Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 9. nóvember 2024 11:32 Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. Brúa á 1,1 ma.kr. halla sem er fullkomlega óraunhæft ef ekki á að koma illa niður á þjónustu við börn. Óumflýjanlegt er að skerðingarnar komi niður á þjónustu við börn. Hér verða tekin nokkur dæmi. Hagræða á í Brúarskóla sem er löngu sprunginn. Taka á upp samkennslu 1.-2. bekk og 3.-4. bekk sem leiða mun til þess að hvert barn fær minni athygli. Ráðast skal í að fresta verkefnum eins og „Fyrr á frístundaheimili“. Niðurskurðarhnífnum er jafnframt beitt á þjónustu frístundaheimila. Stytta á opnunartíma frístundaheimila frá skólabyrjun til skólaslita. Fækka á keyptum kennslustundum af tónlistarskólum og breyta samningi við Myndlistarskólann. Listinn er mun lengri og þess utan á að hækka gjaldskrár um 3,5% þann 1. janúar 2025. Ekki gert ráð fyrir óvissuþáttum Flokkur fólksins hefur áhyggjur af fjölda verkefna sem tengjast líðan barna og unglinga og sem snúa að því að sporna við einelti, ofbeldi og hatursumræðu. Einnig verkefnum sem tengjast álagi á starfsfólk og fjarvistum vegna veikinda. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hagræða svo mikið að ekkert svigrúm er til veita aðstoð ef upp koma óvænt tilfelli/atvik. Flokkur fólksins vill nefna hér nokkur brýn dæmi sem borgin ætti að stíga inn með fjárhagsstuðning og ekki síst sálrænan stuðning í formi áfallahjálpar. Fyrst er að nefna þolendur bakteríusýkingar e.coli sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Bjóða ætti foreldrum, börnum og starfsfólki á Mánagarði áfallahjálp og /eða annan stuðning eftir atvikum/þörfum. Það er það minnsta sem borgin getur gert í svona aðstæðum til að hjálpa fólkinu sem tengdist þessu erfiða máli að ná sér. Fleiri mál má nefna sem borgin þarf að stíga inn í og veita bæði fjármagn og andlega aðstoð. Flokkur fólksins leggur til að styrkur sá sem Reykjavíkurborg ætlar að veita Foreldrahúsi að upphæð 10 m.kr. verði hækkaður. Í stað 10 m.kr. verði styrkurinn 15 m.kr. Það er hætta á að Foreldrahús þurfi að leggja niður starfsemi sína vegna fjárskorts. Um er að ræða eina úrræðið sem foreldrum barna og ungmenn í vímuefnavanda stendur til boða. Þriðja atriðið sem mætti nefna er afleiðingar myglu og raka í skólabyggingum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði árið 2023 fram tillögu um skaðabætur til þeirra sem komu verst út úr veikindum og fjarveru vegna myglu í skólahúsnæði. Dæmi eru um að starfsfólk hafi hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og að einhver börn séu orðin langveik og veikindin rakin til myglu- og raka í skólabyggingu. Nefna má í þessu sambandi þrautagöngu Laugarnesskóla. Vitlaust gefið Flokkur fólksins hefur sagt það árum saman að það hefur ekki verið rétt gefið rétt í þessari borg, forgangsröðun hefur verið röng. Börn og viðkvæmir minnihlutahópar hafa orðið verst fyrir barðinu á rangri forgangsröðun fjármagns. Nóg er nú samt lagt á börnin um þessar mundir, mörg eru að koma illa út námslega, líður illa og mörg hafa hallað sér í meiri mæli en gott er að símum og samfélagsmiðlum. Það væri nær að styrkja og auka þjónustu við börn og fjölskyldur í stað þess að skerða þjónustu við börn og ungmenni. Flokkur fólksins vill að fólkið sé sett í forgang, Fólkið fyrst og svo allt hitt. , sálfræðingur er borgarfulltrúi Flokks fólksins og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. Brúa á 1,1 ma.kr. halla sem er fullkomlega óraunhæft ef ekki á að koma illa niður á þjónustu við börn. Óumflýjanlegt er að skerðingarnar komi niður á þjónustu við börn. Hér verða tekin nokkur dæmi. Hagræða á í Brúarskóla sem er löngu sprunginn. Taka á upp samkennslu 1.-2. bekk og 3.-4. bekk sem leiða mun til þess að hvert barn fær minni athygli. Ráðast skal í að fresta verkefnum eins og „Fyrr á frístundaheimili“. Niðurskurðarhnífnum er jafnframt beitt á þjónustu frístundaheimila. Stytta á opnunartíma frístundaheimila frá skólabyrjun til skólaslita. Fækka á keyptum kennslustundum af tónlistarskólum og breyta samningi við Myndlistarskólann. Listinn er mun lengri og þess utan á að hækka gjaldskrár um 3,5% þann 1. janúar 2025. Ekki gert ráð fyrir óvissuþáttum Flokkur fólksins hefur áhyggjur af fjölda verkefna sem tengjast líðan barna og unglinga og sem snúa að því að sporna við einelti, ofbeldi og hatursumræðu. Einnig verkefnum sem tengjast álagi á starfsfólk og fjarvistum vegna veikinda. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hagræða svo mikið að ekkert svigrúm er til veita aðstoð ef upp koma óvænt tilfelli/atvik. Flokkur fólksins vill nefna hér nokkur brýn dæmi sem borgin ætti að stíga inn með fjárhagsstuðning og ekki síst sálrænan stuðning í formi áfallahjálpar. Fyrst er að nefna þolendur bakteríusýkingar e.coli sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Bjóða ætti foreldrum, börnum og starfsfólki á Mánagarði áfallahjálp og /eða annan stuðning eftir atvikum/þörfum. Það er það minnsta sem borgin getur gert í svona aðstæðum til að hjálpa fólkinu sem tengdist þessu erfiða máli að ná sér. Fleiri mál má nefna sem borgin þarf að stíga inn í og veita bæði fjármagn og andlega aðstoð. Flokkur fólksins leggur til að styrkur sá sem Reykjavíkurborg ætlar að veita Foreldrahúsi að upphæð 10 m.kr. verði hækkaður. Í stað 10 m.kr. verði styrkurinn 15 m.kr. Það er hætta á að Foreldrahús þurfi að leggja niður starfsemi sína vegna fjárskorts. Um er að ræða eina úrræðið sem foreldrum barna og ungmenn í vímuefnavanda stendur til boða. Þriðja atriðið sem mætti nefna er afleiðingar myglu og raka í skólabyggingum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði árið 2023 fram tillögu um skaðabætur til þeirra sem komu verst út úr veikindum og fjarveru vegna myglu í skólahúsnæði. Dæmi eru um að starfsfólk hafi hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og að einhver börn séu orðin langveik og veikindin rakin til myglu- og raka í skólabyggingu. Nefna má í þessu sambandi þrautagöngu Laugarnesskóla. Vitlaust gefið Flokkur fólksins hefur sagt það árum saman að það hefur ekki verið rétt gefið rétt í þessari borg, forgangsröðun hefur verið röng. Börn og viðkvæmir minnihlutahópar hafa orðið verst fyrir barðinu á rangri forgangsröðun fjármagns. Nóg er nú samt lagt á börnin um þessar mundir, mörg eru að koma illa út námslega, líður illa og mörg hafa hallað sér í meiri mæli en gott er að símum og samfélagsmiðlum. Það væri nær að styrkja og auka þjónustu við börn og fjölskyldur í stað þess að skerða þjónustu við börn og ungmenni. Flokkur fólksins vill að fólkið sé sett í forgang, Fólkið fyrst og svo allt hitt. , sálfræðingur er borgarfulltrúi Flokks fólksins og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun