Sérstakt að verða heimsmeistari í nánast tómri höll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2023 10:00 Janus Daði Smárason kom til Magdeburg fyrir tímabilið eftir ársdvöl hjá Kolstad í Noregi. getty/Mario Hommes Janus Daði Smárason vann sinn fyrsta titil með Magdeburg þegar liðið varð heimsmeistari félagsliða þriðja árið í röð um helgina. Hann nýtur sín vel hjá þýska stórliðinu en hefur varla haft tíma til anda síðan hann kom, enda nóg að gera. Magdeburg vann Füchse Berlin, 34-32, eftir framlengingu í úrslitaleik HM félagsliða á sunnudaginn. Janus skoraði sjö mörk í leiknum og var valinn í úrvalslið mótsins ásamt Ómari Inga Magnússyni. HM félagsliða fór að þessu sinni fram í Sádi-Arabíu en þangað fóru Janus og Ómar Ingi eftir að hafa verið hér á landi með landsliðinu. „Vikan var nú róleg. Við spiluðum á móti áströlsku liði og liði frá Sádi-Arabíu sem voru ekkert voða sérstök. Þess á milli ertu í sjúkraþjálfun og láta þér leiðast inni á hótelherbergi. Maður kíkti svo í sólina í hálftíma á frídögum,“ sagði Janus í samtali við Vísi. Magdeburg vann Khaleej Club frá Sádi-Arabíu, 29-20, og University of Queensland Handball Club frá Ástralíu, 57-14. Sænski hornamaðurinn Daniel Pettersson skoraði hvorki fleiri né færri en 26 mörk í leiknum. Um helgina tók svo alvaran við. Magdeburg vann Kielce í undanúrslitunum á laugardaginn, 28-24, og svo Füchse Berlin á sunnudaginn eins og áður sagði. Stemmningin í höllinni var þó æði sérstök enda fáir sem engir áhorfendur viðstaddir. „Það var sérstakt að spila úrslitaleik og höllin var nánast tóm þannig séð. Þetta er sérstakt mót upp á það að gera. En úrslitaleikur er alltaf úrslitaleikur og á einhverjum tímapunkti kemur úrslitaleiksandrúmsloft innan liðsins og inni á vellinum og hlutirnir fara að skipta meira og meira máli. Og þegar þú ert á þannig stað er alltaf gaman að spila handbolta,“ sagði Janus. Vörnin hélt lengur En hvað skildi á milli í úrslitaleiknum? „Við gerðum fá tæknimistök og héldum aga. Og í lokin hélt vörnin hjá okkur lengur en vörnin hjá þeim. Það var munurinn,“ svaraði Janus sem var ekkert endilega á því að úrslitaleikurinn hafi verið hans besti í búningi Magdeburg. „Ég veit það ekki. Ekkert frekar. Það er bara gaman að vera inn á, spila og skipta máli.“ Helvíti magnað Sem fyrr sagði hefur Magdeburg unnið heimsmeistaratitil félagsliða þrjú ár í röð. „Það er helvíti magnað. Til að vera á þessu móti þarftu að vinna eitthvað. Að taka þátt á mótinu er nógu erfitt en að vinna þetta þrisvar í röð er vel af sér vikið,“ sagði Janus. Janus Daði og félagar eru í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.getty/Mario Hommes Selfyssingurinn gekk í raðir Magdeburg í sumar frá Noregsmeisturum Kolstad sem lentu í alvarlegum fjárhagskröggum. Janus kann vel við sig hjá Magdeburg sem fékk hann þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist. Sem betur fer það sem maður kann og er góður í „Fyrst var maður á hóteli og hægt og rólega fann maður sér stað til að búa á og kom sér fyrir. Ég er heppinn að vera með Ómar hérna. Gísli hefur verið mikið í endurhæfingu. Svo eru þetta mikið af Skandinövum sem ég þekki en síðan er þetta bara handbolti og það er það sem maður kann sem betur fer og er góður í. Það var þannig séð lítið mál að koma sér fyrir,“ sagði Janus. Janus Daði var valinn í úrvalslið HM félagsliða.getty/Mario Hommes „Það er svo mikið að gera, margir leikir og við í mörgum keppnum að þú hefur einhvern veginn ekki tíma til að aðlagast ekki.“ Næsti leikur Magdeburg er gegn GOG í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Magdeburg vann Füchse Berlin, 34-32, eftir framlengingu í úrslitaleik HM félagsliða á sunnudaginn. Janus skoraði sjö mörk í leiknum og var valinn í úrvalslið mótsins ásamt Ómari Inga Magnússyni. HM félagsliða fór að þessu sinni fram í Sádi-Arabíu en þangað fóru Janus og Ómar Ingi eftir að hafa verið hér á landi með landsliðinu. „Vikan var nú róleg. Við spiluðum á móti áströlsku liði og liði frá Sádi-Arabíu sem voru ekkert voða sérstök. Þess á milli ertu í sjúkraþjálfun og láta þér leiðast inni á hótelherbergi. Maður kíkti svo í sólina í hálftíma á frídögum,“ sagði Janus í samtali við Vísi. Magdeburg vann Khaleej Club frá Sádi-Arabíu, 29-20, og University of Queensland Handball Club frá Ástralíu, 57-14. Sænski hornamaðurinn Daniel Pettersson skoraði hvorki fleiri né færri en 26 mörk í leiknum. Um helgina tók svo alvaran við. Magdeburg vann Kielce í undanúrslitunum á laugardaginn, 28-24, og svo Füchse Berlin á sunnudaginn eins og áður sagði. Stemmningin í höllinni var þó æði sérstök enda fáir sem engir áhorfendur viðstaddir. „Það var sérstakt að spila úrslitaleik og höllin var nánast tóm þannig séð. Þetta er sérstakt mót upp á það að gera. En úrslitaleikur er alltaf úrslitaleikur og á einhverjum tímapunkti kemur úrslitaleiksandrúmsloft innan liðsins og inni á vellinum og hlutirnir fara að skipta meira og meira máli. Og þegar þú ert á þannig stað er alltaf gaman að spila handbolta,“ sagði Janus. Vörnin hélt lengur En hvað skildi á milli í úrslitaleiknum? „Við gerðum fá tæknimistök og héldum aga. Og í lokin hélt vörnin hjá okkur lengur en vörnin hjá þeim. Það var munurinn,“ svaraði Janus sem var ekkert endilega á því að úrslitaleikurinn hafi verið hans besti í búningi Magdeburg. „Ég veit það ekki. Ekkert frekar. Það er bara gaman að vera inn á, spila og skipta máli.“ Helvíti magnað Sem fyrr sagði hefur Magdeburg unnið heimsmeistaratitil félagsliða þrjú ár í röð. „Það er helvíti magnað. Til að vera á þessu móti þarftu að vinna eitthvað. Að taka þátt á mótinu er nógu erfitt en að vinna þetta þrisvar í röð er vel af sér vikið,“ sagði Janus. Janus Daði og félagar eru í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.getty/Mario Hommes Selfyssingurinn gekk í raðir Magdeburg í sumar frá Noregsmeisturum Kolstad sem lentu í alvarlegum fjárhagskröggum. Janus kann vel við sig hjá Magdeburg sem fékk hann þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist. Sem betur fer það sem maður kann og er góður í „Fyrst var maður á hóteli og hægt og rólega fann maður sér stað til að búa á og kom sér fyrir. Ég er heppinn að vera með Ómar hérna. Gísli hefur verið mikið í endurhæfingu. Svo eru þetta mikið af Skandinövum sem ég þekki en síðan er þetta bara handbolti og það er það sem maður kann sem betur fer og er góður í. Það var þannig séð lítið mál að koma sér fyrir,“ sagði Janus. Janus Daði var valinn í úrvalslið HM félagsliða.getty/Mario Hommes „Það er svo mikið að gera, margir leikir og við í mörgum keppnum að þú hefur einhvern veginn ekki tíma til að aðlagast ekki.“ Næsti leikur Magdeburg er gegn GOG í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.
Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti