Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar 10. nóvember 2024 16:01 Nú um helgina er ár síðan við Grindvíkingar þurftum að rýma Grindavík og sá dagur rennur mér seint úr minni. Það er svo stutt síðan en á sama tíma svo óralangt síðan. Sjálfur er ég ekki fæddur og uppalinn í Grindavík en það breytir ekki því að ég er og verð alltaf Grindvíkingur, þarna var vel tekið á móti mér og samfélagið var stórkostlegt. Ég sakna ekki andvarans í Grindavík en ég sakna samfélagsins. Ég sem Grindvíkingur hef þurft að svara alls konar spurningum og vangaveltum kjölfar eldsumbrota eins og: Ætlar þú í alvöru að flytja til baka? Af hverju er verið að borga ykkur út og byggja varnargarða? Er ekki nóg að gera annað hvort? Ég vona að það fari hraun yfir bæinn og Grindavík þurrkist út. Þið fenguð nú ótrúlega gott fyrir húsin ykkar, eruði ekki bara sátt? Grindavík er búin og það fer aldrei neinn þangað aftur. Það hafa nú flestir flutt og þið hafið fengið húsin borguð út án þess að greiða sölulaun. Eruð þið að drekka hérna frítt kaffi? Þið Grindvíkingar fáið allt frítt! Allt eru þetta vangaveltur sem ég hef heyrt og sumar þeirra á fyrstu vikum eftir rýmingu. Ég segi fyrir mitt leyti að ég vil búa í samfélagi sem grípur þá sem lenda í áfalli eins og þessu og er þakklátur fyrir að vera gripinn sem íbúi Grindavíkur. Grindavík er öflugur sjávarútvegsbær, staður þar sem fjölskyldur hafa lifað og starfað í kynslóðir og byggt upp sterkt samfélag með djúpum rótum í sjávarútvegi og samheldni. Nú stendur Grindavík frammi fyrir gríðarlegum áskorunum. Það er ólýsanlegt áfall fyrir fjölskyldur að missa heimili sín og griðarstað, þau öruggu svæði þar sem þau hafa átt líf sitt og minningar. Áfallið er að koma fram hægt og rólega, eins og innri bylgja sorgar sem smám saman skellur á, þegar fólk áttar sig á því að það þarf að aðlagast nýjum aðstæðum. Börnin sérstaklega, þau þurfa að koma sér fyrir í nýjum samfélögum, oft fjarri vinum sínum og daglegu lífi sem þau þekktu. Þau missa vini sína, skólaumhverfið sitt og einfaldleikann sem fylgir því að hafa fastan sess í samfélaginu sínu. Þetta reynir á börnin á marga vegu og það kallar á að við leggjum okkur fram um að styðja þau í þessari breytingu, með hlýju og skilningi. Mikilvægt er að halda möguleikanum opnum að Grindvíkingar geti farið til baka, til bæjarins sem þeir elska. Stjórnvöld þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera þann möguleika raunhæfan. Þangað til þarf að huga vel að grindvíska samfélaginu, hjálpa fjölskyldum að koma undir sig fótunum og bjóða þeim andlega þjónustu sem styrkir þau á þessum erfiðu tímum. Við þurfum að sjá til þess að andleg líðan fólks fái þann stuðning sem hún þarfnast og tryggja að Grindvíkingar upplifi að samfélagið standi með þeim, hvar sem þau eru.Grindvíkingar eru nú á mjög ólíkum stað varðandi framtíðina. Sumir eru tilbúnir til að snúa aftur heim, aðrir vilja bíða og sjá hvernig málin þróast, á meðan enn aðrir hafa ákveðið að leita á ný mið. Spurningin er: Hvað þarf til að Grindavík geti aftur orðið það samfélag sem það var? Ein lausn gæti verið að leyfa fólki að hafa afnot af húsum sínum og greiða aðeins lágmarkskostnað fyrir þá dvöl. Með þessu gætu Grindvíkingar sjálfir séð um heimili sín, tryggt að þau standist tímans tönn og þannig aukið líkurnar á því að fólkið snúi aftur í meira mæli. Þetta myndi ekki einungis styrkja samfélagið heldur veita hverjum og einum möguleika á að finna aftur til tengingar við það sem þeir kalla „heima“ í Grindavík. Til þess að þetta verði mögulegt þarf að skapa aðstæður fyrir fólk til að dvelja þar, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma. Þetta myndi gera Grindvíkingum kleift að finna aftur til öryggis og festa rætur í sinni heimabyggð, að þeim forsendum sem henta þeim best. Grindavík er ekki bara bær heldur lífsandi sem býr í fólkinu. „Þú tekur kannski Grindavík frá okkur en Grindavík tekur þú ekki úr okkur.“ Við erum Grindvíkingar og hversu langur sem vegurinn verður, viljum við fá samfélagið okkar aftur, því samheldnin og kærleikurinn sem við deilum er ómetanlegur. Lengi lifi Grindavík! Höfundur er frambjóðandi á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú um helgina er ár síðan við Grindvíkingar þurftum að rýma Grindavík og sá dagur rennur mér seint úr minni. Það er svo stutt síðan en á sama tíma svo óralangt síðan. Sjálfur er ég ekki fæddur og uppalinn í Grindavík en það breytir ekki því að ég er og verð alltaf Grindvíkingur, þarna var vel tekið á móti mér og samfélagið var stórkostlegt. Ég sakna ekki andvarans í Grindavík en ég sakna samfélagsins. Ég sem Grindvíkingur hef þurft að svara alls konar spurningum og vangaveltum kjölfar eldsumbrota eins og: Ætlar þú í alvöru að flytja til baka? Af hverju er verið að borga ykkur út og byggja varnargarða? Er ekki nóg að gera annað hvort? Ég vona að það fari hraun yfir bæinn og Grindavík þurrkist út. Þið fenguð nú ótrúlega gott fyrir húsin ykkar, eruði ekki bara sátt? Grindavík er búin og það fer aldrei neinn þangað aftur. Það hafa nú flestir flutt og þið hafið fengið húsin borguð út án þess að greiða sölulaun. Eruð þið að drekka hérna frítt kaffi? Þið Grindvíkingar fáið allt frítt! Allt eru þetta vangaveltur sem ég hef heyrt og sumar þeirra á fyrstu vikum eftir rýmingu. Ég segi fyrir mitt leyti að ég vil búa í samfélagi sem grípur þá sem lenda í áfalli eins og þessu og er þakklátur fyrir að vera gripinn sem íbúi Grindavíkur. Grindavík er öflugur sjávarútvegsbær, staður þar sem fjölskyldur hafa lifað og starfað í kynslóðir og byggt upp sterkt samfélag með djúpum rótum í sjávarútvegi og samheldni. Nú stendur Grindavík frammi fyrir gríðarlegum áskorunum. Það er ólýsanlegt áfall fyrir fjölskyldur að missa heimili sín og griðarstað, þau öruggu svæði þar sem þau hafa átt líf sitt og minningar. Áfallið er að koma fram hægt og rólega, eins og innri bylgja sorgar sem smám saman skellur á, þegar fólk áttar sig á því að það þarf að aðlagast nýjum aðstæðum. Börnin sérstaklega, þau þurfa að koma sér fyrir í nýjum samfélögum, oft fjarri vinum sínum og daglegu lífi sem þau þekktu. Þau missa vini sína, skólaumhverfið sitt og einfaldleikann sem fylgir því að hafa fastan sess í samfélaginu sínu. Þetta reynir á börnin á marga vegu og það kallar á að við leggjum okkur fram um að styðja þau í þessari breytingu, með hlýju og skilningi. Mikilvægt er að halda möguleikanum opnum að Grindvíkingar geti farið til baka, til bæjarins sem þeir elska. Stjórnvöld þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera þann möguleika raunhæfan. Þangað til þarf að huga vel að grindvíska samfélaginu, hjálpa fjölskyldum að koma undir sig fótunum og bjóða þeim andlega þjónustu sem styrkir þau á þessum erfiðu tímum. Við þurfum að sjá til þess að andleg líðan fólks fái þann stuðning sem hún þarfnast og tryggja að Grindvíkingar upplifi að samfélagið standi með þeim, hvar sem þau eru.Grindvíkingar eru nú á mjög ólíkum stað varðandi framtíðina. Sumir eru tilbúnir til að snúa aftur heim, aðrir vilja bíða og sjá hvernig málin þróast, á meðan enn aðrir hafa ákveðið að leita á ný mið. Spurningin er: Hvað þarf til að Grindavík geti aftur orðið það samfélag sem það var? Ein lausn gæti verið að leyfa fólki að hafa afnot af húsum sínum og greiða aðeins lágmarkskostnað fyrir þá dvöl. Með þessu gætu Grindvíkingar sjálfir séð um heimili sín, tryggt að þau standist tímans tönn og þannig aukið líkurnar á því að fólkið snúi aftur í meira mæli. Þetta myndi ekki einungis styrkja samfélagið heldur veita hverjum og einum möguleika á að finna aftur til tengingar við það sem þeir kalla „heima“ í Grindavík. Til þess að þetta verði mögulegt þarf að skapa aðstæður fyrir fólk til að dvelja þar, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma. Þetta myndi gera Grindvíkingum kleift að finna aftur til öryggis og festa rætur í sinni heimabyggð, að þeim forsendum sem henta þeim best. Grindavík er ekki bara bær heldur lífsandi sem býr í fólkinu. „Þú tekur kannski Grindavík frá okkur en Grindavík tekur þú ekki úr okkur.“ Við erum Grindvíkingar og hversu langur sem vegurinn verður, viljum við fá samfélagið okkar aftur, því samheldnin og kærleikurinn sem við deilum er ómetanlegur. Lengi lifi Grindavík! Höfundur er frambjóðandi á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun