Flugu til Tenerife til að giftast daginn fyrir rýmingu: „Maður er í afneitun“ Helena Rós Sturludóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 14. nóvember 2023 19:39 Sigrún og fjölskylda flugu til Tenerife á fimmtudagsmorgun. Aðsend mynd Fjögurra manna fjölskylda frá Grindavík sem flaug til Tenerife daginn áður en bærinn var rýmdur segir blendnar tilfinningar fylgja því að hafa ekki verið heima á föstudaginn. Fjölskyldan sé í hálfgerðri afneitun og þau viti ekki hvað bíði þeirra við heimkomu í næstu viku Fjölskyldan flaug út á fimmtudagsmorgun daginn fyrir hinn örlagaríka dag þegar Grindavíkurbær var skyndilega rýmdur. Ástæða ferðarinnar var brúðkaup Sigrúnar Jóhannesdóttur og Valgeirs Júlíusar Birch sem fer fram á föstudaginn næstkomandi. Sigrún segir síðustu daga hafa verið ansi skrítna. „Það er vont að vera að heiman en við erum líka þakklát fyrir að hafa ekki upplifað föstudaginn eins og margir Grindvíkingar upplifðu. Þannig já þetta eru svona blendnar tilfinningar,“ segir Sigrún. Fjölskyldan hafi eingöngu pakkað sumarfötunum. Sigrún segist þó hafa náð að bjarga nokkrum minningarkössum. Bjargaði minningarkössum „Ég veit ekki hvort ég hafi fundið þetta á mér eða eitthvað en ég fór með kassa til tengdamömmu minnar sem býr í Kópavogi með svona hlutum sem er ekki hægt að kaupa myndaalbúm og minningarkassar eins og ég kalla það með allskonar minningum og föndri frá börnunum og eitthvað svona sem ég vildi ekki glata,“ segir Sigrún og bætir við að allt annað hafi orðið eftir. Aðspurð um framhaldið segir Sigrún vonda tilfinningu fylgja allri óvissunni. „Maður einhvern veginn nær ekki utan um þetta. Maður er í afneitun og ekki að trúa því að hugsanlega sé ég bara ekki heimilið mitt aftur.“ Valgeir Þór Valgeirsson 11 ára sonur Sigrúnar tekur undir með móður sinni og segir tilhugsunina hryllilega. Leita að tímabundnu húsnæði Fjölskyldan leitar nú að tímabundnu húsnæði til að dvelja í við heimkomuna. Eins og margir Grindvíkingar hafa þurft að gera. Magnús Hlynur hitti tvær fjölskyldur sem dvelja á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem eigendurnir lánuðu þeim af einskærri góðvild. Valgerður Vilmundardóttir segir hjónin á Syðri Brú hafa bjargað þeim. „Við erum búin að taka spilamót, elda góðan mat og bara hlæja og reyna hafa það gott.“ Fjölskyldan dvelur nú á Syðri Brú.Vísir/Magnús Hlynur Miklu máli skipti fyrir fjölskylduna að vera saman á þessum erfiðu tímum. Kolbrún Einarsdóttir segist aðspurð bjartsýn á að komast aftur heim. „Ég held að Grindavíkin verði alltaf minn staður allavega og okkar allra.“ Undir það tekur Hallgrímur Hjálmarsson. „Við komum aftur heim, við erum Grindvíkingar, við erum sterkust og við komumst yfir þetta sama hvernig þetta fer.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Tengdar fréttir Rýmdu bæinn á 95 sekúndum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að vonandi verði hægt að hleypa Grindvíkingum aftur tímabundið inn í bæinn á morgun. Bærinn var rýmdur í dag þegar tugir íbúa voru þar, en rýmingin tók 95 sekúndur. 14. nóvember 2023 18:24 Ósáttur við skipulagið: Súrt að vera snúið við í heimreiðinni Sigurður Kristinsson og Kristjana Bjarklind Sigurðardóttir voru mætt til Grindavíkur til að sækja verðmæti þegar rýming hófst. Þau voru mætt um eitt leytið í dag. 14. nóvember 2023 16:38 „Það fóru allar sírenur í gang“ Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum. 14. nóvember 2023 15:36 Sorglegt að sjá hús foreldra sinna gjöreyðileggjast Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Þorbirni hf., er hluti af teymi fyrirtækisins sem ætlar að bjarga miklum verðmætum í fiski í Grindavík. Hann ætlar sér að flytja aftur til Grindavíkur og segir sorg í sér að horfa upp á hús foreldra sinna gjöreyðileggjast. 14. nóvember 2023 12:33 Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08 „Það verður erfiðara og erfiðara að fara um svæðið“ Land heldur áfram að síga í Grindavík og nýjar sprungur myndast í sífellu að sögn sviðsstjóra Almannavarna. Breytingarnar séu sýnilegar á milli daga og því þurfi að gera auknar öryggiskröfur í dag til þeirra sem fái að sækja nauðsynjar og verðmæta í bæinn í dag. 14. nóvember 2023 12:11 Miklar skemmdir á fjölskylduheimili í Grindavík: „Ónýtt frá grunni og upp“ Fjögurra manna fjölskylda komst að því í dag að heimili þeirra í Grindavík hefði orðið fyrir miklum skemmdum. 13. nóvember 2023 22:29 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Fjölskyldan flaug út á fimmtudagsmorgun daginn fyrir hinn örlagaríka dag þegar Grindavíkurbær var skyndilega rýmdur. Ástæða ferðarinnar var brúðkaup Sigrúnar Jóhannesdóttur og Valgeirs Júlíusar Birch sem fer fram á föstudaginn næstkomandi. Sigrún segir síðustu daga hafa verið ansi skrítna. „Það er vont að vera að heiman en við erum líka þakklát fyrir að hafa ekki upplifað föstudaginn eins og margir Grindvíkingar upplifðu. Þannig já þetta eru svona blendnar tilfinningar,“ segir Sigrún. Fjölskyldan hafi eingöngu pakkað sumarfötunum. Sigrún segist þó hafa náð að bjarga nokkrum minningarkössum. Bjargaði minningarkössum „Ég veit ekki hvort ég hafi fundið þetta á mér eða eitthvað en ég fór með kassa til tengdamömmu minnar sem býr í Kópavogi með svona hlutum sem er ekki hægt að kaupa myndaalbúm og minningarkassar eins og ég kalla það með allskonar minningum og föndri frá börnunum og eitthvað svona sem ég vildi ekki glata,“ segir Sigrún og bætir við að allt annað hafi orðið eftir. Aðspurð um framhaldið segir Sigrún vonda tilfinningu fylgja allri óvissunni. „Maður einhvern veginn nær ekki utan um þetta. Maður er í afneitun og ekki að trúa því að hugsanlega sé ég bara ekki heimilið mitt aftur.“ Valgeir Þór Valgeirsson 11 ára sonur Sigrúnar tekur undir með móður sinni og segir tilhugsunina hryllilega. Leita að tímabundnu húsnæði Fjölskyldan leitar nú að tímabundnu húsnæði til að dvelja í við heimkomuna. Eins og margir Grindvíkingar hafa þurft að gera. Magnús Hlynur hitti tvær fjölskyldur sem dvelja á Syðri Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem eigendurnir lánuðu þeim af einskærri góðvild. Valgerður Vilmundardóttir segir hjónin á Syðri Brú hafa bjargað þeim. „Við erum búin að taka spilamót, elda góðan mat og bara hlæja og reyna hafa það gott.“ Fjölskyldan dvelur nú á Syðri Brú.Vísir/Magnús Hlynur Miklu máli skipti fyrir fjölskylduna að vera saman á þessum erfiðu tímum. Kolbrún Einarsdóttir segist aðspurð bjartsýn á að komast aftur heim. „Ég held að Grindavíkin verði alltaf minn staður allavega og okkar allra.“ Undir það tekur Hallgrímur Hjálmarsson. „Við komum aftur heim, við erum Grindvíkingar, við erum sterkust og við komumst yfir þetta sama hvernig þetta fer.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Tengdar fréttir Rýmdu bæinn á 95 sekúndum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að vonandi verði hægt að hleypa Grindvíkingum aftur tímabundið inn í bæinn á morgun. Bærinn var rýmdur í dag þegar tugir íbúa voru þar, en rýmingin tók 95 sekúndur. 14. nóvember 2023 18:24 Ósáttur við skipulagið: Súrt að vera snúið við í heimreiðinni Sigurður Kristinsson og Kristjana Bjarklind Sigurðardóttir voru mætt til Grindavíkur til að sækja verðmæti þegar rýming hófst. Þau voru mætt um eitt leytið í dag. 14. nóvember 2023 16:38 „Það fóru allar sírenur í gang“ Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum. 14. nóvember 2023 15:36 Sorglegt að sjá hús foreldra sinna gjöreyðileggjast Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Þorbirni hf., er hluti af teymi fyrirtækisins sem ætlar að bjarga miklum verðmætum í fiski í Grindavík. Hann ætlar sér að flytja aftur til Grindavíkur og segir sorg í sér að horfa upp á hús foreldra sinna gjöreyðileggjast. 14. nóvember 2023 12:33 Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08 „Það verður erfiðara og erfiðara að fara um svæðið“ Land heldur áfram að síga í Grindavík og nýjar sprungur myndast í sífellu að sögn sviðsstjóra Almannavarna. Breytingarnar séu sýnilegar á milli daga og því þurfi að gera auknar öryggiskröfur í dag til þeirra sem fái að sækja nauðsynjar og verðmæta í bæinn í dag. 14. nóvember 2023 12:11 Miklar skemmdir á fjölskylduheimili í Grindavík: „Ónýtt frá grunni og upp“ Fjögurra manna fjölskylda komst að því í dag að heimili þeirra í Grindavík hefði orðið fyrir miklum skemmdum. 13. nóvember 2023 22:29 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Rýmdu bæinn á 95 sekúndum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að vonandi verði hægt að hleypa Grindvíkingum aftur tímabundið inn í bæinn á morgun. Bærinn var rýmdur í dag þegar tugir íbúa voru þar, en rýmingin tók 95 sekúndur. 14. nóvember 2023 18:24
Ósáttur við skipulagið: Súrt að vera snúið við í heimreiðinni Sigurður Kristinsson og Kristjana Bjarklind Sigurðardóttir voru mætt til Grindavíkur til að sækja verðmæti þegar rýming hófst. Þau voru mætt um eitt leytið í dag. 14. nóvember 2023 16:38
„Það fóru allar sírenur í gang“ Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum. 14. nóvember 2023 15:36
Sorglegt að sjá hús foreldra sinna gjöreyðileggjast Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Þorbirni hf., er hluti af teymi fyrirtækisins sem ætlar að bjarga miklum verðmætum í fiski í Grindavík. Hann ætlar sér að flytja aftur til Grindavíkur og segir sorg í sér að horfa upp á hús foreldra sinna gjöreyðileggjast. 14. nóvember 2023 12:33
Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08
„Það verður erfiðara og erfiðara að fara um svæðið“ Land heldur áfram að síga í Grindavík og nýjar sprungur myndast í sífellu að sögn sviðsstjóra Almannavarna. Breytingarnar séu sýnilegar á milli daga og því þurfi að gera auknar öryggiskröfur í dag til þeirra sem fái að sækja nauðsynjar og verðmæta í bæinn í dag. 14. nóvember 2023 12:11
Miklar skemmdir á fjölskylduheimili í Grindavík: „Ónýtt frá grunni og upp“ Fjögurra manna fjölskylda komst að því í dag að heimili þeirra í Grindavík hefði orðið fyrir miklum skemmdum. 13. nóvember 2023 22:29