Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir og Darri Gunnarsson skrifa 1. desember 2025 09:31 Svín eru hin merkilegustu dýr sem fæst okkar fá að kynnast enda eru þau hulin sjónum okkar, innilokuð við hræðilegar aðstæður. Þau eru með greindustu skepnum, hafa vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau hafa flókna vitsmunagreind, eru félagsverur, mynda tengsl sín á milli, sýna samkennd og tilfinningar í garð annarra. Á síðasta ári skrifuðum við um grísina, bleiku hvolpana. Nú ætlum við að segja ykkur frá gyltunni. Gyltan er umhyggjusöm móðir. Hún gýtur að jafnaði 8-14 grísum í goti. Hún gefur grísum sínum hljóðmerki sem þeir þekkja frá öðrum degi og greina frá öðrum gyltum. Þær gefa frá sér hljóð sem vísindamenn líkja við söngva. Þær s.s. syngja fyrir afkvæmi sín. Gyltur í stærri svínahópum hjálpast að við að sinna grísum og má segja að þær passi hver fyrir aðra þegar þannig stendur á. Við eðlilega aðstæður útbúa gyltur flet eða hreiður þar sem þær sinna grísum sínum af mikilli natni. Hreiðurgerðin er mikilvægur hluti atferlis gyltunnar þegar hún undirbýr got. Hún safnar efni í hreiðrið af miklum ákafa og þegar það er fullbúið róast hún og kemur sér fyrir til að gjóta. Gyltur í búrum sýna tilburði til hreiðurgerðar þrátt fyrir þær ömurlegu aðstæður sem þeim eru búnar. Svín eru frjósöm og þann eiginleika nýtir maðurinn af miskunnarleysi og hörku. Gyltur í verskmiðju búum gjóta að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sínum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við og eðlileg hreyfing þeirra er útilokuð. Þær hafa engin tök á að sinna afkvæmum sínum sem eru aðskilin frá móður sinni og sjúga spena hennar í gegnum rimla. Gylturnar fara aldrei út á þriggja til sex ára langri ævi. Gyltur lifa í um 3-6 ár við þessar aðstæður en þá gefur líkami þeirra sig undan stöðugu álagi. Fætur þeirra eru oft illa farnar eftir áralangt hreyfingarleysi. Við náttúrulegar kringumstæður lifa svín í 15 - 20 ár. Ævi gyltunnar líkur gjarnan í gasklefa þar sem hópur svína er kæfður. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun slíkra klefa þar sem mannshöndin kemur ekki nærri. Matvælastofnun Evrópu vill að hætt verði að deyða svín með þessari miskunnarlausu aðferð þar sem að hún veldur ótta, sársauka og þjáningu. Enginn á að vera hryggur um jólin Kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum um jólin. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Fylgist með á instagram, tiktok og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Darri Gunnarsson verkfræðingur og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Svín eru hin merkilegustu dýr sem fæst okkar fá að kynnast enda eru þau hulin sjónum okkar, innilokuð við hræðilegar aðstæður. Þau eru með greindustu skepnum, hafa vitsmuni á við þriggja ára börn og eru greindari en hundar. Þau hafa flókna vitsmunagreind, eru félagsverur, mynda tengsl sín á milli, sýna samkennd og tilfinningar í garð annarra. Á síðasta ári skrifuðum við um grísina, bleiku hvolpana. Nú ætlum við að segja ykkur frá gyltunni. Gyltan er umhyggjusöm móðir. Hún gýtur að jafnaði 8-14 grísum í goti. Hún gefur grísum sínum hljóðmerki sem þeir þekkja frá öðrum degi og greina frá öðrum gyltum. Þær gefa frá sér hljóð sem vísindamenn líkja við söngva. Þær s.s. syngja fyrir afkvæmi sín. Gyltur í stærri svínahópum hjálpast að við að sinna grísum og má segja að þær passi hver fyrir aðra þegar þannig stendur á. Við eðlilega aðstæður útbúa gyltur flet eða hreiður þar sem þær sinna grísum sínum af mikilli natni. Hreiðurgerðin er mikilvægur hluti atferlis gyltunnar þegar hún undirbýr got. Hún safnar efni í hreiðrið af miklum ákafa og þegar það er fullbúið róast hún og kemur sér fyrir til að gjóta. Gyltur í búrum sýna tilburði til hreiðurgerðar þrátt fyrir þær ömurlegu aðstæður sem þeim eru búnar. Svín eru frjósöm og þann eiginleika nýtir maðurinn af miskunnarleysi og hörku. Gyltur í verskmiðju búum gjóta að jafnaði tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja langdvölum í stíum sínum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við og eðlileg hreyfing þeirra er útilokuð. Þær hafa engin tök á að sinna afkvæmum sínum sem eru aðskilin frá móður sinni og sjúga spena hennar í gegnum rimla. Gylturnar fara aldrei út á þriggja til sex ára langri ævi. Gyltur lifa í um 3-6 ár við þessar aðstæður en þá gefur líkami þeirra sig undan stöðugu álagi. Fætur þeirra eru oft illa farnar eftir áralangt hreyfingarleysi. Við náttúrulegar kringumstæður lifa svín í 15 - 20 ár. Ævi gyltunnar líkur gjarnan í gasklefa þar sem hópur svína er kæfður. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun slíkra klefa þar sem mannshöndin kemur ekki nærri. Matvælastofnun Evrópu vill að hætt verði að deyða svín með þessari miskunnarlausu aðferð þar sem að hún veldur ótta, sársauka og þjáningu. Enginn á að vera hryggur um jólin Kaup á svínakjöti er í flestum tilfellum stuðningur við hræðilega meðferð dýra. Höfnum verksmiðjubúskap og sleppum hamborgarhryggnum um jólin. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Fylgist með á instagram, tiktok og facebook aðgangi samtakanna á @dyravelferd Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir læknir og formaður Samtaka um dýravelferð og Darri Gunnarsson verkfræðingur og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun