Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 1. desember 2025 12:03 Það var áhugavert að sjá sveitarfélög skella skuldinni á ríkið og fyrra sig þannig ábyrgð á því að uppfylla NPA samninga sem er lögbundin þjónusta þeirra og skylda að uppfylla. Sveitarfélög hafa allt frá árinu 2012 verið með NPA í innleiðingaferli, sem hófst þá sem innleiðingaverkefni. Báru nokkur sveitarfélög gæfu til að taka þátt í því frá upphafi og skapa með því fötluðum einstaklingum frelsi og rétt til að lifa sjálfstæðu og merkingabæru lífi á svo marga vegu sem áður hafði verið því ómögulegt. Svo dæmi séu tekin; að geta farið í bað þegar viðkomandi vildi, á kaffihús eða einfaldlega út úr herberginu, búið sjálfstætt, farið í nám, í starf, og annast barnið sitt o.s.frv. NPA er mannréttindi en ekki fríðindi, og frelsar fólk úr ánauð úreltra viðhorfa og kerfis. NPA er jöfnunartæki. Réttur fatlaðs fólks til NPA var festur í lög 2018, NPA er því sveitarfélögum ekki óþekkt fyrirbæri. Í fréttum síðustu viku komu fram svör tveggja kvenna sem gegna borgar- og bæjarstjóraembættum í sveitarfélögum sem neita fólki um NPA samninga þrátt fyrir lögbundinn rétt. Bæjarstjórinn segir „Við viljum öll gera vel og veita framúrskarandi þjónustu til íbúa, sérstaklega fyrir okkar viðkvæmustu hópa.“ „Auðvitað myndum við vilja gera betur en við verðum að forgangsraða.“ Virðist því bæjarstjórinn forgangsraða á kostnað fatlaðs fólks og gera þar með fatlað fólk ábyrgt fyrir því að aðrir íbúar geti fengið betri þjónustu, þetta sama sveitarfélag er vel statt og skilar talsverðum hagnaði. Í upptöldum lykilatriðum í fjárhagsáætlun er ekki minnst á fatlað fólk sem hlýtur þó að vera talsverður hópur í sveitarfélaginu en til fatlaðs fólks teljast m.a. þau sem eru með langvarandi líkamlega, andlega eða vitsmunalega skerðingu eða skerta skynjun og sem verða fyrir ýmiss konar hindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku til jafns við aðra. Borgarstjórinn lætur hafa eftir sér að ef ekki verði samið um sérstaka tekjustofna til að fjármagna þjónustu við fatlað fólk kalli það á miklar hagræðingaraðgerðir hjá sveitarfélögum, „sem geta skert lífsgæði í samfélögunum okkar.“ Ekki verður betur séð en að borgarstjóri beiti hræðsluáróðri þegar hún lýsir því yfir að þurfi sveitarfélög að hagræða til að sinna lögbundinni þjónustu muni það koma niður á lífsgæðum íbúanna almennt. Þannig er forgangsröðun á kostnað fatlaðs fólks enn og aftur réttlætt og fatlað fólk gert ábyrgt fyrir lífsgæðum samborgara. Það er afleitt, að fólk í forystuhlutverki sveitarfélaga stilli hópum upp á móti hvor öðrum og skapi með því andúð og virðingarleysi í garð fatlaðs fólks sem einungis berst fyrir því að mannréttindi þess séu virt til jafns við aðra hópa og að lögum sé framfylgt. Samkvæmt grein frá formanni ÖBÍ réttindasamtaka hafa sveitarfélögin fengið úrræði til að takast á við lögbundna þjónustu við fatlað fólk í innleiðingarferli samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, sem hefur staðið yfir síðan 2007. Tekjuskattaprósenta hefur lækkað og útsvarshlutfall sveitarfélaga hækkað nokkrum sinnum frá 2011 þá hafa tekjustofnar ítrekað verið fluttir frá ríki til sveitarfélaga til að standa undir kostnaði við veitingu þjónustunnar. Það er í besta falli áhugavert að sjá tvær ágætar konur í forsvari fyrir stærstu sveitarfélög landsins bera það á borð fyrir okkur, fatlað fólk og alla aðra, að engin fjármögnun hafi fylgt nýlögfestum samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks og að þær þurfi að forgangsraða verkefnum sinna sveitarfélaga á þann hátt að fara gegn lögbundnum skyldum og brjóta þannig á ,,sjálfsögðum‘‘ rétti fatlaðs fólks til lífs til jafns við aðra. Það eru vonbrigði að sjá slíka afstöðu forystufólks, hvaða sveitarfélagi sem er. Það er óviðunandi að borgarstjóri tefli lögbundnum rétti fatlaðs fólks á móti lífsgæðum annarra íbúa borgarinnar. Það er óásættanlegt að forystufólk sveitarfélags færi ábyrgðina af því að veita lögbundna þjónustu yfir á fatlað fólk og tali með þeim hætti að réttindi þess hóps sé byrði. Fyrst og fremst ber kjörnum fulltrúum að gæta þess að mannréttindi séu virt og farið sé að lögum. Segja má að fólk sem óskar eftir NPA en fær ekki sökum fyrirslátts sveitarfélaga, er frelsisskert og frelsisskerðing er ofbeldi. Að neita fötluðu fólki um þá aðstoð sem það þarf til að lifa innihaldsríku lífi, taka þátt í samfélagi, öðlast menntun og hafa aðgengi að vinnu svo fátt eitt sé nefnt er ofbeldi. En takið eftir framangreint eru SJÁLFSÖGÐ RÉTTINDI eitthvað sem aðrir hér á landi fá í vöggugjöf og þurfa ekki að velta fyrir sér hvort þeir hafi tækifæri til að lifa sínu lífi á þann hátt sem hver og einn kýs, nema hann fatlist á lífsleiðinni. Sjálfsbjörg lsh. kallar eftir því að kjörnir fulltrúar stígi fram og axli þá ábyrgð sem ríki og sveitarfélög hafa undirgengist og tryggi fötluðu fólki þau réttindi sem þeim ber skylda til. Þann 3ja desember er Alþjóðlegur dagur fatlaðs fólk þá höldum við upp á lögfestingu samningsins og sjálfsagðan rétt til innihaldsríks lífs. Til hamingju öll með lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að sjá sveitarfélög skella skuldinni á ríkið og fyrra sig þannig ábyrgð á því að uppfylla NPA samninga sem er lögbundin þjónusta þeirra og skylda að uppfylla. Sveitarfélög hafa allt frá árinu 2012 verið með NPA í innleiðingaferli, sem hófst þá sem innleiðingaverkefni. Báru nokkur sveitarfélög gæfu til að taka þátt í því frá upphafi og skapa með því fötluðum einstaklingum frelsi og rétt til að lifa sjálfstæðu og merkingabæru lífi á svo marga vegu sem áður hafði verið því ómögulegt. Svo dæmi séu tekin; að geta farið í bað þegar viðkomandi vildi, á kaffihús eða einfaldlega út úr herberginu, búið sjálfstætt, farið í nám, í starf, og annast barnið sitt o.s.frv. NPA er mannréttindi en ekki fríðindi, og frelsar fólk úr ánauð úreltra viðhorfa og kerfis. NPA er jöfnunartæki. Réttur fatlaðs fólks til NPA var festur í lög 2018, NPA er því sveitarfélögum ekki óþekkt fyrirbæri. Í fréttum síðustu viku komu fram svör tveggja kvenna sem gegna borgar- og bæjarstjóraembættum í sveitarfélögum sem neita fólki um NPA samninga þrátt fyrir lögbundinn rétt. Bæjarstjórinn segir „Við viljum öll gera vel og veita framúrskarandi þjónustu til íbúa, sérstaklega fyrir okkar viðkvæmustu hópa.“ „Auðvitað myndum við vilja gera betur en við verðum að forgangsraða.“ Virðist því bæjarstjórinn forgangsraða á kostnað fatlaðs fólks og gera þar með fatlað fólk ábyrgt fyrir því að aðrir íbúar geti fengið betri þjónustu, þetta sama sveitarfélag er vel statt og skilar talsverðum hagnaði. Í upptöldum lykilatriðum í fjárhagsáætlun er ekki minnst á fatlað fólk sem hlýtur þó að vera talsverður hópur í sveitarfélaginu en til fatlaðs fólks teljast m.a. þau sem eru með langvarandi líkamlega, andlega eða vitsmunalega skerðingu eða skerta skynjun og sem verða fyrir ýmiss konar hindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku til jafns við aðra. Borgarstjórinn lætur hafa eftir sér að ef ekki verði samið um sérstaka tekjustofna til að fjármagna þjónustu við fatlað fólk kalli það á miklar hagræðingaraðgerðir hjá sveitarfélögum, „sem geta skert lífsgæði í samfélögunum okkar.“ Ekki verður betur séð en að borgarstjóri beiti hræðsluáróðri þegar hún lýsir því yfir að þurfi sveitarfélög að hagræða til að sinna lögbundinni þjónustu muni það koma niður á lífsgæðum íbúanna almennt. Þannig er forgangsröðun á kostnað fatlaðs fólks enn og aftur réttlætt og fatlað fólk gert ábyrgt fyrir lífsgæðum samborgara. Það er afleitt, að fólk í forystuhlutverki sveitarfélaga stilli hópum upp á móti hvor öðrum og skapi með því andúð og virðingarleysi í garð fatlaðs fólks sem einungis berst fyrir því að mannréttindi þess séu virt til jafns við aðra hópa og að lögum sé framfylgt. Samkvæmt grein frá formanni ÖBÍ réttindasamtaka hafa sveitarfélögin fengið úrræði til að takast á við lögbundna þjónustu við fatlað fólk í innleiðingarferli samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, sem hefur staðið yfir síðan 2007. Tekjuskattaprósenta hefur lækkað og útsvarshlutfall sveitarfélaga hækkað nokkrum sinnum frá 2011 þá hafa tekjustofnar ítrekað verið fluttir frá ríki til sveitarfélaga til að standa undir kostnaði við veitingu þjónustunnar. Það er í besta falli áhugavert að sjá tvær ágætar konur í forsvari fyrir stærstu sveitarfélög landsins bera það á borð fyrir okkur, fatlað fólk og alla aðra, að engin fjármögnun hafi fylgt nýlögfestum samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks og að þær þurfi að forgangsraða verkefnum sinna sveitarfélaga á þann hátt að fara gegn lögbundnum skyldum og brjóta þannig á ,,sjálfsögðum‘‘ rétti fatlaðs fólks til lífs til jafns við aðra. Það eru vonbrigði að sjá slíka afstöðu forystufólks, hvaða sveitarfélagi sem er. Það er óviðunandi að borgarstjóri tefli lögbundnum rétti fatlaðs fólks á móti lífsgæðum annarra íbúa borgarinnar. Það er óásættanlegt að forystufólk sveitarfélags færi ábyrgðina af því að veita lögbundna þjónustu yfir á fatlað fólk og tali með þeim hætti að réttindi þess hóps sé byrði. Fyrst og fremst ber kjörnum fulltrúum að gæta þess að mannréttindi séu virt og farið sé að lögum. Segja má að fólk sem óskar eftir NPA en fær ekki sökum fyrirslátts sveitarfélaga, er frelsisskert og frelsisskerðing er ofbeldi. Að neita fötluðu fólki um þá aðstoð sem það þarf til að lifa innihaldsríku lífi, taka þátt í samfélagi, öðlast menntun og hafa aðgengi að vinnu svo fátt eitt sé nefnt er ofbeldi. En takið eftir framangreint eru SJÁLFSÖGÐ RÉTTINDI eitthvað sem aðrir hér á landi fá í vöggugjöf og þurfa ekki að velta fyrir sér hvort þeir hafi tækifæri til að lifa sínu lífi á þann hátt sem hver og einn kýs, nema hann fatlist á lífsleiðinni. Sjálfsbjörg lsh. kallar eftir því að kjörnir fulltrúar stígi fram og axli þá ábyrgð sem ríki og sveitarfélög hafa undirgengist og tryggi fötluðu fólki þau réttindi sem þeim ber skylda til. Þann 3ja desember er Alþjóðlegur dagur fatlaðs fólk þá höldum við upp á lögfestingu samningsins og sjálfsagðan rétt til innihaldsríks lífs. Til hamingju öll með lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun