Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir og Darri Gunnarsson skrifa 1. desember 2025 09:31 Svín eru hin merkilegustu dýr sem fæst okkar fá að kynnast enda eru þau hulin sjónum okkar, innilokuð við hræðilegar aðstæður. Þau eru með greindustu skepnum, hafa vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau hafa flókna vitsmunagreind, eru félagsverur, mynda tengsl sín á milli, sýna samkennd og tilfinningar í garð annarra. Á síðasta ári skrifuðum við um grísina, bleiku hvolpana. Nú ætlum við að segja ykkur frá gyltunni. Gyltan er umhyggjusöm móðir. Hún gýtur að jafnaði 8-14 grísum í goti. Hún gefur grísum sínum hljóðmerki sem þeir þekkja frá öðrum degi og greina frá öðrum gyltum. Þær gefa frá sér hljóð sem vísindamenn líkja við söngva. Þær s.s. syngja fyrir afkvæmi sín. Gyltur í stærri svínahópum hjálpast að við að sinna grísum og má segja að þær passi hver fyrir aðra þegar þannig stendur á. Við eðlilega aðstæður útbúa gyltur flet eða hreiður þar sem þær sinna grísum sínum af mikilli natni. Hreiðurgerðin er mikilvægur hluti atferlis gyltunnar þegar hún undirbýr got. Hún safnar efni í hreiðrið af miklum ákafa og þegar það er fullbúið róast hún og kemur sér fyrir til að gjóta. Gyltur í búrum sýna tilburði til hreiðurgerðar þrátt fyrir þær ömurlegu aðstæður sem þeim eru búnar. Svín eru frjósöm og þann eiginleika nýtir maðurinn af miskunnarleysi og hörku. Gyltur í verskmiðju búum gjóta að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sínum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við og eðlileg hreyfing þeirra er útilokuð. Þær hafa engin tök á að sinna afkvæmum sínum sem eru aðskilin frá móður sinni og sjúga spena hennar í gegnum rimla. Gylturnar fara aldrei út á þriggja til sex ára langri ævi. Gyltur lifa í um 3-6 ár við þessar aðstæður en þá gefur líkami þeirra sig undan stöðugu álagi. Fætur þeirra eru oft illa farnar eftir áralangt hreyfingarleysi. Við náttúrulegar kringumstæður lifa svín í 15 - 20 ár. Ævi gyltunnar líkur gjarnan í gasklefa þar sem hópur svína er kæfður. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun slíkra klefa þar sem mannshöndin kemur ekki nærri. Matvælastofnun Evrópu vill að hætt verði að deyða svín með þessari miskunnarlausu aðferð þar sem að hún veldur ótta, sársauka og þjáningu. Enginn á að vera hryggur um jólin Kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum um jólin. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Fylgist með á instagram, tiktok og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Darri Gunnarsson verkfræðingur og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Svín eru hin merkilegustu dýr sem fæst okkar fá að kynnast enda eru þau hulin sjónum okkar, innilokuð við hræðilegar aðstæður. Þau eru með greindustu skepnum, hafa vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau hafa flókna vitsmunagreind, eru félagsverur, mynda tengsl sín á milli, sýna samkennd og tilfinningar í garð annarra. Á síðasta ári skrifuðum við um grísina, bleiku hvolpana. Nú ætlum við að segja ykkur frá gyltunni. Gyltan er umhyggjusöm móðir. Hún gýtur að jafnaði 8-14 grísum í goti. Hún gefur grísum sínum hljóðmerki sem þeir þekkja frá öðrum degi og greina frá öðrum gyltum. Þær gefa frá sér hljóð sem vísindamenn líkja við söngva. Þær s.s. syngja fyrir afkvæmi sín. Gyltur í stærri svínahópum hjálpast að við að sinna grísum og má segja að þær passi hver fyrir aðra þegar þannig stendur á. Við eðlilega aðstæður útbúa gyltur flet eða hreiður þar sem þær sinna grísum sínum af mikilli natni. Hreiðurgerðin er mikilvægur hluti atferlis gyltunnar þegar hún undirbýr got. Hún safnar efni í hreiðrið af miklum ákafa og þegar það er fullbúið róast hún og kemur sér fyrir til að gjóta. Gyltur í búrum sýna tilburði til hreiðurgerðar þrátt fyrir þær ömurlegu aðstæður sem þeim eru búnar. Svín eru frjósöm og þann eiginleika nýtir maðurinn af miskunnarleysi og hörku. Gyltur í verskmiðju búum gjóta að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sínum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við og eðlileg hreyfing þeirra er útilokuð. Þær hafa engin tök á að sinna afkvæmum sínum sem eru aðskilin frá móður sinni og sjúga spena hennar í gegnum rimla. Gylturnar fara aldrei út á þriggja til sex ára langri ævi. Gyltur lifa í um 3-6 ár við þessar aðstæður en þá gefur líkami þeirra sig undan stöðugu álagi. Fætur þeirra eru oft illa farnar eftir áralangt hreyfingarleysi. Við náttúrulegar kringumstæður lifa svín í 15 - 20 ár. Ævi gyltunnar líkur gjarnan í gasklefa þar sem hópur svína er kæfður. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun slíkra klefa þar sem mannshöndin kemur ekki nærri. Matvælastofnun Evrópu vill að hætt verði að deyða svín með þessari miskunnarlausu aðferð þar sem að hún veldur ótta, sársauka og þjáningu. Enginn á að vera hryggur um jólin Kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum um jólin. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Fylgist með á instagram, tiktok og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Darri Gunnarsson verkfræðingur og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar