Beta kvaddi: „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 09:01 Elísabet Gunnarsdóttir hefur átt magnaðan tíma sem þjálfari Kristianstad liðsins. @kristianstadsdff Elísabet Gunnarsdóttir hefur stýrt liði Kristianstad í síðasta sinn en það gerði hún í lokaumferð sænsku deildarinnar um síðustu helgi. Kristianstad gerði þá 3-3 jafntefli við Linköping á útivelli í lokaleiknum og endaði liðið þar með í sjötta sæti sænsku deildarinnar. Einum magnaðasta tíma hjá íslenskum þjálfara er þar með lokið en Beta, eins og flestir þekkja hana, hefur farið í gegn súrt og sætt með sænska félaginu undanfarin fimmtán tímabil. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Elisabet fór til Svíþjóðar í janúar 2008 eftir að hafa gert Valskonur að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð. Hún hefur síðan haldið félaginu á floti og oft í gegnum mjög erfiða tíma. Á sama tíma hefur Kristianstad náð sínum besta árangri í sögunni og komst meðal annars í Evrópukeppnina fyrir nokkrum árum. Það var auðvitað dramatísk stund þegar leiknum lauk og ljóst var að Elísabet myndi ekki stýra Kristianstad aftur. Kristianstad setti inn myndband af nokkrum mómentum úr leiknum og þar má meðal annars sjá Elísabetu tárvota þakka sínum stelpum fyrir tímabilið og frábæran tíma. Elísabet má vissulega vera stolt að tíma sinum með sænska liðið. Hún hélt stutta ræðu í myndbandinu þar sem hún tjáir ást sína á stelpunum sínum og hvers mikil forréttindi það hefur verið að fá að starfa með þeim. Hún fær þær síðan allar til að kalla fjölskylda saman en Kristianstad fjölskyldan er samheldin og sterk ekki síst þökk sé leiðtoga sínum Elísabetu Gunnarsdóttur. Textinn með er líklegast tekinn frá Elísabetu sjálfri en hún hefur í ófá skiptin talað trú í sínar stelpur. „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist,“ er textinn undir myndbandinu sem má finna hér fyrir neðan. Það vissu síðan líka flestir að Beta er tveggja manna maki og það þarf því tvo þjálfara til að taka við af henni. Nýir þjálfarar Kristianstad liðsins eru Daniel Angergård og Johanna Almgren. Ef Instagram færslan hér fyrir neðan birtist ekki er um að gera að endurhlaða fréttina og þá ætti það að lagast. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Sænski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Kristianstad gerði þá 3-3 jafntefli við Linköping á útivelli í lokaleiknum og endaði liðið þar með í sjötta sæti sænsku deildarinnar. Einum magnaðasta tíma hjá íslenskum þjálfara er þar með lokið en Beta, eins og flestir þekkja hana, hefur farið í gegn súrt og sætt með sænska félaginu undanfarin fimmtán tímabil. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Elisabet fór til Svíþjóðar í janúar 2008 eftir að hafa gert Valskonur að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð. Hún hefur síðan haldið félaginu á floti og oft í gegnum mjög erfiða tíma. Á sama tíma hefur Kristianstad náð sínum besta árangri í sögunni og komst meðal annars í Evrópukeppnina fyrir nokkrum árum. Það var auðvitað dramatísk stund þegar leiknum lauk og ljóst var að Elísabet myndi ekki stýra Kristianstad aftur. Kristianstad setti inn myndband af nokkrum mómentum úr leiknum og þar má meðal annars sjá Elísabetu tárvota þakka sínum stelpum fyrir tímabilið og frábæran tíma. Elísabet má vissulega vera stolt að tíma sinum með sænska liðið. Hún hélt stutta ræðu í myndbandinu þar sem hún tjáir ást sína á stelpunum sínum og hvers mikil forréttindi það hefur verið að fá að starfa með þeim. Hún fær þær síðan allar til að kalla fjölskylda saman en Kristianstad fjölskyldan er samheldin og sterk ekki síst þökk sé leiðtoga sínum Elísabetu Gunnarsdóttur. Textinn með er líklegast tekinn frá Elísabetu sjálfri en hún hefur í ófá skiptin talað trú í sínar stelpur. „Ekki gráta að þetta sé búið, brosum af því að þetta gerðist,“ er textinn undir myndbandinu sem má finna hér fyrir neðan. Það vissu síðan líka flestir að Beta er tveggja manna maki og það þarf því tvo þjálfara til að taka við af henni. Nýir þjálfarar Kristianstad liðsins eru Daniel Angergård og Johanna Almgren. Ef Instagram færslan hér fyrir neðan birtist ekki er um að gera að endurhlaða fréttina og þá ætti það að lagast. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Sænski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira