Sérstakt að verða heimsmeistari í nánast tómri höll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2023 10:00 Janus Daði Smárason kom til Magdeburg fyrir tímabilið eftir ársdvöl hjá Kolstad í Noregi. getty/Mario Hommes Janus Daði Smárason vann sinn fyrsta titil með Magdeburg þegar liðið varð heimsmeistari félagsliða þriðja árið í röð um helgina. Hann nýtur sín vel hjá þýska stórliðinu en hefur varla haft tíma til anda síðan hann kom, enda nóg að gera. Magdeburg vann Füchse Berlin, 34-32, eftir framlengingu í úrslitaleik HM félagsliða á sunnudaginn. Janus skoraði sjö mörk í leiknum og var valinn í úrvalslið mótsins ásamt Ómari Inga Magnússyni. HM félagsliða fór að þessu sinni fram í Sádi-Arabíu en þangað fóru Janus og Ómar Ingi eftir að hafa verið hér á landi með landsliðinu. „Vikan var nú róleg. Við spiluðum á móti áströlsku liði og liði frá Sádi-Arabíu sem voru ekkert voða sérstök. Þess á milli ertu í sjúkraþjálfun og láta þér leiðast inni á hótelherbergi. Maður kíkti svo í sólina í hálftíma á frídögum,“ sagði Janus í samtali við Vísi. Magdeburg vann Khaleej Club frá Sádi-Arabíu, 29-20, og University of Queensland Handball Club frá Ástralíu, 57-14. Sænski hornamaðurinn Daniel Pettersson skoraði hvorki fleiri né færri en 26 mörk í leiknum. Um helgina tók svo alvaran við. Magdeburg vann Kielce í undanúrslitunum á laugardaginn, 28-24, og svo Füchse Berlin á sunnudaginn eins og áður sagði. Stemmningin í höllinni var þó æði sérstök enda fáir sem engir áhorfendur viðstaddir. „Það var sérstakt að spila úrslitaleik og höllin var nánast tóm þannig séð. Þetta er sérstakt mót upp á það að gera. En úrslitaleikur er alltaf úrslitaleikur og á einhverjum tímapunkti kemur úrslitaleiksandrúmsloft innan liðsins og inni á vellinum og hlutirnir fara að skipta meira og meira máli. Og þegar þú ert á þannig stað er alltaf gaman að spila handbolta,“ sagði Janus. Vörnin hélt lengur En hvað skildi á milli í úrslitaleiknum? „Við gerðum fá tæknimistök og héldum aga. Og í lokin hélt vörnin hjá okkur lengur en vörnin hjá þeim. Það var munurinn,“ svaraði Janus sem var ekkert endilega á því að úrslitaleikurinn hafi verið hans besti í búningi Magdeburg. „Ég veit það ekki. Ekkert frekar. Það er bara gaman að vera inn á, spila og skipta máli.“ Helvíti magnað Sem fyrr sagði hefur Magdeburg unnið heimsmeistaratitil félagsliða þrjú ár í röð. „Það er helvíti magnað. Til að vera á þessu móti þarftu að vinna eitthvað. Að taka þátt á mótinu er nógu erfitt en að vinna þetta þrisvar í röð er vel af sér vikið,“ sagði Janus. Janus Daði og félagar eru í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.getty/Mario Hommes Selfyssingurinn gekk í raðir Magdeburg í sumar frá Noregsmeisturum Kolstad sem lentu í alvarlegum fjárhagskröggum. Janus kann vel við sig hjá Magdeburg sem fékk hann þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist. Sem betur fer það sem maður kann og er góður í „Fyrst var maður á hóteli og hægt og rólega fann maður sér stað til að búa á og kom sér fyrir. Ég er heppinn að vera með Ómar hérna. Gísli hefur verið mikið í endurhæfingu. Svo eru þetta mikið af Skandinövum sem ég þekki en síðan er þetta bara handbolti og það er það sem maður kann sem betur fer og er góður í. Það var þannig séð lítið mál að koma sér fyrir,“ sagði Janus. Janus Daði var valinn í úrvalslið HM félagsliða.getty/Mario Hommes „Það er svo mikið að gera, margir leikir og við í mörgum keppnum að þú hefur einhvern veginn ekki tíma til að aðlagast ekki.“ Næsti leikur Magdeburg er gegn GOG í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Þýski handboltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Magdeburg vann Füchse Berlin, 34-32, eftir framlengingu í úrslitaleik HM félagsliða á sunnudaginn. Janus skoraði sjö mörk í leiknum og var valinn í úrvalslið mótsins ásamt Ómari Inga Magnússyni. HM félagsliða fór að þessu sinni fram í Sádi-Arabíu en þangað fóru Janus og Ómar Ingi eftir að hafa verið hér á landi með landsliðinu. „Vikan var nú róleg. Við spiluðum á móti áströlsku liði og liði frá Sádi-Arabíu sem voru ekkert voða sérstök. Þess á milli ertu í sjúkraþjálfun og láta þér leiðast inni á hótelherbergi. Maður kíkti svo í sólina í hálftíma á frídögum,“ sagði Janus í samtali við Vísi. Magdeburg vann Khaleej Club frá Sádi-Arabíu, 29-20, og University of Queensland Handball Club frá Ástralíu, 57-14. Sænski hornamaðurinn Daniel Pettersson skoraði hvorki fleiri né færri en 26 mörk í leiknum. Um helgina tók svo alvaran við. Magdeburg vann Kielce í undanúrslitunum á laugardaginn, 28-24, og svo Füchse Berlin á sunnudaginn eins og áður sagði. Stemmningin í höllinni var þó æði sérstök enda fáir sem engir áhorfendur viðstaddir. „Það var sérstakt að spila úrslitaleik og höllin var nánast tóm þannig séð. Þetta er sérstakt mót upp á það að gera. En úrslitaleikur er alltaf úrslitaleikur og á einhverjum tímapunkti kemur úrslitaleiksandrúmsloft innan liðsins og inni á vellinum og hlutirnir fara að skipta meira og meira máli. Og þegar þú ert á þannig stað er alltaf gaman að spila handbolta,“ sagði Janus. Vörnin hélt lengur En hvað skildi á milli í úrslitaleiknum? „Við gerðum fá tæknimistök og héldum aga. Og í lokin hélt vörnin hjá okkur lengur en vörnin hjá þeim. Það var munurinn,“ svaraði Janus sem var ekkert endilega á því að úrslitaleikurinn hafi verið hans besti í búningi Magdeburg. „Ég veit það ekki. Ekkert frekar. Það er bara gaman að vera inn á, spila og skipta máli.“ Helvíti magnað Sem fyrr sagði hefur Magdeburg unnið heimsmeistaratitil félagsliða þrjú ár í röð. „Það er helvíti magnað. Til að vera á þessu móti þarftu að vinna eitthvað. Að taka þátt á mótinu er nógu erfitt en að vinna þetta þrisvar í röð er vel af sér vikið,“ sagði Janus. Janus Daði og félagar eru í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.getty/Mario Hommes Selfyssingurinn gekk í raðir Magdeburg í sumar frá Noregsmeisturum Kolstad sem lentu í alvarlegum fjárhagskröggum. Janus kann vel við sig hjá Magdeburg sem fékk hann þegar Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist. Sem betur fer það sem maður kann og er góður í „Fyrst var maður á hóteli og hægt og rólega fann maður sér stað til að búa á og kom sér fyrir. Ég er heppinn að vera með Ómar hérna. Gísli hefur verið mikið í endurhæfingu. Svo eru þetta mikið af Skandinövum sem ég þekki en síðan er þetta bara handbolti og það er það sem maður kann sem betur fer og er góður í. Það var þannig séð lítið mál að koma sér fyrir,“ sagði Janus. Janus Daði var valinn í úrvalslið HM félagsliða.getty/Mario Hommes „Það er svo mikið að gera, margir leikir og við í mörgum keppnum að þú hefur einhvern veginn ekki tíma til að aðlagast ekki.“ Næsti leikur Magdeburg er gegn GOG í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.
Þýski handboltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira