Tilbúin með áætlanir fyrir daginn Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2023 08:02 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að þeir Grindvíkingar sem ekki hafi enn haft tækifæri til að fara á heimili sín muni fá tækifæri til þess í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir nóttina hafa verið nokkuð rólega og tíðindalausa. Dagurinn byrji núna með mati vísindamanna á nýjum gögnum. „Við erum tilbúin með áætlanir um að íbúar geti haldið áfram að fara inn í hús sín. Það eru nokkrir sem hafa ekkert fengið að fara að ráði og við ætlum að reyna að klára það í dag. Það er búið að vera í samskiptum við þá íbúa,“ segir Víðir. Víðir ræddi stöðuna í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að einnig verði unnið áfram að verðmætabjörgun hjá fyrirtækjum. „Það hefur gengið vel, eins og hægt er.“ Víðir minnir á að það muni opna þjónustumiðstöð almannavarna í Tollhúsinu í hádeginu í dag. „Þar munu Grindvíkingar hafa aðstöðu til að hittast, en ekki síður ætlum við að safna saman þeim sérfræðingum sem geta svarað spurningum, meðal annars varðandi tjónamálin og slíkt. Þar munum við líka veita sálrænan stuðning fólki og hjálpað fólki að sameinast aðeins,“ segir Víðir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hann segir búið að vera gríðarlegt álag á viðbragðsaðilum, sérstaklega þeim sem búa í Grindavík. „Þeir eru náttúrulega á fullu að vinna með sínum samborgurum. Það má nefna það eru nokkrir í stjórnstöðvarvinnu sem höfðu ekki haft tækifæri til að snúa heim til sín. Þeir hafi hins vegar fengið leyfi í gærkvöldi til að gera það,“ segir Víðir. Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. 14. nóvember 2023 22:50 Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
„Við erum tilbúin með áætlanir um að íbúar geti haldið áfram að fara inn í hús sín. Það eru nokkrir sem hafa ekkert fengið að fara að ráði og við ætlum að reyna að klára það í dag. Það er búið að vera í samskiptum við þá íbúa,“ segir Víðir. Víðir ræddi stöðuna í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að einnig verði unnið áfram að verðmætabjörgun hjá fyrirtækjum. „Það hefur gengið vel, eins og hægt er.“ Víðir minnir á að það muni opna þjónustumiðstöð almannavarna í Tollhúsinu í hádeginu í dag. „Þar munu Grindvíkingar hafa aðstöðu til að hittast, en ekki síður ætlum við að safna saman þeim sérfræðingum sem geta svarað spurningum, meðal annars varðandi tjónamálin og slíkt. Þar munum við líka veita sálrænan stuðning fólki og hjálpað fólki að sameinast aðeins,“ segir Víðir. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hann segir búið að vera gríðarlegt álag á viðbragðsaðilum, sérstaklega þeim sem búa í Grindavík. „Þeir eru náttúrulega á fullu að vinna með sínum samborgurum. Það má nefna það eru nokkrir í stjórnstöðvarvinnu sem höfðu ekki haft tækifæri til að snúa heim til sín. Þeir hafi hins vegar fengið leyfi í gærkvöldi til að gera það,“ segir Víðir.
Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Lögreglumál Tengdar fréttir Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. 14. nóvember 2023 22:50 Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. 14. nóvember 2023 22:50
Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00