„Við rifumst og áttum okkar moment“ Íris Hauksdóttir skrifar 14. nóvember 2023 16:01 Klara Elías sagði tilfinninguna ólýsanlega að stíga aftur á svið með Nylon sem fullorðin kona. Vísir/Hulda Margrét Söngkonan Klara Elías segir að samkeppni hafi verið mikil innan hljómsveitarinnar Nylon á árum áður. Stelpurnar hafi rifist og átt sín móment. Þeim hafi þó tekist að vinna hratt úr ágreiningi. „Jú og við rifumst og áttum okkar móment eins og systur og vinkonur gera. Það sem gerði þetta merkilegt var hversu fljótar við vorum að vinna úr því. Okkur langaði bara svo mikið að það væri ánægjulegt fyrir okkur allar að einhvern veginn tókst okkur að vera samt alltaf fyrst og fremst góðar við hvor aðra.“ Klara kom fram á tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð á Stöð 2 Vísi á fimmtudaginn. Þar sagði hún áhorfendum frá Nylon-árunum og endurkomunni á Arnarhóli í sumar. Hægt er að horfa hér. Spurð hvernig upplifunin hafi verið að flytja út í hinn stóra heim segir Klara hana hafa verið stórkostlega. „Ellefu ár af lífi mínu og var þar sem ég byrjaði minn feril sem lagahöfundur. Ég var ekkert að semja tónlist áður en mjög fljótlega eftir að við fluttum til Bandaríkjanna, bara örfá ár inn í tímann minn þar var ég byrjuð að semja á fullu og uppgötvaði þann vettvang að það sé hægt að vinna við það.“ Fljótlega eftir flutninginn til Bandaríkjanna fór Klara að semja tónlist.Vísir/Hulda Margrét Sveitin hélt áfram sem The Charlies og kom fram bæði hérlendis sem og utan landsteinanna. Klara segir muninn á milli þjóða fyrst og fremst felast í tónlistinni sem var allt öðruvísi. „Miklu meira dansað, öðruvísi búningar og öðruvísi mindset. En þetta er alltaf það sama, ef maður hefur gaman að þessu og nýtur þess að koma fram skiptir ekki öllu máli hvað maður er að syngja bara meðan maður getur notið þess.“ Stúlknasveitin Nylon átti stóra endurkomu á Menningarnótt og eru þær nú að senda frá sér tónlistarmyndband. Sveitina skipa Klara, Emilía, Alma og Steinunn Camilla.Elísabet Blöndal Nylon kom sem þekkt er nýverið aftur saman og segir Klara tilfinninguna geggjaða. „Við erum enn að fá skilaboð um fólk sem varð klökkt og fékk tár í augun og ég fæ tár í augun að fá þessi skilaboð. Að þetta hafi snert svona marga. Kannski er það það sem gerði þetta svona gott okkar á milli að við umkringdum okkur alltaf af þessum stelpum sem höfðu aldrei áður séð fjórar íslenskar stelpur saman í hljómsveit. Það hafði ekki verið gert í þessari pakkningu áður og ég held að það hafi verið mikilvægt og var alveg æðislega skemmtilegt. Það var geggjað að gera þetta aftur fullorðnar. Þetta var dásamlegt kvöld, menningarnótt.“ Tónlist Bylgjan órafmögnuð Bylgjan Tengdar fréttir Bylgjan órafmögnuð: Klara Elías syngur frá hjartanu Klara Elías er önnur söngkonan sem stígur á svið í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð sem er á dagskrá á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi næstu sex fimmtudagskvöld. 9. nóvember 2023 19:30 Frumsýning: Tónlistarmyndband frá Nylon Hljómsveitin Nylon átti stóra endurkomustund á Menningarnótt í ágúst þegar þær gáfu út lagið Einu sinni enn og fluttu það saman á Arnarhóli. Þær voru nú að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið sem er frumsýnt hér að neðan og fagna því sömuleiðis að vera í fyrsta sæti á vinsældarlista Bylgjunnar. 30. október 2023 11:30 Nylon saman á ný Tæp tuttugu ár eru síðan stúlknasveitin Nylon steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon hópur á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify. 20. ágúst 2023 08:13 „Var eiginlega viss um að ég ætlaði ekkert að syngja aftur“ „Ég var roslega ung þegar ég byrjaði að syngja opinberlega. Ég var tólf eða ellefu ára þegar ég söng í söngleik sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum, þetta var barnasýning sem hét Bugsy Malone,“ segir Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur. 21. apríl 2022 12:57 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Sjá meira
„Jú og við rifumst og áttum okkar móment eins og systur og vinkonur gera. Það sem gerði þetta merkilegt var hversu fljótar við vorum að vinna úr því. Okkur langaði bara svo mikið að það væri ánægjulegt fyrir okkur allar að einhvern veginn tókst okkur að vera samt alltaf fyrst og fremst góðar við hvor aðra.“ Klara kom fram á tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð á Stöð 2 Vísi á fimmtudaginn. Þar sagði hún áhorfendum frá Nylon-árunum og endurkomunni á Arnarhóli í sumar. Hægt er að horfa hér. Spurð hvernig upplifunin hafi verið að flytja út í hinn stóra heim segir Klara hana hafa verið stórkostlega. „Ellefu ár af lífi mínu og var þar sem ég byrjaði minn feril sem lagahöfundur. Ég var ekkert að semja tónlist áður en mjög fljótlega eftir að við fluttum til Bandaríkjanna, bara örfá ár inn í tímann minn þar var ég byrjuð að semja á fullu og uppgötvaði þann vettvang að það sé hægt að vinna við það.“ Fljótlega eftir flutninginn til Bandaríkjanna fór Klara að semja tónlist.Vísir/Hulda Margrét Sveitin hélt áfram sem The Charlies og kom fram bæði hérlendis sem og utan landsteinanna. Klara segir muninn á milli þjóða fyrst og fremst felast í tónlistinni sem var allt öðruvísi. „Miklu meira dansað, öðruvísi búningar og öðruvísi mindset. En þetta er alltaf það sama, ef maður hefur gaman að þessu og nýtur þess að koma fram skiptir ekki öllu máli hvað maður er að syngja bara meðan maður getur notið þess.“ Stúlknasveitin Nylon átti stóra endurkomu á Menningarnótt og eru þær nú að senda frá sér tónlistarmyndband. Sveitina skipa Klara, Emilía, Alma og Steinunn Camilla.Elísabet Blöndal Nylon kom sem þekkt er nýverið aftur saman og segir Klara tilfinninguna geggjaða. „Við erum enn að fá skilaboð um fólk sem varð klökkt og fékk tár í augun og ég fæ tár í augun að fá þessi skilaboð. Að þetta hafi snert svona marga. Kannski er það það sem gerði þetta svona gott okkar á milli að við umkringdum okkur alltaf af þessum stelpum sem höfðu aldrei áður séð fjórar íslenskar stelpur saman í hljómsveit. Það hafði ekki verið gert í þessari pakkningu áður og ég held að það hafi verið mikilvægt og var alveg æðislega skemmtilegt. Það var geggjað að gera þetta aftur fullorðnar. Þetta var dásamlegt kvöld, menningarnótt.“
Tónlist Bylgjan órafmögnuð Bylgjan Tengdar fréttir Bylgjan órafmögnuð: Klara Elías syngur frá hjartanu Klara Elías er önnur söngkonan sem stígur á svið í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð sem er á dagskrá á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi næstu sex fimmtudagskvöld. 9. nóvember 2023 19:30 Frumsýning: Tónlistarmyndband frá Nylon Hljómsveitin Nylon átti stóra endurkomustund á Menningarnótt í ágúst þegar þær gáfu út lagið Einu sinni enn og fluttu það saman á Arnarhóli. Þær voru nú að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið sem er frumsýnt hér að neðan og fagna því sömuleiðis að vera í fyrsta sæti á vinsældarlista Bylgjunnar. 30. október 2023 11:30 Nylon saman á ný Tæp tuttugu ár eru síðan stúlknasveitin Nylon steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon hópur á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify. 20. ágúst 2023 08:13 „Var eiginlega viss um að ég ætlaði ekkert að syngja aftur“ „Ég var roslega ung þegar ég byrjaði að syngja opinberlega. Ég var tólf eða ellefu ára þegar ég söng í söngleik sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum, þetta var barnasýning sem hét Bugsy Malone,“ segir Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur. 21. apríl 2022 12:57 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fleiri fréttir „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Sjá meira
Bylgjan órafmögnuð: Klara Elías syngur frá hjartanu Klara Elías er önnur söngkonan sem stígur á svið í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð sem er á dagskrá á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi næstu sex fimmtudagskvöld. 9. nóvember 2023 19:30
Frumsýning: Tónlistarmyndband frá Nylon Hljómsveitin Nylon átti stóra endurkomustund á Menningarnótt í ágúst þegar þær gáfu út lagið Einu sinni enn og fluttu það saman á Arnarhóli. Þær voru nú að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið sem er frumsýnt hér að neðan og fagna því sömuleiðis að vera í fyrsta sæti á vinsældarlista Bylgjunnar. 30. október 2023 11:30
Nylon saman á ný Tæp tuttugu ár eru síðan stúlknasveitin Nylon steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon hópur á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify. 20. ágúst 2023 08:13
„Var eiginlega viss um að ég ætlaði ekkert að syngja aftur“ „Ég var roslega ung þegar ég byrjaði að syngja opinberlega. Ég var tólf eða ellefu ára þegar ég söng í söngleik sem Baltasar Kormákur setti upp í Loftkastalanum, þetta var barnasýning sem hét Bugsy Malone,“ segir Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur. 21. apríl 2022 12:57