að tryggja svigrúm hins opinbera til að ráðast í slíkar forvirkar aðgerðir gegn náttúruvá á Reykjanesskaga,“ segir hún. Þá segir Katrín mikilvægt að þegar þessu tiltekna óvissutímabili sé aflokið verði mikilvægt að ræða aðgerðir sem þessar til lengri tíma. Katrín segir ríkan vilja á Alþingi, þvert á flokka, um að standa með Grindvíkingum. „Það hefur ýmislegt dunið á á mínum tíma sem forsætisráðherra. Það gerir mig alltaf dálítið stolta þegar ég finn þennan tón á Alþingi, fólk leggur ágreiningsefnið til liðar og sameinast að því að finna bestu lausnirnar.“ Óvissan það versta „Það er það versta í þessu, óvissan. Það er það sem íbúar Grindavíkur finna svo rækilega fyrir núna eftir að gripið var til allsherjarrýmingar síðastliðið föstudagskvöld. Það er algjör óvissa um það hversu lengi sú rýming mun vara og það er gríðarlega þung staða,“ segir Katrín sem segir stjórnvöld einnig skoða hvernig hægt sé að tryggja afkomu Grindvíkinga, sem margir hverjir geta ekki unnið. Hún segist hafa fundað með verkalýðshreyfingunni og ætla að funda með atvinnurekendum. Þá sé verið að skoða húsnæðismál, skólamál, tómstundastarf og fleiri þætti sem þarf að leysa vegna rýmingarinnar. „Þetta er ótrúlega margt. Þetta er heilt samfélag sem var rýmt. 3700 manns, 800 börn, þetta eru tólf hundruð heimili. Þetta eru stærðirnar og óvissan algjör, hvort sem við horfum til skemmri eða lengri tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Hún mælti í dag fyrir frumvarpi á Alþingi sem gefur dómsmálaráðherra heimild til að fela almannavörnum að hefja gerð á varnarmannvirkjum til að verja mikilvæga innviði, líkt og Grindavíkurbæ og orkuverið í Svartsengi. „Þetta er auðvitað flókið því við vitum ekki hvar mögulegt eldgos getur komið upp. Slík aðgerð væri forvarnaraðgerð, en það er ekki hægt að ábyrgjast að hún beri árangur,“ segir Katrín, sem bendir á að Alþingi hafi sópað öðrum málum af borði sínu í dag til að einblína á stöðuna í Grindavík. Katrín segir samstöðu á Alþingi um að standa með Grindvíkingum.Vísir/Vilhelm Þá leggur Katrín til sérstaka skattlagningu vegna þessa. Gjald yrði sett á hverja brunatryggða fasteign. Hún segir að gjaldið myndi nema um átta þúsund krónum á ári á fasteign sem væri metin hundrað milljónir. Þá vill hún meina að aðgerðin yrði tímabundin, núna sé horft til þriggja ára. „Þetta yrði gert til þess svo við höfum tekjustofn til að tryggja svigrúm hins opinbera til að ráðast í slíkar forvirkar aðgerðir gegn náttúruvá á Reykjanesskaga,“ segir hún. Þá segir Katrín mikilvægt að þegar þessu tiltekna óvissutímabili sé aflokið verði mikilvægt að ræða aðgerðir sem þessar til lengri tíma. Katrín segir ríkan vilja á Alþingi, þvert á flokka, um að standa með Grindvíkingum. „Það hefur ýmislegt dunið á á mínum tíma sem forsætisráðherra. Það gerir mig alltaf dálítið stolta þegar ég finn þennan tón á Alþingi, fólk leggur ágreiningsefnið til liðar og sameinast að því að finna bestu lausnirnar.“ Óvissan það versta „Það er það versta í þessu, óvissan. Það er það sem íbúar Grindavíkur finna svo rækilega fyrir núna eftir að gripið var til allsherjarrýmingar síðastliðið föstudagskvöld. Það er algjör óvissa um það hversu lengi sú rýming mun vara og það er gríðarlega þung staða,“ segir Katrín sem segir stjórnvöld einnig skoða hvernig hægt sé að tryggja afkomu Grindvíkinga, sem margir hverjir geta ekki unnið. Hún segist hafa fundað með verkalýðshreyfingunni og ætla að funda með atvinnurekendum. Þá sé verið að skoða húsnæðismál, skólamál, tómstundastarf og fleiri þætti sem þarf að leysa vegna rýmingarinnar. „Þetta er ótrúlega margt. Þetta er heilt samfélag sem var rýmt. 3700 manns, 800 börn, þetta eru tólf hundruð heimili. Þetta eru stærðirnar og óvissan algjör, hvort sem við horfum til skemmri eða lengri tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16 Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Myndir úr Grindavík: Miklar skemmdir í bænum Grindvíkingum hefur verið hleypt inn í bæinn í morgun og í dag til að sækja eigur sínar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fór einnig til Grindavíkur. 13. nóvember 2023 14:16
Á leiðinni til Grindavíkur eftir að hafa misst móður sína á fimmtudaginn Ragna Kristín Ragnarsdóttir, íbúi í Grindavík, er ein þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem bíða þess nú að komast inn í bæinn. Hún er á leið með föður sínum heim til hans að sækja persónulega muni. Mestu skipta munir móður hennar sem lést á fimmtudaginn. 13. nóvember 2023 13:56