Tommy Lee var sjúkur í Ragnhildi Steinunni Íris Hauksdóttir skrifar 15. nóvember 2023 09:29 Magni Ásgeirsson er einn afkastamesti tónlistarmaður landsins. Magni Ásgeirsson spilar í tíu hljómsveitum samhliða kennslustörfum en hefur minnkað álagið eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús í sumar. Hann á langan feril að baki og má segja að hann hafi orðið heimsfrægur á einni nóttu með þátttöku sinni í raunveruleikaþáttunum Rock star: Supernova fyrir hart nær tveimur áratugum. Þjóðin stóð á öndinni yfir þáttunum enda komst Magni alla leið í úrslitaþáttinn þar sem tekist var á um það hver yrði forsöngvari í hljómsveitinni Supernova. „Við fórum þrjú saman út í fyrstu umferðina, ég, Hreimur og Heiða Ólafs. Svo fórum við bara heim eftir tvær vikur í einhverskonar fyrirprufum,“ segir Magni en hann er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþættinum Einmitt. Þar greinir hann meðal annars frá Rock star: Supernova ævintýrinu og samvistum sínum við Tommy Lee og félaga í Los Angeles. Óskaði eftir því að vinna ekki „Síðan kom bara símtal frá framleiðendum þegar ég var að labba inn í Miðgarð til að spila á balli með Á móti sól þarna um vorið 2006 og mér var boðið að koma út aftur.“ Það sem gerðist í kjölfarið er flestum kunnugt en Magni rifjar upp fjölda atvika sem hann hefur ekki sagt frá áður eins og það að hann og annar keppandi Toby Rand sem fylgdi Magna alveg í lokaþáttinn óskuðu eftir fundi með framleiðendum. „Ég var einhvern veginn settur í að tala fyrir okkar hönd og á fundinum óskuðum við eftir því að vinna alls ekki.“ Vildi ekki enda í hljómsveit með Tommy Lee Ástæðan fyrir því var sú að þeim Toby og Magna leist ekkert á það að taka að sér að syngja með hljómsveit Tommy Lee. Magni í síðasta tónleikaþætti Rock Star: Supernova en hann söng lögin Hush með Deep Purple og frumsamda lagið When the Time Comes. „Þetta var bara léleg hjómsveit og lögin sem þeir voru búnir að vinna fyrir plötuna voru alls ekki góð.“ Markmið þáttanna var engu að síður það að finna forsöngvara í hljómsveit Tommy og fylgja plötunni eftir með tónleikaferð um heiminn. Magni jós hinsvegar hljómsveitina lofi sem spilaði undir í þáttunum sjálfum sem skipuð er mörgum af eftirsóttustu tónlistarmönnum í heimi í dag. Tommy Lee sjúkur í Ragnhildi Steinunni Þegar komið þarna var komið við sögu og dagana fyrir lokaþáttinn var nokkur hópur Íslendinga kominn út til Los Angeles til að fylgjast með lokakvöldinu. Ein þeirra var fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn. „Það var mjög fyndin upplifun því eina sem Tommy Lee og félagar voru að velta fyrir sér þarna síðasta daginn var hver þessi sjónvarpskona frá Íslandi væri og hvort ég gæti ekki útvegað þeim símanúmerið hennar.“ Vaknaði um miðja nótt með verki, svima og ógleði Í viðtalinu greinir Magni jafnframt frá álaginu sem fylgir því að vera í tíu starfandi hljómsveitum og rauða flaggið sem hann fékk í ágúst þegar hann var keyrður með bláu ljósin á sjúkrahúsið á Akureyri og hvernig bóndasonurinn frá Borgarfirði eystri reynir að minnka álagið. Magni á Fiskideginum mikla fyrr á þessu ári.Viktor Freyr Aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst síðastliðinn var Magni keyrður á sjúkrahús. Hann vaknaði á hótelherbergi á Sauðárkróki þangað sem að hann hafði keyrt eftir að hafa skemmt á Fiskideginum mikla. Þar var Eyrún konan hans stödd með son þeirra á íþróttamóti. Magni vaknaði um miðja nótt með verki, svima og ógleði og var á endanum fluttur með hraði í sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri eftir stutt stopp á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Eftir rannsóknir var Magni útskrifaður en fer sér núna aðeins hægar en áður og er að jafna sig. Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Tónlist Rock Star Supernova Einu sinni var... Tengdar fréttir Á leið til Bandaríkjanna með Rockstar: Supernova Ég fer út um miðjan janúar og ferðast um með hljómsveitinni Rock Star: Supernova í sex til sjö vikur, segir söngvarinn Magni Ásgeirsson. 30. desember 2006 11:00 Íslendingar kusu Magna fyrir þrjár milljónir Íslendingar sendu SMS-skilaboð í símakosningum úrslitaþáttar Rockstar: Supernova fyrir tæplega þrjár millljónir króna, en eins og kunnugt er var Magni Ásgeirsson þar meðal keppenda. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. 20. september 2006 11:48 Magna fagnað í Smáralind Aðsóknarmet var slegið í Smáralind í gær þegar átta þúsund manns komu þar saman til að bjóða Magna Ásgeirsson velkominn heim frá Los Angeles þar sem hann var landi og þjóð til sóma í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Magni klökknaði þegar hann sá 18. september 2006 05:30 Magni kemur heim í dag Söngvarinn Magni Ásgeirsson, sem sló í gegn í keppninni Rock Star Supernova, kemur til landsins í dag og hefur sjónvarpsstöðin Skjár einn skipulagt mótttökuathöfn í Vetrargarði Smáralindar klukkan fjögur. 17. september 2006 09:53 Magni fjórði og á leið heim Magni Ásgeirsson lenti í fjórða sæti í úrslitaþætti raunveruleikaþáttarins Rock Star: Supernova í nótt. Kanadamaðurinn Lukas Rossi fór með sigur af hólmi og verður næsti söngvari hljómsveitarinnar Supernova. 14. september 2006 21:19 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Sjá meira
Þjóðin stóð á öndinni yfir þáttunum enda komst Magni alla leið í úrslitaþáttinn þar sem tekist var á um það hver yrði forsöngvari í hljómsveitinni Supernova. „Við fórum þrjú saman út í fyrstu umferðina, ég, Hreimur og Heiða Ólafs. Svo fórum við bara heim eftir tvær vikur í einhverskonar fyrirprufum,“ segir Magni en hann er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþættinum Einmitt. Þar greinir hann meðal annars frá Rock star: Supernova ævintýrinu og samvistum sínum við Tommy Lee og félaga í Los Angeles. Óskaði eftir því að vinna ekki „Síðan kom bara símtal frá framleiðendum þegar ég var að labba inn í Miðgarð til að spila á balli með Á móti sól þarna um vorið 2006 og mér var boðið að koma út aftur.“ Það sem gerðist í kjölfarið er flestum kunnugt en Magni rifjar upp fjölda atvika sem hann hefur ekki sagt frá áður eins og það að hann og annar keppandi Toby Rand sem fylgdi Magna alveg í lokaþáttinn óskuðu eftir fundi með framleiðendum. „Ég var einhvern veginn settur í að tala fyrir okkar hönd og á fundinum óskuðum við eftir því að vinna alls ekki.“ Vildi ekki enda í hljómsveit með Tommy Lee Ástæðan fyrir því var sú að þeim Toby og Magna leist ekkert á það að taka að sér að syngja með hljómsveit Tommy Lee. Magni í síðasta tónleikaþætti Rock Star: Supernova en hann söng lögin Hush með Deep Purple og frumsamda lagið When the Time Comes. „Þetta var bara léleg hjómsveit og lögin sem þeir voru búnir að vinna fyrir plötuna voru alls ekki góð.“ Markmið þáttanna var engu að síður það að finna forsöngvara í hljómsveit Tommy og fylgja plötunni eftir með tónleikaferð um heiminn. Magni jós hinsvegar hljómsveitina lofi sem spilaði undir í þáttunum sjálfum sem skipuð er mörgum af eftirsóttustu tónlistarmönnum í heimi í dag. Tommy Lee sjúkur í Ragnhildi Steinunni Þegar komið þarna var komið við sögu og dagana fyrir lokaþáttinn var nokkur hópur Íslendinga kominn út til Los Angeles til að fylgjast með lokakvöldinu. Ein þeirra var fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn. „Það var mjög fyndin upplifun því eina sem Tommy Lee og félagar voru að velta fyrir sér þarna síðasta daginn var hver þessi sjónvarpskona frá Íslandi væri og hvort ég gæti ekki útvegað þeim símanúmerið hennar.“ Vaknaði um miðja nótt með verki, svima og ógleði Í viðtalinu greinir Magni jafnframt frá álaginu sem fylgir því að vera í tíu starfandi hljómsveitum og rauða flaggið sem hann fékk í ágúst þegar hann var keyrður með bláu ljósin á sjúkrahúsið á Akureyri og hvernig bóndasonurinn frá Borgarfirði eystri reynir að minnka álagið. Magni á Fiskideginum mikla fyrr á þessu ári.Viktor Freyr Aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst síðastliðinn var Magni keyrður á sjúkrahús. Hann vaknaði á hótelherbergi á Sauðárkróki þangað sem að hann hafði keyrt eftir að hafa skemmt á Fiskideginum mikla. Þar var Eyrún konan hans stödd með son þeirra á íþróttamóti. Magni vaknaði um miðja nótt með verki, svima og ógleði og var á endanum fluttur með hraði í sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri eftir stutt stopp á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Eftir rannsóknir var Magni útskrifaður en fer sér núna aðeins hægar en áður og er að jafna sig. Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Tónlist Rock Star Supernova Einu sinni var... Tengdar fréttir Á leið til Bandaríkjanna með Rockstar: Supernova Ég fer út um miðjan janúar og ferðast um með hljómsveitinni Rock Star: Supernova í sex til sjö vikur, segir söngvarinn Magni Ásgeirsson. 30. desember 2006 11:00 Íslendingar kusu Magna fyrir þrjár milljónir Íslendingar sendu SMS-skilaboð í símakosningum úrslitaþáttar Rockstar: Supernova fyrir tæplega þrjár millljónir króna, en eins og kunnugt er var Magni Ásgeirsson þar meðal keppenda. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. 20. september 2006 11:48 Magna fagnað í Smáralind Aðsóknarmet var slegið í Smáralind í gær þegar átta þúsund manns komu þar saman til að bjóða Magna Ásgeirsson velkominn heim frá Los Angeles þar sem hann var landi og þjóð til sóma í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Magni klökknaði þegar hann sá 18. september 2006 05:30 Magni kemur heim í dag Söngvarinn Magni Ásgeirsson, sem sló í gegn í keppninni Rock Star Supernova, kemur til landsins í dag og hefur sjónvarpsstöðin Skjár einn skipulagt mótttökuathöfn í Vetrargarði Smáralindar klukkan fjögur. 17. september 2006 09:53 Magni fjórði og á leið heim Magni Ásgeirsson lenti í fjórða sæti í úrslitaþætti raunveruleikaþáttarins Rock Star: Supernova í nótt. Kanadamaðurinn Lukas Rossi fór með sigur af hólmi og verður næsti söngvari hljómsveitarinnar Supernova. 14. september 2006 21:19 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Sophie Turner verður Lara Croft Bíó og sjónvarp Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Sjá meira
Á leið til Bandaríkjanna með Rockstar: Supernova Ég fer út um miðjan janúar og ferðast um með hljómsveitinni Rock Star: Supernova í sex til sjö vikur, segir söngvarinn Magni Ásgeirsson. 30. desember 2006 11:00
Íslendingar kusu Magna fyrir þrjár milljónir Íslendingar sendu SMS-skilaboð í símakosningum úrslitaþáttar Rockstar: Supernova fyrir tæplega þrjár millljónir króna, en eins og kunnugt er var Magni Ásgeirsson þar meðal keppenda. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. 20. september 2006 11:48
Magna fagnað í Smáralind Aðsóknarmet var slegið í Smáralind í gær þegar átta þúsund manns komu þar saman til að bjóða Magna Ásgeirsson velkominn heim frá Los Angeles þar sem hann var landi og þjóð til sóma í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Magni klökknaði þegar hann sá 18. september 2006 05:30
Magni kemur heim í dag Söngvarinn Magni Ásgeirsson, sem sló í gegn í keppninni Rock Star Supernova, kemur til landsins í dag og hefur sjónvarpsstöðin Skjár einn skipulagt mótttökuathöfn í Vetrargarði Smáralindar klukkan fjögur. 17. september 2006 09:53
Magni fjórði og á leið heim Magni Ásgeirsson lenti í fjórða sæti í úrslitaþætti raunveruleikaþáttarins Rock Star: Supernova í nótt. Kanadamaðurinn Lukas Rossi fór með sigur af hólmi og verður næsti söngvari hljómsveitarinnar Supernova. 14. september 2006 21:19