Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar 1. desember 2025 09:03 Í dag fögnum við merkum áfanga í samskiptum Íslands og Spánar við opnun sendiráðs Íslands í Madrid. Hér er ekki eingöngu um formlegan áfanga að ræða heldur felst í opnuninni táknræn staðfesting á vináttu, trausti og sívaxandi tengslum tveggja þjóða sem eru nánari en margir ætla, þrátt fyrir að um þrjúsund kílómetrar skilji okkur að. Ákvörðun um að opna sendiráð er ekki tekin á einni nóttu. Um málið var fjallað á Alþingi og niðurstaðan afgerandi; brýn þörf var komin á sendiráð á Spáni. Undirbúningurinn hefur staðið yfir um nokkurt skeið og þegar einn af reyndustu sendiherrum Íslands, Kristján Andri Stefánsson, afhenti Felipe VI. Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í september, var kunngjörð yfirlýsing okkar um trú á framtíðarsambandi Íslands og Spánar. Árið 2019 opnaði Spánn sendiskrifstofu á Íslandi sem undirrituð hefur starfað mikið með allar götur síðan. Gagnkvæmni hefur verið meginregla í samskiptum ríkjanna tveggja og tímabært að við opnum sendiráð í þessu mikla vinaríki okkar til áratuga. Viðskipti, menning og ferðamennska Samband Íslands og Spánar nær miklu lengra aftur í tímann en elstu menn muna og saga þess hefur lengstum verið farsæl og góð. Efnahagsleg og fjárhagsleg tengsl Íslands og Spánar hafa á síðustu árum orðið fjölbreyttari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa fyrir löngu skapað sér sess á spænskri grundu enda hafa viðskipti landanna löngum byggst á viðskiptum með sjávarafurðir, vín og í seinni tíma lyf og ál. Þúsundir Íslendinga eiga nú húsnæði á Spáni og sú tala fer vaxandi. Þessi fjöldi sýnir að Spánn er ekki bara sumardvalarstaður í huga Íslendinga heldur í síauknum mæli heimili að heiman, fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem kjósa sól, hlýju og fjölbreytta menningu. Nýtt sendiráð í Madrid mun auðvelda laga- og stjórnsýsluleg samskipti fyrir þá Íslendinga sem eiga eignir og/eða eru í viðskiptum á Spáni og veita þeim aðgang að þjónustu og stuðningi frá íslenskum stjórnvöldum sem er mikilvægt skref til að efla öryggi og stuðning þeirra sem tengjast Spáni. Fyrir utan íslenska fasteignaeigendur á Spáni, dvelja þar árlega þúsundir íslenskra ríkisborgara til lengri og skemmri tíma. Með opnun sendiráðsins mun utanríkisþjónustan geta styrkt hagsmunagæslu og eflt þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki þar í landi. Á milli landsins okkar hér í norðri og Spánar í suðri hefur ferðamennska löngum verið ein sterkasta brúin. Ef marka má nýjustu tölur hefur fjöldi spænskra gesta á Íslandi aldrei verið meiri. Árið 2024 komu til landsins rúmlega 70 þúsund spænskir ferðamenn og sú tala er hærri í ár. Að sama skapi hefur Spánn jafnan verið efst á lista þeirra sem ferðast úr landi frá Íslandi. Með opnun sendiráðs fær ferðamannastraumurinn nýja stoð, einfaldari samskipti, betri stuðning og aukna möguleika. Við styrkjum enn frekar þann vettvang sem gerir okkur kleift að efla samvinnu og auka þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki á Spáni. Nágrannar í anda Ísland og Spánn eru ekki aðeins samstarfsríki, þau eru vinir. Þessi vinátta byggist á gagnkvæmri virðingu og sameiginlegum gildum. Með þessari opnun horfum við fram á enn bjartari framtíð í samvinnu landanna tveggja. Ég óska íslenska ríkinu og sendiráðinu í Madrid innilegrar farsældar. Megi það verða hornsteinn áframhaldandi velgengni og brú á milli fólksins okkar, menningar og viðskipta. Til hamingju með þennan merka dag! Muchas gracias. Höfundur er kjörræðismaður Spánar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sendiráð Íslands Spánn Utanríkismál Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Inga Lind Karlsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við merkum áfanga í samskiptum Íslands og Spánar við opnun sendiráðs Íslands í Madrid. Hér er ekki eingöngu um formlegan áfanga að ræða heldur felst í opnuninni táknræn staðfesting á vináttu, trausti og sívaxandi tengslum tveggja þjóða sem eru nánari en margir ætla, þrátt fyrir að um þrjúsund kílómetrar skilji okkur að. Ákvörðun um að opna sendiráð er ekki tekin á einni nóttu. Um málið var fjallað á Alþingi og niðurstaðan afgerandi; brýn þörf var komin á sendiráð á Spáni. Undirbúningurinn hefur staðið yfir um nokkurt skeið og þegar einn af reyndustu sendiherrum Íslands, Kristján Andri Stefánsson, afhenti Felipe VI. Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í september, var kunngjörð yfirlýsing okkar um trú á framtíðarsambandi Íslands og Spánar. Árið 2019 opnaði Spánn sendiskrifstofu á Íslandi sem undirrituð hefur starfað mikið með allar götur síðan. Gagnkvæmni hefur verið meginregla í samskiptum ríkjanna tveggja og tímabært að við opnum sendiráð í þessu mikla vinaríki okkar til áratuga. Viðskipti, menning og ferðamennska Samband Íslands og Spánar nær miklu lengra aftur í tímann en elstu menn muna og saga þess hefur lengstum verið farsæl og góð. Efnahagsleg og fjárhagsleg tengsl Íslands og Spánar hafa á síðustu árum orðið fjölbreyttari. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa fyrir löngu skapað sér sess á spænskri grundu enda hafa viðskipti landanna löngum byggst á viðskiptum með sjávarafurðir, vín og í seinni tíma lyf og ál. Þúsundir Íslendinga eiga nú húsnæði á Spáni og sú tala fer vaxandi. Þessi fjöldi sýnir að Spánn er ekki bara sumardvalarstaður í huga Íslendinga heldur í síauknum mæli heimili að heiman, fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem kjósa sól, hlýju og fjölbreytta menningu. Nýtt sendiráð í Madrid mun auðvelda laga- og stjórnsýsluleg samskipti fyrir þá Íslendinga sem eiga eignir og/eða eru í viðskiptum á Spáni og veita þeim aðgang að þjónustu og stuðningi frá íslenskum stjórnvöldum sem er mikilvægt skref til að efla öryggi og stuðning þeirra sem tengjast Spáni. Fyrir utan íslenska fasteignaeigendur á Spáni, dvelja þar árlega þúsundir íslenskra ríkisborgara til lengri og skemmri tíma. Með opnun sendiráðsins mun utanríkisþjónustan geta styrkt hagsmunagæslu og eflt þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki þar í landi. Á milli landsins okkar hér í norðri og Spánar í suðri hefur ferðamennska löngum verið ein sterkasta brúin. Ef marka má nýjustu tölur hefur fjöldi spænskra gesta á Íslandi aldrei verið meiri. Árið 2024 komu til landsins rúmlega 70 þúsund spænskir ferðamenn og sú tala er hærri í ár. Að sama skapi hefur Spánn jafnan verið efst á lista þeirra sem ferðast úr landi frá Íslandi. Með opnun sendiráðs fær ferðamannastraumurinn nýja stoð, einfaldari samskipti, betri stuðning og aukna möguleika. Við styrkjum enn frekar þann vettvang sem gerir okkur kleift að efla samvinnu og auka þjónustu við íslenska borgara og fyrirtæki á Spáni. Nágrannar í anda Ísland og Spánn eru ekki aðeins samstarfsríki, þau eru vinir. Þessi vinátta byggist á gagnkvæmri virðingu og sameiginlegum gildum. Með þessari opnun horfum við fram á enn bjartari framtíð í samvinnu landanna tveggja. Ég óska íslenska ríkinu og sendiráðinu í Madrid innilegrar farsældar. Megi það verða hornsteinn áframhaldandi velgengni og brú á milli fólksins okkar, menningar og viðskipta. Til hamingju með þennan merka dag! Muchas gracias. Höfundur er kjörræðismaður Spánar á Íslandi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun