Aðförin að íslenskri skák Bragi Þorfinnsson skrifar 16. nóvember 2023 12:01 Íslenskt skáklíf stendur í miklum blóma nú um stundir. Iðkendum fjölgar, fjölmörg spennandi skákmót eru haldin í hverjum mánuði, auk þess sem ungir og upprennandi skákmenn eru að koma fram á sjónarsviðið í miklum mæli. Nú um daginn sigraði íslenska skáklandsliðið, landslið Noregs á Evrópumótinu í skák, með sterkasta skákmann heims, sjálfan Magnus Carlsen, í broddi fylkingar. Til þessa hafa íslensk stjórnvöld sýnt skákinni velvilja og stuðning, réttilega skilið mikilvægt hlutverk hennar í menningu okkar og sögu. Það hafa þau m.a. gert, með lögum um launasjóð stórmeistara, frá árinu 1991, sem að hafa stutt við íslenska stórmeistara og gert þeim kleift að vera samkeppnishæfir, í þessari merku hugaríþrótt. Launin hafa líka gert þeim kleift að sinna rannsóknum á skák og þjálfa upp efnilega skákmenn. Þar hafa þeir unnið sannkallað brautryðjendastarf á síðustu árum. Okkur bar gæfa til að búa til kerfi, sem hefur viðhaldið styrk okkar sem skákþjóðar, þar sem stórmeistarar sjá um að miðla þekkingu sinni til yngri iðkenda. Það er líka mikilvægt að börn eigi sér fjölbreyttar fyrirmyndir, og þar gegna stórmeistarar mikilvægu hlutverki. Við erum skákþjóð með ríka skákhefð. En nú eru blikur á lofti. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur lýst yfir áformum um fella á brott lögin um launasjóð stórmeistara, með yfirvofandi bakslagi fyrir íslenska skák. Rökstuðningurinn fyrir tillögunni , er lítill sem enginn, talað er um skort á árangri án þess þó að umtalaður árangur sé skilgreindur af ráðuneytinu sjálfu. Ísland státar af einum mesta fjölda stórmeistara í heiminum, miðað við höfðatölu, og það er engin tilviljun heldur staðfesting á árangri. Við eigum auk þess heimsmeistaratitla í hinum ýmsu aldursflokkum og meira að segja Ólympíumeistaratitil. Við eigum sumsé skákmenn sem hafa borið hróður okkar víða. Erlendir skákmenn sækjast líka eftir því að koma og tefla í Reykjavík, vita að hér hefur skákin alltaf verið í hávegum höfð. Í öllu þessu samhengi skiptir atvinnumannakerfið höfuðmáli, sem gulrót og stuðningur fyrir unga skákmenn sem hafa metnað til að stefna hátt í greininni. Einnig skauta tillögur ráðuneytisins framhjá öllum öðrum mikilvægum störfum sem stórmeistarar sinna, s.s. þjálfun og kennslu ungmenna. Tillagan virðist leggja upp með að Skáksamband Íslands fái þessa fjármuni og sjái um að útdeila þeim. Mín trú er þó sú, að einstaklingurinn sem nær því afreki að ná stórmeistaratitli, sé betur að því að kominn að fá fjármunina í eigin hendur, frekar en að misvandaðir menn geti dreift þeim eftir eigin geðþótta, í misjöfn verkefni. Á meðan eru önnur lönd í kringum okkur að sjá tækifærin og möguleikana í skákinni. Menn eru að sjá, að á rótlausum tímum, þar sem athygli okkar er sífellt tvístrað, þá er skákin eins og vin í eyðimörkinni. Hún er öflugt tæki til að þroska einstaklinginn, rækta hjá honum þolinmæði og aga. Kenna honum á sjálfan sig. Breska ríkisstjórnin var nýverið að fjárfesta 500.000 pundum í að auka veg skákarinnar og styðja við sterkustu skákmenn sína. Með fyrirhuguðum áformum ætlum við hinsvegar að fara í þveröfuga átt , skerða afkomumöguleika íslenskra stórmeistara, óska ekki eftir framlagi þeirra lengur og leggja upp í algjöra óvissuferð með framtíð íslenskrar skákar. Frestur til að segja álit sitt á þessum áformum stjórnvalda í s.k. samráðsgátt rennur út á miðnætti föstudaginn 17. nóvember. Ég þykist vita að skákin eigi marga velunnara úti í samfélaginu, sem skilja hvað er í húfi, og ég hvet þá til að segja sína skoðun á þessum málum á þeim vettvangi. Nú þarf samtal og samvinna að eiga sér stað , sem endar vonandi með því að staðið verður vörð um launasjóð íslenskra stórmeistara í skák. Höfundur er stórmeistari og áhugamaður um afreksmál í íþróttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skák Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt skáklíf stendur í miklum blóma nú um stundir. Iðkendum fjölgar, fjölmörg spennandi skákmót eru haldin í hverjum mánuði, auk þess sem ungir og upprennandi skákmenn eru að koma fram á sjónarsviðið í miklum mæli. Nú um daginn sigraði íslenska skáklandsliðið, landslið Noregs á Evrópumótinu í skák, með sterkasta skákmann heims, sjálfan Magnus Carlsen, í broddi fylkingar. Til þessa hafa íslensk stjórnvöld sýnt skákinni velvilja og stuðning, réttilega skilið mikilvægt hlutverk hennar í menningu okkar og sögu. Það hafa þau m.a. gert, með lögum um launasjóð stórmeistara, frá árinu 1991, sem að hafa stutt við íslenska stórmeistara og gert þeim kleift að vera samkeppnishæfir, í þessari merku hugaríþrótt. Launin hafa líka gert þeim kleift að sinna rannsóknum á skák og þjálfa upp efnilega skákmenn. Þar hafa þeir unnið sannkallað brautryðjendastarf á síðustu árum. Okkur bar gæfa til að búa til kerfi, sem hefur viðhaldið styrk okkar sem skákþjóðar, þar sem stórmeistarar sjá um að miðla þekkingu sinni til yngri iðkenda. Það er líka mikilvægt að börn eigi sér fjölbreyttar fyrirmyndir, og þar gegna stórmeistarar mikilvægu hlutverki. Við erum skákþjóð með ríka skákhefð. En nú eru blikur á lofti. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur lýst yfir áformum um fella á brott lögin um launasjóð stórmeistara, með yfirvofandi bakslagi fyrir íslenska skák. Rökstuðningurinn fyrir tillögunni , er lítill sem enginn, talað er um skort á árangri án þess þó að umtalaður árangur sé skilgreindur af ráðuneytinu sjálfu. Ísland státar af einum mesta fjölda stórmeistara í heiminum, miðað við höfðatölu, og það er engin tilviljun heldur staðfesting á árangri. Við eigum auk þess heimsmeistaratitla í hinum ýmsu aldursflokkum og meira að segja Ólympíumeistaratitil. Við eigum sumsé skákmenn sem hafa borið hróður okkar víða. Erlendir skákmenn sækjast líka eftir því að koma og tefla í Reykjavík, vita að hér hefur skákin alltaf verið í hávegum höfð. Í öllu þessu samhengi skiptir atvinnumannakerfið höfuðmáli, sem gulrót og stuðningur fyrir unga skákmenn sem hafa metnað til að stefna hátt í greininni. Einnig skauta tillögur ráðuneytisins framhjá öllum öðrum mikilvægum störfum sem stórmeistarar sinna, s.s. þjálfun og kennslu ungmenna. Tillagan virðist leggja upp með að Skáksamband Íslands fái þessa fjármuni og sjái um að útdeila þeim. Mín trú er þó sú, að einstaklingurinn sem nær því afreki að ná stórmeistaratitli, sé betur að því að kominn að fá fjármunina í eigin hendur, frekar en að misvandaðir menn geti dreift þeim eftir eigin geðþótta, í misjöfn verkefni. Á meðan eru önnur lönd í kringum okkur að sjá tækifærin og möguleikana í skákinni. Menn eru að sjá, að á rótlausum tímum, þar sem athygli okkar er sífellt tvístrað, þá er skákin eins og vin í eyðimörkinni. Hún er öflugt tæki til að þroska einstaklinginn, rækta hjá honum þolinmæði og aga. Kenna honum á sjálfan sig. Breska ríkisstjórnin var nýverið að fjárfesta 500.000 pundum í að auka veg skákarinnar og styðja við sterkustu skákmenn sína. Með fyrirhuguðum áformum ætlum við hinsvegar að fara í þveröfuga átt , skerða afkomumöguleika íslenskra stórmeistara, óska ekki eftir framlagi þeirra lengur og leggja upp í algjöra óvissuferð með framtíð íslenskrar skákar. Frestur til að segja álit sitt á þessum áformum stjórnvalda í s.k. samráðsgátt rennur út á miðnætti föstudaginn 17. nóvember. Ég þykist vita að skákin eigi marga velunnara úti í samfélaginu, sem skilja hvað er í húfi, og ég hvet þá til að segja sína skoðun á þessum málum á þeim vettvangi. Nú þarf samtal og samvinna að eiga sér stað , sem endar vonandi með því að staðið verður vörð um launasjóð íslenskra stórmeistara í skák. Höfundur er stórmeistari og áhugamaður um afreksmál í íþróttum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun