Unnið dag og nótt að byggingu varnargarðanna Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. nóvember 2023 22:28 Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Vísir/Arnar Við Grindavíkurveg eru framkvæmdir í fullum gangi. Þar er unnið dag og nótt að því að reisa varnargarða sem eiga að vernda orkuverið í Svartsengi ef til eldgoss kemur. Varnargarðarnir eru þegar orðnir milli þrjú og fjögur hundruð metra langir. „Byrjuðum bara hérna rétt eftir hádegi í gær. Og þurftum reyndar frá að hverfa eftir tæplega klukkutíma vinnu vegna þessa gass sem mældist. En byrjuðum svo aftur milli fimm og sex í gær og erum búin að vera hér að vinna í alla nótt með jarðýtur og gröfur,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Mesta vinnan í dag hefur farið í varnargarðinn sem liggur með fram Grindavíkurvegi, eða Sundhnúksgarðinn. „Við erum búin að vinna hérna kannski þrjú fjögur hundruð metra í þriggja metra hæð frá því í gærkvöldi,“ segir Arnar. Hann segir að stefnt sé á að byggja inn að Sýlingarfelli og loka garðinum þar. „Það er svona komið af stað en ekki lengra.“ Hversu mikið efni þurfið þið að koma með og hversu mikið af hrauninu á svæðinu getið þið notað af hrauninu sem er hérna? „Það er erfitt og við viljum ekki raska það of mikið. Við reynum svona að draga það aðeins að okkur þeim megin sem ráðgert er að hraunið renni. Þá búum við líka til ákveðna rennslisleið fyrir hraun sem kemur að garðinum og nær þá að renna með fram honum,“ segir Arnar. „Og síðan eftir þörfum ráðgerum við þá og byrjum á því að byggja þriggja metra garð, viðmiðið, og svo kannski fimm og átta, ef við þurfum að hækka.“ Arnar segir skipulagninguna á varnargörðunum byggja á reynslu síðustu gosa. „Það sýndi sig að menn gátu að einhverju leyti hægt á og beint rennsli í aðra átt en ef hraunið er mjög þunnfljótandi þá er illviðráðið. En meðan það er seigfljótandi er hægt að stýra því eitthvað,“ segir Arnar að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Sjá meira
„Byrjuðum bara hérna rétt eftir hádegi í gær. Og þurftum reyndar frá að hverfa eftir tæplega klukkutíma vinnu vegna þessa gass sem mældist. En byrjuðum svo aftur milli fimm og sex í gær og erum búin að vera hér að vinna í alla nótt með jarðýtur og gröfur,“ segir Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Mesta vinnan í dag hefur farið í varnargarðinn sem liggur með fram Grindavíkurvegi, eða Sundhnúksgarðinn. „Við erum búin að vinna hérna kannski þrjú fjögur hundruð metra í þriggja metra hæð frá því í gærkvöldi,“ segir Arnar. Hann segir að stefnt sé á að byggja inn að Sýlingarfelli og loka garðinum þar. „Það er svona komið af stað en ekki lengra.“ Hversu mikið efni þurfið þið að koma með og hversu mikið af hrauninu á svæðinu getið þið notað af hrauninu sem er hérna? „Það er erfitt og við viljum ekki raska það of mikið. Við reynum svona að draga það aðeins að okkur þeim megin sem ráðgert er að hraunið renni. Þá búum við líka til ákveðna rennslisleið fyrir hraun sem kemur að garðinum og nær þá að renna með fram honum,“ segir Arnar. „Og síðan eftir þörfum ráðgerum við þá og byrjum á því að byggja þriggja metra garð, viðmiðið, og svo kannski fimm og átta, ef við þurfum að hækka.“ Arnar segir skipulagninguna á varnargörðunum byggja á reynslu síðustu gosa. „Það sýndi sig að menn gátu að einhverju leyti hægt á og beint rennsli í aðra átt en ef hraunið er mjög þunnfljótandi þá er illviðráðið. En meðan það er seigfljótandi er hægt að stýra því eitthvað,“ segir Arnar að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Jarðhiti Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Sjá meira