Gamla fjárréttin í Ólafsvík hefur verið endurhlaðin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2023 21:03 Guðrún Tryggvadóttir í gömlu réttinni í Ólafsvík, sem er nú búið að endurhlaða undir hennar röggsömu stjórn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af. Það er Guðrún, sem á heiðurinn af verkinu, sem var átaksverkefni í að endurreisa Ólafsvíkurrétt. Hún hefur reyndar haft góðan hóp fólks með sér en Ari Jóhannesson hleðslumaður frá Hafnarfirði hefur séð um hleðsluna og verið með hleðslumenn sér til aðstoðar. Guðrún var líka lengi í stjórn Skógræktarfélagsins í Ólafsvík, sem byrjaði að planta í Krókabrekku þar sem réttin stendur í kringum 1970. „Við vorum bara að byggja upp fornarétt, sem var hérna fyrir, sem að var lögð af um 1960. Ástandið á henni var bara orðið þannig að hún var orðin uppgróin og þetta virtist vera grjóthrúga og svolítið mikið fyrir okkur,” segir Guðrún. Guðrún tók þá til sinna mála, sótt um allskonar leyfi fyrir endurbyggingu réttanna og þau fengust öll og þá var hafist handa. 21 dilkur er í réttinni. „Ég hef verið að rembast eins og rjúpa við staurinn að fá fjármagn í þetta. Ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði vitað hvaða tíma þetta tók og hvað þetta hefði kostað,” segir Guðrún hlæjandi. Mikill sómi er af „nýju“ réttunum, sem heimamenn eru mjög stoltir af.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eitthvað vitað hvað margir steinar hafa farið í þetta? „Nei, það er bara gestaþrautin. Þetta er frá náttúrunnar hendi, það þarf lítið að gera þar, þannig að við urðum að punta upp á það með þessu,” segir Guðrún og bætir strax við. „Nú vil ég bara að þetta verði notað, þetta er til dæmis upplagt að grilla hér, engin eldhætta og annað því um líkt af þessu og hægt að gera hér, sem að fólki hugnast. Það er reyndar frá gamalli tíð þá héldu ungu strákarnir hérna tónleika í gamla daga. Ég ætla líka að vona að bæjarbúar bjóðist til að taka að sér einn og einn dilk og halda honum við þannig að þetta verði til sóma í framtíðinni,” segir Guðrún Tryggvadóttir, dugnaðarforkur í Ólafsvík. Snæfellsbær Réttir Landbúnaður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Það er Guðrún, sem á heiðurinn af verkinu, sem var átaksverkefni í að endurreisa Ólafsvíkurrétt. Hún hefur reyndar haft góðan hóp fólks með sér en Ari Jóhannesson hleðslumaður frá Hafnarfirði hefur séð um hleðsluna og verið með hleðslumenn sér til aðstoðar. Guðrún var líka lengi í stjórn Skógræktarfélagsins í Ólafsvík, sem byrjaði að planta í Krókabrekku þar sem réttin stendur í kringum 1970. „Við vorum bara að byggja upp fornarétt, sem var hérna fyrir, sem að var lögð af um 1960. Ástandið á henni var bara orðið þannig að hún var orðin uppgróin og þetta virtist vera grjóthrúga og svolítið mikið fyrir okkur,” segir Guðrún. Guðrún tók þá til sinna mála, sótt um allskonar leyfi fyrir endurbyggingu réttanna og þau fengust öll og þá var hafist handa. 21 dilkur er í réttinni. „Ég hef verið að rembast eins og rjúpa við staurinn að fá fjármagn í þetta. Ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði vitað hvaða tíma þetta tók og hvað þetta hefði kostað,” segir Guðrún hlæjandi. Mikill sómi er af „nýju“ réttunum, sem heimamenn eru mjög stoltir af.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eitthvað vitað hvað margir steinar hafa farið í þetta? „Nei, það er bara gestaþrautin. Þetta er frá náttúrunnar hendi, það þarf lítið að gera þar, þannig að við urðum að punta upp á það með þessu,” segir Guðrún og bætir strax við. „Nú vil ég bara að þetta verði notað, þetta er til dæmis upplagt að grilla hér, engin eldhætta og annað því um líkt af þessu og hægt að gera hér, sem að fólki hugnast. Það er reyndar frá gamalli tíð þá héldu ungu strákarnir hérna tónleika í gamla daga. Ég ætla líka að vona að bæjarbúar bjóðist til að taka að sér einn og einn dilk og halda honum við þannig að þetta verði til sóma í framtíðinni,” segir Guðrún Tryggvadóttir, dugnaðarforkur í Ólafsvík.
Snæfellsbær Réttir Landbúnaður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira